Iðjuþjálfinn - 01.06.2002, Blaðsíða 6

Iðjuþjálfinn - 01.06.2002, Blaðsíða 6
Gunnhildur GIsladóttir Iðjuþjálfun á Islandi - Viðhorfþekking og samvinna Tilgangur þessarar könnunar var að fræðast um viðhorf og þekkingu fjögurra nemendahópa í heil- brigðisgreinum á iðjuþjálfun á íslandi. Iðjuþjálfun erfagstétt sem ekki er rnjög þekkt á Islatidi. Skort- ur á þekkingu annarra fagstétta á iðjuþjálfun getur valdið erfiðleikum í samrætningu þjónustu skjól- stæðinga. Því er forvitnilegt að vita hversu mikið aðrar fagstéttir vita utn iðjuþjálfun og hvort upp- lýsingar um iðjuþjálfun sé liður í námi annara heil- brigðisstétta. I könnuninni tóku þátt 101 nemi í heilbrigðis- greinum, 83 konur og 18 karlar. Nemamir vom í læknisfræði, hjúkrunarfræði, sjúkraþjálfun og fé- lagsráðgjöf við Háskóla Islands, allir á lokaári. Viðhorf og þekking nemanna á iðjuþjálfun á ís- landi var könnuð með spumingalistum, fyrir og eftir lestur staðreyndablaðs. Staðreyndablaðið innihélt upplýsingar utn iðjuþjálfun; fræðilegan bakgmtin fagsins, fæmi, hlutverk og vinnusvæði iðjuþjálfa, innan stofnana og utan. Niðurstöður sýndu að nemendahópamir fjórir höfðu fengið upplýsitigar um iðjuþjálfun t náttti stnu, annað hvort t kennslustundutn eða í verk- námi, í heimsóknum á iðjuþjálfadeildir. Viðhorf nemanna gagnvart samvinnu við iðjuþjálfa reynd- ist jákvætt. I heild vom niðurstöður þær að upp- lýsingar fettgttar af staðreyndablaði könnunarinn- ar ollu marktækum mun á viðhorfi og þekkingu nemattna varðandi iðjuþjálfun á íslandi. Inngangur / gegnum tíðina hafa iðjuþjálfar viljað halda jafn- vægi á milli samstarfs og sjálfstæðis gagnvart öðr- um fagstéttum í heilbrigðisgeiranum (Coleman, 1992) Aðilar í meðferðarteymi geta ekki unnið mark- visst og heildrænt í þágu skjólstæðings ef vitneskja um eigið fagsjálf og sérfræðiþekkingu samstarfsaðila er ekki til staðar. Fagaðilar þurfa að geta unnið náið saman án þess þó að yfirtaka hlutverk og skyldur hvors annars. í teymisvinnu auðgar hver fagstétt sam- starfið með sinni einstöku sýn á meðferð skjólstæð- ingsins (Yerxa, 1995; Gage, 1995). Iðjuþjálfun er ung fagstétt á íslandi og lítt þekkt. Heilbrigðisstéttir á íslandi eru almennt ekki fróðar um hlutverk iðjuþjálfa og um það hvernig hátta skuli sam- starfi við iðjuþjálfa. Þessi skortur á þekkingu annarra fagstétta á iðjuþjálfun getur valdið erfiðleikum í sam- ræmingu þjónustu við skjólstæðinga (Pálmadóttir, 1996; Gage, 1995). Nemar í heilbrigðisstéttum verða faglegir vegna þekkingar um innihald, leikni og gildi eigin stéttar og einnig annarra fagstétta (Hayden, 1995). Yrði sam- vinna heilbrigðisstétta og þjónusta við skjólstæðinga betri ef nemarnir hefðu fleiri tækifæri til að vinna sam- an, fengju upplýsingar um sérkenni hverrar stéttar og mynduðu tengsl strax í skóla? Til að svara þessu er nauðsynlegt að kanna hversu mikið fagstéttirnar vita hver um aðra. Viðhorf til iðjuþjálfunar Mjög fáar rannsóknir hafa verið gerðar til að greina þá vitneskju sem heilbrigðisstéttir hafa hver um aðra. Niðurstöður þeirra fáu rannsókna benda þó til þess að vitneskja um iðjuþjálfun sé takmörkuð og að það gæti nokkurs misskilnings um fagið. Fyrsta skrefið í þá átt að auka skilning annarra stétta á iðjuþjálfun er að kanna hver núverandi vitneskja er (Chakravorty, 1992, Kaur, et. al., 1996). Kaur, Seager og Orrell (1996) gerðu könnun á þekkingu og viðhorfi heilbrigðisstétta til iðjuþjálfun- ar. Spurningalistar voru sendir til fagstétta sem unnu á geðdeild á almennu sjúkrahúsi. Fagstéttirnar voru; geðlæknar, sálfræðingar, félagsráðgjafar, hjúkrunar- fræðingar og sjúkraliðar. Af 89 fagaðilum svöruðu 64, sem er 72% svörun. Könnunin sýndi að 86% svarenda töldu helsta hlutverk iðjuþjálfa vera að auka sjálfstæði og aðlögunarhæfni skjólstæðinga sinna. Næst mikil- vægasta hlutverk iðjuþjálfa (59%) var talið vera að byggja upp trúnað og félagslega hæfni skjólstæðinga. Sextán svarendur (25%) töldu kennslu í leikni, svo sem matreiðslu og listum vera helsta hlutverk iðju- þjálfa. Tíu (16%) töldu mikilvægasta hlutverk iðju- þjálfa vera að koma í veg fyrir eða trufla skjólstæðing- Með því að opna huga sinn, sýna áhuga og spyrja spurninga getur fagstétt öðlast talsverð- ar upplýsingar um hlutverk annarra fagstétta. inn í að sökkva sér í vandræði sín, 5% svarenda töldu iðjuþjálfa vinna að því að minnka geðræn einkenni skjólstæðinga og 3% svarenda töldu það vera að draga úr leiðindum og einmanaleika (Kaur, et. al., 1996). Að- eins 14 svarendur (22%) í þessari sömu könnun töldu að iðjuþjálfun skaraðist ekki við aðrar fagstéttir. Geð- læknar, félagsráðgjafar og sálfræðingar töldu iðju- þjálfun skarast við aðrar stéttir en sína en hjúkrunar- fræðingar töldu iðjuþjálfun skarast við sína fagstétt. í heildina töldu 81% svarenda að hjúkrunarfræðingar 6 - IÐJUÞJÁLFINN 1 /2002

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.