Tölvumál - 01.06.2006, Blaðsíða 34

Tölvumál - 01.06.2006, Blaðsíða 34
3 4 | T Ö LV U M Á L T Ö LV U M Á L | 3 5 Örn var einungis 17 ára gamall er hann réð sig til starfa hjá Ottó A Michelsen til að kynna og selja rit- og reiknivélar. ,,Þetta var árið 1962 en næsta ár fór ég að læra á skýrslugerðarvélar, kallaðar „Unit Record Equipment“ á ensku. Þetta var vélahópur sem vann saman eins og ein tölva í dag og voru sumar þeirra forritaðar með tengitöflum. Ég var búinn að læra að tengja þær allar árið 1964.” Fylgst með ferðum í ÁTVR Það má í raun setja samasem merki á milli Arnar og IBM þar sem hann starfaði frá árínu 1967 sem forritari og sérfræðingur hjá IBM á Íslandi og hjá Nýherja frá árinu 1992, auk þess að sinna ýmsum fleiri störfum, þar til hann tók við starfi framkvæmdastjóra hjá ICEPRO árið 2004. Örn hefur því fylgt tölvusögu Íslands og þegar minnst er á skemmtilega atburði nefnir Örn þegar hann forritaði kerfi fyrir ÁTVR á IBM Series/1 tölvu. „Kerfið var tekið í notkun 1. janúar 1980 og var í gangi í níu ár. Verðbólga geisaði á þessum tíma og fyrstu mánuðina forritaði ég hverja verðhækkun fyrir sig. Þá fóru menn að fylgjast með því hvert ég væri að fara og væri áfangastaðurinn ÁTVR flýttu menn sér í ríkið til að verða á undan hækkuninni. Svo forritaði ég breytustýrt hækkunarforrit fyrir starfsmenn ÁTVR og datt þá botninn úr skyndiferðum til ÁTVR.“ Mikilvægt hlutverk Ský Örn hefur setið í Orðanefnd Ský síðan 1978 en nefndin hefur undirbúið fjórar útgáfur af Tölvuorðasafninu. Þá situr hann í Öldungadeild félagsins en þar geta allir orðið félagar sem unnið hafa 25 ár eða lengur á sviði upplýsingatækni. Spurður um gildi Ský fyrir annars vegar upplýsingatæknigeirann og hins vegar fyrir samfélagið segir Örn að Orðanefnd Ský hafi stuðlað að því að unnt sé að tala og skrifa um tölvutæknina á íslensku. „Ný orð og hugtök sem tengjast tölvu- og Örn Hefur starfað í „fróðtækni“ frá 1962 Örn Kaldalóns var gerður að heiðursfélaga Skýrslutæknifélags Íslands á síðasta aðalfundi félagsins sem haldinn var í febrúar sl. en hann hefur starfað í upplýsingatækni frá árinu 1962 og verið félagi í Ský frá 1978. ,,Ég vil nú nota tækifærið og leggja til að ,,upplýsingatækni” verði framvegis kölluð ,,fróðtækni” sem er bæði styttra og þjálla orð en ,,upplýsingatækni”. Orðanefndin lagði til í 3. útgáfu Tölvuorðasafns að orðið ,,fróð” yrði notað fyrir upplýsingar, sérstaklega í samsetningum.” upplýsingatækni berast hratt að og orðaforðinn er yfirleitt á ensku. Því er bráðnauðsynlegt að fylgjast vel með og finna íslensk heiti í stað þeirra ensku. Hvað Öldungadeildina varðar þá kappkostar hún að halda til haga gögnum um sögu upplýsingatækninnar á Íslandi sem er merkur þáttur í atvinnusögu þjóðarinnar. Ský hefur haldið fjöldann allan af ráðstefnum og kynnt hér ótal nýjungar á sviði tölvumála. Jafnframt hefur tímaritið Tölvumál komið út í nokkra áratugi og birtir hugleiðingar færustu tölvumanna. Þá eru ótaldir allir þeir faghópar sem starfa innan Ský. Hlutverk Ský er því afar mikilvægt.“ Gjörbreyttur heimur upplýsingatækninnar En hvernig hefur upplýsingatæknigeirinn breyst síðan þú byrjaðir? „Í örfáum orðum þá hefur hann gjörbreyst. Nokkrar byltingar hafa orðið en þetta er efni í heila bók. Hver er t.d. munurinn á gatspjaldi og farsíma? Teljum upp heiti nokkurra tækja og tóla upplýsinga- og tölvutækninnar, sbr. skýrslugerðarvélar, stórtölvur, miðtölvur, háþróuð forritunarmál, einkatölvur, töflureiknar, gluggakerfi, mýs, hlutbundin forritunarmál, netið, netþjónar, vefurinn, vafrar, heimasíður, leitarvélar, farsímar. Þetta er þó aðeins lítið brot af því sem telja má upp sem hluta af upplýsingatækninni. Nú er talað um tölvulæsi, maður er hreinlega ekki „læs“ ef hann kann ekki á tölvu. Félagið eins sterkt og fyrir 20 árum Er Ský eins sterkt og það var fyrir 20 árum – er framtíð fyrir Ský? „Já, Ský er tvímælalaust eins sterkt og það var, en til þess að halda þeirri stöðu þarf þrotlausa vinnu. Það þarf að fylgjast vel með því að hlutirnir gerast hratt í „fróðtækninni“. Ég hef engar áhyggjur af framtíð Ský, því ekki mun hægja á hinni öru þróun sem verið hefur í upplýsinga- og tölvutækni á undanförnum árum þannig að ekki mun skorta verkefni.“ Heiðursfélagi Ský // Viðtal: Halldór J. Garðarsson

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.