Tölvumál - 01.06.2006, Blaðsíða 26

Tölvumál - 01.06.2006, Blaðsíða 26
2 6 | T Ö LV U M Á L T Ö LV U M Á L | 2 7 Umræðan um ábyrgð á Netinu var síðast í hámæli þegar Jón Ólafsson vann meiðyrðamál gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni sem höfðað var á Englandi. Í Lúganó-samningnum um fullnustu dóma í einkamálum er meginreglan sú að lögsækja skuli menn í þeim löndum sem þeir eru búsettir í en ein undantekninga er sú að höfða megi mál um skaðabætur fyrir dómstóli í því landi sem tjónið varð. Fjölgun meiðyrðamála í takt við aukinn fjölda netmiðla Spurðir um hvort þeir sjái fram á aukningu í meiðyrðamálum hér á landi í samræmi við aukinn fjölda netmiðla, sbr. bloggvefja og ýmissa fréttamiðla, segir Reynir það vera ljóst að málum á borð við Hannesarmálið muni koma fyrir dómstóla á næstunni og þar reyni á ábyrgð hýsils og þeirra sem skrifa. Eiríkur tekur í sama streng og undirstrikar að orðum manna fylgi ábyrgð. ,,Ef menn setja eitthvað á Netið þá er verið að beina því til allra og því sama uppi á teningnum og ef menn segja eitthvað í fjölmiðlum. Því tel ég að meiðyrðamálum gæti fjölgað frekar en hitt,” segir Eiríkur. En eru þeir aðilar sem skrifa á vefnum nægilega meðvitaðir um þá ábyrgð sem þeir bera með sínum skrifum um menn og málefni? ,,Nei,” segir Eiríkur og bætir við. ,,Það er eins og menn telji að þeir séu aðeins að skrifa einkabréf til eins manns eða örfárra manna en hins vegar er það efni sem birtist á Netinu eitthvað sem allir hafa aðgang að.” Reynir er á því að sumir sem skrifi á vefinn séu fyllilega meðvitaðir um ábyrgð sína og hegði sér í samræmi við það. ,,Alvarlegar undantekningar er að finna þar sem allir eru nafnlausir. Þar skapast eins konar siðareglur sem ganga út á það eitt að þeir sem skrifa eigi að njóta nafnleyndar. Og nafnleysingjarnir telja sig mega segja hvað sem er um nafngreinda aðila. Ábyrgð Viðtal við Eirík Tómasson, lagaprófessor við Háskóla Íslands og Reyni Traustason, ritstjóra Mannlífs Í samræmi við aukna útgáfustarfsemi á Netinu þar sem ,,allir” geta sagt skoðanir sínar á mönnum og málefnum með mun opnari hætti en áður er nauðsynlegt að ræða um ábyrgðina sem fylgir slíku frelsi. Tölvumál ræddi við Eirík Tómasson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, og Reyni Traustason, ritstjóra Mannlífs, sem segjast m.a. reikna með fjölgun meiðyrðamála í takt við aukinn fjölda netmiðla og að herða þurfi lög um ábyrgð vefsíðna. Mörg þekkt dæmi eru til um þetta á spjallþráðum á borð við malefnin.com. Öllum má ljóst vera að engin glóra er í því fyrir þann sem borinn er sökum að reyna að verjast á vettvangi nafnleysingjanna. Á slíkum vettvangi er nauðsynlegt að einhver sé ábyrgur og geti leitað réttar síns þegar um er að ræða meiðandi skrif. Þetta þýðir engan veginn að banna eigi nafnlaus skrif á vefnum fremur en í dagblöðum en skilgreina þarf ábyrgð þess sem heldur úti spjallþráðunum.” Harðari lög um ábyrgð vefsíðna Hvort herða þurfi löggjöf á þessu sviði segir Eiríkur að almennt taki núverandi lög ágætlega á þessum málum en hins vegar þurfi að herða lög varðandi ábyrgð þeirra sem bera ábyrgð á einstökum vefsíðum. ,,Ábyrgð einstaklinga er frekar skýr en erfitt er að færa sönnur á hver setti efni á Netið þó svo að fingraför sé hægt að rekja til ákveðinnar tölvu.” Að sögn Reynis þarf tvímælalaust að miða löggjöf við að á Netinu sé umræða sem hafi mikinn lestur og útbreiðslu. ,,Það er eðlilegt að krafist sé ábyrgðarmanns á síðum sem eru vistaðar af íslenskum netþjónum og jafnframt að löggjöf miðist við að erlendum netþjónum sé skylt að upplýsa um þá sem kaupa af þeim þjónustu þegar um er að ræða staðfestan grun um meiðyrði eða brot gegn friðhelgi. Jafnframt þarf löggjöf að miðast við það efni sem er sett fram á íslenskri tungu falli undir sambærilegar reglur og þegar um er að ræða prentmiðla og ljósvakamiðla. Aðalatriði er að lög verði sett um sjóræningjasíður. Dagljóst er þó að aldrei verður hægt að fyrirbyggja að einhverjir haldi úti slíkum síðum rétt eins og ekki er hægt að koma í veg fyrir veggjakrot eða að menn gefi út dreifirit án þess að getið sé ábyrgðarmanna. En það þarf að skilgreina ábyrgð þeirra sem skrifa og einnig þeirra sem hýsa skrifin.” þeirra sem skrifa á Netinu // Viðtal: Halldór Jón Garðarsson

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.