Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2014, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2014, Blaðsíða 36
Vikublað 16.–18. desember 20144 Bækur Útistöður Höfundur: Margrét Tryggvadóttir Útgefandi: Hansen og synir 530 bls. Heldurðu að þú vitir betur? 3.000 spurningar samdar og stað- færðar fyrir íslenskan markað. Fyrir 2 eða fleiri leikmenn, 15 ára og eldri. Útsölustaðir: sjá bezzerwizzer.is Vinsælasta spurningaspil Skandínavíu, nú í íslenskri útgáfu! Reiðustu börn bylting- arinnar Útistöður, eftir Margréti Tryggva- dóttur, er merkileg heimild um veikleika nýstofnaðra hreyfinga. Bókin lýsir hreint út sagt ótrúleg- um átökum og persónulegri óvild meðal þeirra sem þó ætluðu sér að breyta stjórnmálunum eftir hrun. Margrét Tryggvadóttir segir hér sína sögu. Útistöðum er gjarnan lýst sem sögu Borgarahreyfingar- innar og annarra framboða sem sækja uppruna sinn í búsáhalda- byltinguna. Vissulega er margt til í því en ég ætla að fara varlega í að lýsa bókinni þannig. Hún er mik- ilvæg heimild um átökin innan flokksins og á Alþingi en allsherj- ar saga byltingarhreyfinga er bókin varla. Höfundur gerir enda enga kröfu til þess og er heiðarleg hvað varðar að hér sé hennar hlið sögð. Margrét óx mjög sem þing- kona. Bókin ber þess merki. Frá- sögnin er samt örlítið flöt á tíðum. Ég hefði gjarnan viljað sjá höfund staldra við einstaka atriði og lýsa betur og í meiri smáatriðum en gert er. Margrét hefði líka mátt vera aðeins harðari við sjálfa sig. Það á sérstaklega við um samskipti hennar og Þráins Bertelssonar. Þar er eins og það vanti ýmislegt í söguna. Styrkur bókarinnar er um leið höfundurinn. Ég trúi því að Margrét vilji að hér sé heiðarlegt uppgjör af hennar hálfu. Auðvit- að skiptir það máli við lestur bók- arinnar. Sögur af stemmingunni á Al- þingi eru bestu kaflar bókarinnar. Þáttur þingforseta í því að ekkert varð úr stjórnarskrárbreytingum er að mínu mati eitthvað sem ekki hefur verið fjallað nægilega um. Lýsing Margrétar á forsætisnefnd og dútlinu þar eru stórkostlegar. Þvílíkt teboð! Útistöður er líka lærdómur í þolinmæði fyrir þá sem mest vilja berjast fyrir bættum heimi. Úti- stöður er nefnilega handrit sem skrifað hefur verið áður. Reiðu börnin kenna öðrum iðulega um byltingar sem fjarar undan. Við lestur bókarinnar birtist aðeins flóknari mynd. Atli Þór Fanndal atli@thorfanndal.com Dómur S ögupersónan Humbert Humbert tileinkar bók sína um Lolitu ímynduðum les- anda á fyrstu áratugum 21. aldar, þegar Lolita (fædd 1935) er um áttrætt eða nírætt. Því er tímabært að bókin komi loks út, að minnsta kosti á íslensku, og les- andinn tekur þátt í leik þessum með að vera einmitt sá sem bókin er stíl- uð á. Einn mest heillandi skúrkur bókmenntasögunnar Lolita hefur staðist tímans tönn, á fleiri hátt en einn. Ekki á þetta að- eins við um stílsnilld Nabokovs, sem er í senn klassísk og sjokkerandi og mun lifa svo lengi sem fólk heill- ast af orðum, eða allt þar til við snú- um aftur í hellana. Viðfangsefnið á einnig við á okkar óttaslegnu tím- um. Líklega er flestum í dag sama þó húsþjónar hans lesi um elskhuga lafði Chatterley, en Lolita hefur enn mátt til að stugga við. Enda er sögu- persóna hennar helsti vargur sam- tímans, sjálfur barnaníðingurinn. Og vel má vera að einhver ótt- ist að eyða 330 blaðsíðum í slíkum selskap, en á móti kemur að Hum- bert Humbert er einn mest heillandi skúrkur bókmenntasögunnar, hér er skálkasagan til að binda enda á þær allar. Kynferðisafbrot eru ekki óþekkt minni, síst af öllu í íslenskum sam- tímabókmenntum en fæstir eru svo hugrakkir að skoða söguna algerlega frá sjónarhóli brotamanns og nánast neyða mann, með skrúðmælgi sinni, til að hafa samúð með honum. En ekki heldur er lesandanum sleppt svo auðveldlega, því í bakgrunnin- um situr Lolita og snöktir. Bandaríkin glata sakleysinu Í dag skal öllu tekið bókstaflega og með hneykslunartón, en Lolita gengur ekki síður upp sem allegóría. Nabokov flúði rússnesku byltinguna og bjó í Cambridge, Berlín og París, nam franskar bókmenntir og skrif- aði á bæði rússnesku og ensku. Er hann því samevrópskur í húð og hár, löngu áður en stál- og kol bandalag- ið var fundið upp. Árið 1940, þegar heimaálfan var upptekin við að fremja sjálfsmorð eina ferðina enn, flutti hann til Bandaríkjanna. Og hinn nýi heimur er alls staðar í bak- grunni sögunnar ásamt hinu snökt- andi stúlkubarni. Sú var tíð, eins undarlega og það hljómar, að Bandaríkin þóttu saklaus við hlið hinnar siðspilltu Evrópu, sem þó var óþarflega ströng inn á milli. Í stúlknaskólanum þyk- ir Humbert í pabbahlutverki íhalds- samur meginlandsmaður sem leyfir dótturinni ekki að leika við hlið frjálsra amerískra ungmenna, enda Reagan þegar hér er komið sögu að- eins forseti félags kvikmyndaleikara. Ferðast er vítt og breytt um Banda- ríkin fram og aftur á gullöld bílsins og margt er reynt til að leiða huga Lolitu frá misnotkuninni. Táningur- inn er hér að verða til bæði sem neytandi og neysluvara, og margt sem Humbert leiðist gleður Lolitu, svo sem kvikmyndastjörnur og tyggjógúmmí, og jafnvel fjandmað- urinn deyr blásandi blóðugri kúlu. „Lolita, ljós lífs míns, eldur klofs míns.“ Nabokov flúði til hins hlutlausa Sviss um leið og hann komast á eftirlaun, en skilur eftir sig minnisvarða þenn- an um vegi Ameríku. Kannski tókst nýju álfunni, eins og Lolitu litlu, aldrei fyllilega að verða fullorðin. Rænd æsku sinni þegar hún tók þátt í hryllingi seinni heimsstyrjald- ar, bæði sem þolandi og gerandi, er Ameríka enn föst í táningsdraum- um á meðan hún fremur hvert voða- verkið á fætur öðru, frá Víetnam og fram á okkar daga. Jafnvel hinn daufi Charlie Holmes, sem fyrstur manna tók meydóm Lolitu, er drepinn í Kóreu. Því er rétt að rifja upp kynn- in nú, þegar Lolita er að nálgast ní- rætt (og bókin sjálf rétt um sjötugt), og tekið er að kvölda í þessari miklu álfu sakleysisins. En hvernig tekst svo upp á okk- ar forna og þungt skattlagða máli? Það er vissulega hetjudáð að ráð- ast í texta þennan, enginn hefur áður þorað og strax í fyrstu setn- ingu kemur í ljós hvers vegna. Humbert Humbert byrjar að tala um klof, galdur alþjóðlega gáfu- mannsins er rofinn og við erum stödd í klunnalegu kommenta- kerfi hins alþýðuvædda víkinga- máls. Ekki svo að skilja að Árni Ósk- ars hefði endilega getað gert betur, verk hans er óvinnandi. Enda sýn- ir hinn margtyngdi Nabokov fram á að töfrar sögu felast fyrst og fremst í málinu. En sagan er eigi að síður þess virði að rifja upp, og skugginn af snilld Nabokovs ornar betur en margt bálið í hellinum. n Töfrarnir felast í tungumálinu Lolita eftir Vladmir Nabokov, eitt af stórverkum heimsbókmenntanna, loksins á íslensku Lolita Höfundur: Vladimir Nabokov Þýðandi: Árni Óskarsson Eftirmáli: Hallgrímur Helgason Útgefandi: Dimma Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Dómur „Það er vissu- lega hetjudáð að ráðast í texta þennan, enginn hefur áður þorað og strax í fyrstu setningu kemur í ljós hvers vegna. Nabokov Lolita, eftir rússnesk-ameríska rithöfundinn Vladimir Nabokov, er ein mikilvægasta skáldsaga 20. aldarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.