Tölvumál


Tölvumál - 01.11.2009, Blaðsíða 14

Tölvumál - 01.11.2009, Blaðsíða 14
1 4 | T Ö L V U M Á L Hugmyndin Tunerific er hugbúnaðarlausn fyrir farsíma sem gerir notendum kleift að tónstilla gítar með hjálp farsímans. Hugmyndin að verkefninu varð til í námskeiðinu Tölvukerfi og markaðsmál sem kennt var við Háskóla Íslands haustið 2006. Jóhann P. Malmquist var kennari námskeiðsins og fór stærsti hluti námskeiðsins í að útbúa viðskiptaáætlun fyrir ákveðna hugmynd að vöru sem nemendur stungu upp á. Upp kom hugmynd sem átti að gera gítarleikurum kleift að tónstilla gítar með hjálp farsíma. Eftir nokkra rannsókn á helstu áhættuþáttum og þá aðallega hvort einhver möguleiki væri á því að þessi hugmynd gæti verið útfærð á farsímum nútímans ákváðum við að hefjast handa. Ákveðið var að fara af stað með 30 eininga meistaraverkefni í tölvunarfræði þar sem unnið yrði að hönnun, útfærslu og markaðsmálum gagnvirka tónstillisins. Útfærsla Vinna við meistaraverkefnið hófst í janúar 2007 með rannsóknarvinnu sem fól í sér að skoða stöðu þekkingar á sviðinu og kanna hugsanlega útfærslumöguleika. Eftir að gróf hönnun á hugbúnaðinum lá fyrir ákváðum við að gera fyrstu virku frumgerðina á farsíma sem varð tilbúin vorið 2007. Sú frumgerð sýndi fram á að mögulegt væri að fá ná fram sæmilegri tíðnigreiningu með aflsnauðum og minnislitlum farsímum. Það má segja að með tilkomu þessarar fyrstu virku frumgerðar af Tunerific hafi hjólin byrjað að snúast aðeins hraðar en áður. Frumgerðin veitti okkur aukinn kraft til að halda ótrauðir áfram með verkefnið, gaf góða mynd af því hvar fókusinn í tæknimálunum ætti að vera til að auka gæði lausnarinnar og sýndi nokkrar af þeim fyrstu hindrunum sem við þurftum að yfirstíga. Vorið 2007 fengum við vottun frá „Verisign“ til að skrifa hugbúnað fyrir farsíma sem gaf okkur meira frelsi til að gera ýmsa hluti sem við gátum ekki áður útfærslulega eins og t.d. að stýra betur upptöku sýna (e. sample) af hljóði. Einnig tókum við þátt í Frumkvöðlakeppni JCI á íslandi vorið 2007 og lentum þar í öðru sæti og fengum peningaverðlaun sem fóru upp í kostnað sem „Verisign“ vottunin bar með sér. Sumarið 2007 fór að mestu leiti í áframhaldandi rannsóknarvinnu og endurbætur á fyrstu frumgerðinni. Um haustið 2007 tókum við þátt í annarri frumkvöðlakeppni sem ber heitið „Upp úr skúffunum“. Sú keppni snýst um að velja lausnir sem verða til innan Háskólans og veita þeim styrki til hagnýtingar. Við lentum í 3. sæti í þeirri keppni og hlutum vegleg peningaverðlaun sem gerði okkur m.a. kleift að kaupa fleiri farsíma til að geta bæði prófað og sýnt lausnina. Snemma árs 2008 leituðum við eftir samstarfsaðilum til að taka verkefnið lengra og sóttum um styrk frá Tækniþróunarsjóði Rannís. Í kjölfarið voru undirritaðir samstarfssamningar við farsímafyrirtækið Nova ehf. og Félag Reynslusaga: Að þróa litlar og hagkvæmar lausnir fyrir farsíma Guðmundur Freyr Jónasson, tölvunarfræðingur við Háskóla Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.