Tölvumál


Tölvumál - 01.07.2007, Blaðsíða 10

Tölvumál - 01.07.2007, Blaðsíða 10
1 0 | T Ö LV U M Á L Í þessari grein velti ég vöngum yfir því hvar greina megi einkenni þessarar þróunar í veflægri hugbúnaðargerð og hvaða lærdóm íslensk hugbúnaðargerð geti dregið af henni. Veflæga hugbúnaðargerð kýs ég að skilgreina frekar vítt sem alla hugbúnaðarþróun þar sem viðmót hugbúnaðarins er veflægt, þ.e. hannað til að vera aðgengilegt gegnum vafra. Veflægum hugbúnaði má svo aftur skipta í tvennt; hugbúnaði sem notendur geta rekið á eigin vefþjóni og þeim sem einungis er rekinn sem miðlæg þjónusta. Sem dæmi um fyrri flokkinn má taka vefaðgang að tölvupósti sem mörg fyrirtæki hafa sett upp, en Gmail frá Google heyrir til þess seinni. Skilgreiningu á „Web 2.0“ sæki ég í grein eftir Tim O’Reilly frá 2005, þar sem hann telur upp sjö lykileinkenni á þeirri þróun sem hugtakinu sé ætlað að lýsa. Það er of langt mál að fjalla um öll einkennin sjö, heldur ætla ég að grípa til þeirra sem best eiga við viðfangsefnið; veflæga hugbúnaðargerð. Til að nefna áþreifanleg dæmi af stærðargráðu sem á betur við íslenska markaðinn heldur en Google tek ég dæmi um tvö fyrirtæki; Atlassian gefur út hugbúnað sem er ætlaður til að reka á eigin vefþjónum, en 37signals einbeitir sér að miðlægum þjónustum sem seldar eru með áskriftarfyrirkomulagi. Vefurinn sem verkfæri Veflægur hugbúnaður byggir á þessari nálgun og miðast frá upphafi við að nota vefinn (með sínum kostum og göllum) sem rekstrarumhverfi. Ef til vill má segja að sjálf hugmyndin um veflægan hugbúnað sé einmitt ein af forsendum þeirrar þróunar sem orðið hefur í vefnotkun á undanförnum árum: Vefurinn er ekki lengur aðeins birtingarmáti fyrir texta og myndir, heldur síkvikt og gagnvirkt verkfæri. Breytingar í smáskömmtum Þegar hugbúnaði er einungis dreift í formi niðurhals eða miðlægrar þjónustu geta hugbúnaðarfyrirtæki gefið út nýjar útgáfur þegar þeim hentar, og ekki er þörf á að safna saman breytingum í eina stóra útgáfu. Fyrir vikið er hægt að gefa setja nýjungar í rekstur smám saman og komi upp vandamál þeim tengd eru þau af viðráðanlegri stærðargráðu. Atlassian hefur t.d. þá stefnu að gefa út uppfærslur á wiki-kerfi sínu á 6 vikna fresti og 37signals gefa út viðbætur og breytingar á sínum kerfum nærri vikulega. Þekkingarsamlegð Eitt lykileinkennið sem O’Reilly nefnir og er kannski það áhugaverðasta í þessu samhengi er sú sameiginlega þekking sem veraldarvefurinn heldur utan um og gerir aðgengilega. Honum verður tíðrætt um blogg, en undir þetta einkenni heyra einnig wiki-lausnir og sjálf hugmyndin að baki opnum hugbúnaði (e. open source). Wiki kerfi eru upplagður vettvangur fyrir sameiginlega mótun og skráningu hugmynda þar sem miðilinn er auðveldlega aðlagaður eðli hvers viðfangsefnis, í stað þess að þvinga sköpunarferlið í ákveðinn farveg eins og vill verða í fastmótuðum verkefnastjórnunaraðferðum og hefðbundnum hópvinnukerfum. Wiki-lausnir eiga sífellt meiri vinsældum að fagna í hvers kyns þekkingariðnaði, sem sést ef til vill best á því að í nýjustu útgáfum virðulegra hópvinnukerfa er farið að bjóða wiki-virkni í viðleitni við að elta þróunina. Opinn hugbúnaður gegnir stóru hlutverki í nútíma hugbúnaðargerð, sérstaklega í tilviki veflægs hugbúnaðar. Nú má finna allar helstu grunneiningar vefhugbúnaðargerðar ókeypis á vefnum, jafnt vefþjóna, forritunarumhverfi, gagnagrunna eða lausnir á sértækum viðfangsefnum. Það er því engin þörf á að byrja frá grunni, heldur er hægt að velja þær undirstöður sem henta og byggja ofan á þær. Eitt einkenna opinna hugbúnaðarverkefna er þörf fyrir gegnsæi verkefnavinnunnar. Oft eru þátttakendur að sinna þeim í frítíma sínum, hver í sínu lagi og víða um heim. Það er því mikilvægt að hafa aðgengilega stöðu verkefna; yfirlit yfir hnökra sem verið er að lagfæra og ábendingar um lausn vandamála. Það færist reyndar í vöxt að rótgrónum opnum hugbúnaðarverkefnum sé viðhaldið af launuðum starfsmönnum, en innlegg grasrótarinnar eru áfram mikilvæg. Nálganir Atlassian og 37signals Útbreiddustu notkunarskilmálar opins hugbúnaðar gera ekki kröfur um að afurðir sem byggja á þeim séu opnar, heldur er hugbúnaðarfyrirtækjum frjálst að markaðssetja og verðleggja sínar lausnir eftir eigin höfði. Þannig byggja bæði Atlassian og 37 Signals sinn hugbúnað á opnum undirstöðum en markaðssetja hann að mestu sem einkaréttarhugbúnað. Þegar rætt hefur verið um þróun veraldarvefsins undanfarin ár hefur hugtakið „Web 2.0“ oft borið á góma, þótt erfitt virðist vera að festa fingur á því nákvæmlega hvað átt sé við. Ef spurt er um helstu einkenni þessarar „annarrar útgáfu vefsins“ nefna sumir gagnvirka tækni á borð við Ajax, aðrir blogg, wiki og samfélagsskapað efni og enn aðrir tískustrauma í grafískri hönnun. Áhrif „Web 2.0“

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.