Þjóðmál - 01.12.2008, Blaðsíða 93

Þjóðmál - 01.12.2008, Blaðsíða 93
 Þjóðmál VETUR 2008 91 sólarorka eina endurnýjanlega orkulindin sem getur staðið undir orkuþörf mannkynsins til ótakmarkaðrar framtíðar . Hún gæti tekið við þegar kolin þrjóta . Með henni yrði framleitt vetni og hluti þess notaður til að framleiða rafmagn . Rafmagn er ekki hægt að geyma í neinum mæli sem máli skiptir, en vetni er geymanlegt . Af praktískum ástæðum færi slík vetnisvinnsla með sólarorku aðallega fram um miðbik jarðar, á hafi og á landi þar sem vatn er að fá . Sú hugmynd höfundar að framleiða vetni á Íslandi með rafgreiningu með raforku úr vatnsorku og jarðhita sem komi alfarið í stað innfluttrar olíu ber að mínu mati vott um undarlegar hugmyndir um sjálfsþurftarbúskap í orkumálum . Sjálfsþurftar búskapur var ráðandi í heiminum meðan samgöngur voru á hestum og hestvögn um á landi og með seglskipum á sjó . Þá voru flutningar bæði dýrir og ótryggir . Þetta gjörbreyttist með gufuvélinni sem gerði mögulegar samgöngur á landi með járnbraut um og með gufuskipum á sjó . Í framhaldi af því leysti markaðsbúskapur sjálfsþurftarbúskap af hólmi að heita má um allan heim . En markaðsbú- skap ur gengur út á að hver vara sé framleidd þar sem ódýrast er að framleiða hana en síðan skiptist menn á vörum . Það útheimtir greiða og ódýra vöruflutninga milli landa; skilyrði sem nú á dögum eru fyrir hendi . Við gætum framl eitt kaffi á Íslandi í gróðurhúsum . En það er mun ódýr ara að kaupa það frá Brasilíu . Ég er sammála höfundi um að við munum í framtíðinni nota vetni á Íslandi í stað innfluttr ar olíu . En það vetni verður innflutt . Ekki af því að við getum ekki framleitt það á Íslandi, heldur af því að það verður ódýrara að flytja það inn . Við framleiddum vetni á Íslandi í 50 ár en hættum því af því að það var ódýrara að flytja það inn (í formi ammóníaks) . Það verður hagkvæmara að flytja inn vetni og flytja í staðinn út raforku í formi afurða eins og áls, gagna úr gagnabönkum, álþynna í rafþétta, kísilflagna í sólarrafala og þess háttar afurða . Framleiðsla á þessum afurð- um getur greitt meira fyrir raforkuna en vetnis- framleiðsla með rafgreiningu . Þessar og fleiri svipaðar hugmyndir höfund ar eiga líklega rót sína í því að hann er eðlisfræðing- ur en ekki verkfræðingur . Verkfræðingur verður að vera vel að sér í eðlisfræði en það er ekki nóg . Hann verður líka að hafa í huga hvað hlutirnir kosta . Höfundur segir á bls . 204: „Þar sem nóg framboð er af raforku kann að verða hagkvæmt að rafgreina, þjappa og geyma vetnið á áfyll- ingarstöðvunum, sem bæði sparar flutning og dregur úr óumflýjanlegum leka .“ Hér gleymist að það er ekki nóg að nægi legt framboð sé af raforku til að þetta sé raun hæf hugmynd . Verðið á henni verður að vera þannig að þetta borgi sig . Þetta verð fer eftir því hvað aðrir eru reiðubúnir til að borga fyrir raforkuna . Raforkuvinnsla er nú orðin sam keppn is at vinnu- grein í flestum vestræn um löndum, þar sem raf- orkan er seld hæst bjóð anda . Áburðarverksmiðjan í Gufunesi framleiddi lengi vel vetni með rafgreiningu . Rafmagns- verðið var talsvert lægra en til þáverandi ÍSAL í Straumsvík, sem þótti nú ekki hátt . Þar kom að vetnisvinnslu í Gufunesi var hætt vegna þess að ódýrara var að flytja ammoníakið sem vetnið var notað í inn frá útlöndum . Höfundur á mikið hrós skilið fyrir dugnað sinn . Ritun bókarinnar hefur kostað mikla fyrirhöfn með ferðalögum víða um heim . Sú fyrirhöfn hefur komið sem viðbót við starf hans sem prófessor við Háskóla Íslands . Klappstýra útrásarinnar Guðjón Friðriksson: Saga af forseta – Forsetatíð Ólafs Ragnars Grímssonar: Útrás, athafnir, átök og einkamál, Mál og menning, Reykjavík 2008, 608 bls . Eftir Þórdísi Bachmann Ólafur Ragnar Grímsson hefur nú setið að Bessastöðum í tólf ár . Guðjón Friðriksson sagnfræðingur hefur, með fjárhagslegum stuðn- ingi útrásarbankanna sálugu, greint þennan tólf ára feril . Guðjón er þrautreyndur og snjall ævi sagnaritari, hefur ritað ævisögur manna á borð við Jónas frá Hriflu, Einar Benediktsson, Hannes Hafstein og Jón Sigurðsson, en Saga af forseta er frábrugðin fyrri bókum hans því hér er ekki um ævisögu að ræða, heldur frásögn af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.