Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Blaðsíða 48

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Blaðsíða 48
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 85. árg. 200944 Útdráttur Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða áhrif breytinga á samsetningu mönnunar á gæði hjúkrunar, starfsánægju og upplifun starfsmanna. Rannsóknin fór fram á annarri af tveimur deildum fyrir sjúklinga með heilabilun á öldrunarsviði Landspítalans. Sjúkraliðar með framhaldsnám og hjúkrunarfræðingar á tilraunadeildinni fengu breytt starfssvið. Þátttakendur voru sjúklingar og starfsmenn á rannsóknardeildinni og einnig hjúkrunarfræðingar af báðum deildum. Rannsóknin var unnin samkvæmt hugmyndafræði starfendarannsókna og fjórar rannsóknaraðferðir notaðar til að fá fram mismunandi sjónarhorn á viðfangsefnið. Gögnum um gæði hjúkrunar var safnað með stöðluðu megindlegu mælitæki (RAI) og innbyggðir gæðavísar skoðaðir. Gögnum um starfsánægju var safnað með skriflegum spurningalista og gögnum um upplifun starfsmanna af breytingunum var safnað með viðtölum við rýnihópa og dagbókarskrifum. Gagnasöfnun fór fram fyrir og við upphaf breytinga og svo aftur þegar breyting var vel á veg komin. Niðurstöður rannsóknarinnar gáfu vísbendingar um að gæði hjúkrunar og starfsánægja hefðu haldist stöðug. Í rýnihópum og dagbókum komu fram þrjú meginþemu: Breytt hlutverk, togstreita og ný tækifæri. Það tók á fyrir alla að skilgreina ný hlutverk og breytt fagleg samskipti. Einnig var átak að breyta viðteknum vinnuvenjum á deildinni og togstreita kom fram á milli stétta. Sjúkraliðar með framhaldsnám í öldrunarhjúkrun fundu fyrir ákveðinni fyrirstöðu en jafnframt að hjúkrunarfræðingarnir vildu styðja við bakið á þeim og leiðbeina inn í þetta nýja hlutverk sem hafði í för með sér ný tækifæri. Niðurstöður þessa rannsóknarverkefnis varpa ljósi á hvernig hægt er að nýta betur menntun sjúkraliða með framhaldsnám í öldrunarhjúkrun og um leið þróa nýjar leiðir í starfi hjúkrunarfræðinga. Rannsóknin er því mikilvægt innlegg í umræðu um hvernig starfskraftar sjúkraliða með framhaldsnám verða nýttir í öldrunarþjónustu í framtíðinni. Lykilorð: Samsetning mönnunar, öldrunarþjónusta, gæði hjúkrunar, starfsánægja, starfendarannsóknir. INNGANGUR Mannfjöldaspár á Íslandi næstu áratugi gera ráð fyrir hlutfallslegri fjölgun aldraðra (Hagstofa Íslands, 2008) og margar áætlanir hafa verið gefnar út um hvernig bregðast skuli við aukinni þörf fyrir þjónustu meðal aldraðra (Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 2007; Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 2003; Ríkisendurskoðun, 2005). Vegna þessa er mikilvægt að leita leiða til að nýta menntun starfsmanna, auka starfsánægju og bæta vinnuumhverfi þeirra sem vinna við umönnun aldraðra. Ingibjörg Hjaltadóttir, öldrunarsviði, Landspítala; Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands Hlíf Guðmundsdóttir, öldrunarsviði, Landspítala Sigrún Bjartmarz, öldrunarsviði, Landspítala Berglind Magnúsdóttir, Heimaþjónustu Reykjavíkur Auðna Ágústsdóttir, vísinda-, mennta- og gæðasviði, Landspítala ÁHRIF BREYTINGA Á SAMSETNINGU MÖNNUNAR Á ÖLDRUNARLÆKNINGADEILD FYRIR HEILABILAÐA ENGLISH SUMMARY Hjaltadottir, I., Guðmundsdottir, H., Bjartmarz, S., Magnusdottir, B., and Agustsdottir, A. The Icelandic Journal of Nursing (2009). 85 (4), 44-52 EFFECTS OF CHANGES IN STAFF MIX IN A SPECIALIZED DEMENTIA WARD The purpose of this study was to examine the effects of changes in staff mix model on quality of care, staff satisfaction, and staff perception of this change. The study was conducted in one of two specialized dementia wards at the Division of Geriatric Medicine at the Landspitali University Hospital. Geriatric-Licensed Practical Nurses (G-LPNs) and registered nurses (RNs) gained different roles on the ward. Patients and staff from the study ward and RNs from the other specialized dementia ward participated in the study. The theoretical framework of the study was Action Research and four methods were used to obtain different views on the issue. Data on quality of care were collected using a quantitative instrument (RAI) and inherent quality indicators observed. Data on job satisfaction were collected using a questionnaire and data regarding staff experience were obtained by discussions in focus-groups and diaries. Data were gathered before and after changes and finally after changes had been in place for awhile. Findings indicated that the quality of care as well as staff satisfaction remained constant. In focus groups and diaries three main themes emerged: Role change; conflict and new opportunities. It required a great effort for everyone to define new roles and changes of professional interaction. Changing the usual way of working in the ward was stressful as well because of conflicts between professions. The G-LPNs encountered certain barriers but also realized that the RNs were ready to provide support and guidance into their new role. The altered role had also the potential for new opportunities. The study results illuminate how the G-LPNs´ further education can be utilized as well as how new roles for RNs can be developed. The study findings are important for the discussion on the role G-LPNs will have in care of the elderly in the future. Key words: Staff mix, long term care, dementia, quality of care, staff satisfaction, focus groups, diaries, action research. Correspondance: ingihj@hi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.