Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.2009, Blaðsíða 16

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.2009, Blaðsíða 16
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 85. árg. 200912 Anna Stefánsdóttir, hjúkrunarforstjóri Landspítala, ákvað 2007 að hefja innleiðingu á fjölskylduhjúkrun á öllum sviðum sjúkrahússins. Það hefur alltaf verið hluti af hjúkrunarstarfinu að sinna fjölskyldu sjúklingsins en margir höfðu haft orð á því að gera mætti það á markvissari hátt. Árið 2003 var haldið námskeiðið „Nursing interventions with families experiencing chronic illness“ í Endurmenntunarstofnun þar sem tveir erlendir fyrirlesarar, Lorraine Wright og Janice Bell, komu til landsins og kenndu sína útgáfu af fjölskylduhjúkrun. Þessi aðferð, sem á íslensku hefur fengið nafnið Calgary­fjölskyldumats­ og meðferðarlíkanið, hefur síðan orðið mjög vinsæl á Íslandi. Nokkrir hjúkrunarfræðingar á krabbameinsdeildum voru virkir í að nýta Calgary­hugmyndafræðina og Kristín Sophusdóttir sviðsstjóri og hennar samstarfsfólk ákváðu 2004 að taka upp fjölskylduhjúkrun á sviðinu. Á barnasviði höfðu einnig nokkrir hjúkrunarfræðingar kynnt sér aðferðina og staðið fyrir gæðaverkefni sem laut að því að efla þjónustu við fjölskyldur á barnasviði og byggja hana á Calgary­hugmyndafræðinni. Christer Magnusson, christer@hjukrun.is FJÖLSKYLDUHJÚKRUN Á LANDSPÍTALA Á Landspítala var vorið 2007 ákveðið að ráðast í það risavaxna verkefni að gefa öllum hjúkrunarfræðingum spítalans kost á að auka færni sína í samskiptum við fjölskyldur. Fyrir valinu varð Calgary­fjölskyldumats­ og meðferðarlíkanið og gert var ráð fyrir að innleiðing myndi taka fjögur ár. Ein þeirra er Elísabet Konráðsdóttir sem nú er verkefnisstjóri innleiðingarinnar. Elísabet hefur langa reynslu af barnahjúkrun. Hún hefur mestmegnis starfað með fjölskyldum veikra barna. Eftir útskrift úr Hjúkrunarskóla Íslands vann hún í nokkur ár á nýburadeild og skurðdeild barna á Ríkisspítalanum í Ósló. Eftir heimkomuna réð hún sig á barnadeildina á Landakoti en starfar nú á göngudeild barnaspítalans við fjölskylduhjúkrun barna með sykursýki og fjölskyldna þeirra. Hún var ein af þeim sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.