Jón á Bægisá - 01.12.2006, Blaðsíða 26

Jón á Bægisá - 01.12.2006, Blaðsíða 26
Jón Bjarni Atlason „Glöð skulum bæði við brott síðan halda brennandi í faðmlögum loftvegu kalda...“ Josef Calasanz Poestion og þýðing hans á Sigrúnarljóðum Bjarna Thorarensens Eftir Austurríkismanninn Josef Calasanz Poestion (1853-1922) liggja að minnsta kosti þrjár þýðingar á Sigrúnarljóðum Bjarna Thorarensens á prenti. Þær birtust á bilinu 1891—1904 og eru ólíkar að gerð. I þessari grein verður fjallað um eina þeirra og ýmis atriði sem tengjast henni skoðuð jafn- framt því sem hún verður borin saman við aðra þýðingu á ljóðinu eftir Margarethe Lehmann-Filhés (1852-1911). Frumtextinn og þýðingarnar tvær standa í heild sinni aftan við greinina. Þó Poestion sé ýmsum kunnur er rétt að staldra svolítið við þennan merka rithöfund og þýðanda. Hann var sjálflærður í íslensku en lagði þó einhverja stund á forníslensku við háskólana í Graz og Vín. Lítið hefur verið skrifað um hann á Islandi síðan á fyrstu áratugum 20. aldar. Það má furðu gegna, því hann ritaði ógrynni af athyglisverðu efni um Island og ís- lenska menningu. Jafn ötulir þýðendur íslenskra bókmennta og hann eru vandfundnir, þó vissulega séu þeir til. Þetta er ekki síst merkilegt vegna þess að hann sinnti þessum ritstörfum til hliðar við vinnu sína. Til að fá svolitla innsýn í önnur störf Poestions er hér vitnað í hluta af sextugsafmæliskveðju Birkibeina (3. árg., 1913, tbl. 5-6) til hans. Líklegt er að Bjarni Jónsson frá Vogi, ritstjóri blaðsins, hafi ritað kveðjuna. „Josef Calasanz Poestion er fæddur 7. júní 1853 í Aussee í Steiermark. En er hann óx upp, var svo til ætlað að hann yrði prestur og var hann því settur í lærðan skóla í Graz, þann er prestaefni sækja. En er hann var kominn upp úr 7. bekk, þá breytti hann til, af því að hugur hans var snúinn frá prestskap og lauk námi í ríkisskóla í Graz. Árið 1873 fór hann í háskóla þar, en síðar á .JJayáá - Tímarit þýðenda nr. 10 / 2006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.