Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.2009, Blaðsíða 22

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.2009, Blaðsíða 22
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 85. árg. 200918 Eydís Kr. Sveinbjarnardóttir var þangað til í sumar sviðsstjóri hjúkrunar á geðsviði, en starfið var lagt niður ásamt öðrum sviðsstjórastöðum í sambandi við endurskipulagningu á Landspítala. Í staðinn er Eydís nú aðstoðarmaður Önnu Stefánsdóttur sem er framkvæmdastjóri hjúkrunar. Eydís vinnur einnig á göngudeild geðdeildar til þess að halda við sinni klínísku færni. Hún tekur þar meðal annars þátt í verkefni sem nefnist Fjölskyldubrú og sinnir einni fjölskyldu í einu. „Mér þykir enn þá vænst um geðsviðið en finnst stórkostlegt að hitta frábæra hjúkrunarfræðinga af öðrum sviðum, sérstaklega deildarstjóra sem ég hef kynnst þegar ég hef leyst „Mér finnst athyglisvert hvað hjúkrunarfræðingar með langa starfsreynslu hafa tekið fjölskylduhjúkruninni sérstaklega vel,“ segir Eydís Kr. Sveinbjarnardóttir. framkvæmdastjóra hjúkrunar af,“ segir Eydís. Í frítímanum fæst Eydís svo við rannsóknir á áhrifum fjölskylduhjúkrunar á gæði hjúkrunarþjónustunnar. Hún byrjaði 2007 í doktorsnámi við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Eydís segir það hafa verið mjög framsýna og áhættusama ákvörðun að taka upp fjölskylduhjúkrun á Landspítala og mikilvægt að vita hver árangurinn hafi orðið. Því var talið nauðsynlegt að rannsaka vel árangur innleiðingarinnar, eins og kemur fram í grein um fjölskylduhjúkrun á Landspítala hér í blaðinu. Til þess þurfti að styrkja meistara­ og doktorsnema til þess Christer Magnusson, christer@hjukrun.is RANNSAKAR FJÖLSKYLDUHJÚKRUN Á GEÐSVIÐI Þegar ákveðið var að taka upp fjölskylduhjúkrun að hætti Calgary­stefnunnar á Landspítala var einnig lagt upp með metnaðarfulla rannsóknaráætlun. Ein af þeim sem nú rannsaka fjölskylduhjúkrun er Eydís Kr. Sveinbjarnardóttir. að framkvæma þessar rannsóknir. Eydís ákvað því í samvinnu við Önnu Stefánsdóttur að í doktorsnáminu skyldi hún skoða áhrif fjölskylduhjúkrunar á geðsviði. Leiðbeinandi hennar er Erla Kolbrún Svavarsdóttir og í doktors­ nefndinni er einnig Lorraine Wright sem er einu af upphafsmönnum Calgary­ líkansins. „Það er mikill heiður fyrir mig að Lorraine skyldi gefa sér tíma til að sitja í nefndinni,“ segir Eydís. Rannsóknin er með tilraunasniði þar sem ein deild á geðsviði var látin byrja á að veita fjölskylduhjúkrun samkvæmt Calgary­ líkaninu en aðrar deildir, sem voru hafðar til samanburðar, héldu áfram að sinna fjölskyldum á sama hátt og venjulega. Notaður var spurningalisti sem hafði áður verið forprófaður á um 500 aðstandendum. Reynt var að búa til spurningar sem mætu tiltekna þætti í Calgary­aðferðinni sérstaklega. Spurningalistinn var lagður fyrir skjólstæðinga og aðstandendur þeirra. Einnig var talað við hjúkrunarfræðinga á tilraunadeildinni um reynslu þeirra af því að nota Calgary­aðferðina. Eydís er nú að vinna úr gögnum en samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum virðist fjölskylduhjúkrun hafa jákvæð áhrif á þjónustuna. „Sjúklingar og fjöl­ skyldur þeirra telja sig fá meiri stuðning á tilraunadeildinni en á saman­ burðardeildunum,“ segir Eydís. „Það er að vísu erfitt að segja hvað eru bein áhrif af Calgary­hugmyndafræðinni og hvað eru almenn áhrif af því að fjölskyldurnar fá meiri athygli. En við teljum samt að spurningalistinn, sem ég nota, mæli fjölskylduhjúkrun samkvæmt Calgary.“ Eydís segir að Erla Kolbrún Svavarsdóttir hafi upphaflega gert fræðilega úttekt á því sem er skrifað um Calgary­fjölskyldulíkanið og komið með hugmynd að spurningalista. Hann hafi svo verið lagfærður í áföngum og á nú að vera næmur fyrir því sem er sérstakt við Calgary­aðferðina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.