Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Blaðsíða 80

Þjóðmál - 01.06.2009, Blaðsíða 80
78 Þjóðmál SUmAR 2009 Hvað á að gera þegar maður snýr að lokum aftur heim að nálgast fertugt, staurblankur, atvinnulaus og fráskilinn, án þess að hafa fengið nokkuð sem heitið getur gefið út og manns nánustu ýmist elliærir eða dauðir? Maður byrjar að skrifa . Og smám saman finnur maður aftur sjálfan sig og fer að yrkja ljóð og mála myndir í tungumálið af þessum gömlu íslensku innflytjendum, frændum og frænkum, sem mann fram af manni geymdu heimalandið í hjartastað, þótt örlögin hefðu sent þau forsendingu í þetta framandlega pláss á sléttunni í miðpunkti Ameríku þar sem er jafnlangt en svo óralangt til beggja stranda . Svona byrjaði rithöfundarferill bills Holm sem var mestur rithöfundur íslenskur á enska tungu um okkar daga . bill var ljóð skáld ið sem skrifaði svo magnaðan prósa að hann vakti hina dauðu til lífsins . Mannlífslýs ingar dregnar fáum sterkum dráttum vekja til lífsins persónur sem gætu borið uppi nýjar Íslendingasögur . Sagan af konunni sem ól önn fyrir öllum hinum í þorpinu, hjúkraði hinum sjúku, annaðist hina öldruðu í einsemd þeirra og fóstraði ungviðið, sagan sú er af þessu taginu . Þegar hún svo féll frá eftir fórnfúst starf og langa ævi kom á daginn að þessi kona las heimsbókmenntir á fjórum eða fimm tungumálum og spilaði músík sem var ættuð úr konsertsölum heimsborganna og hafði aldrei heyrst í endalausri flatneskju lággróðursins á gresjunni . Eða sagan af smiðnum sem allt lék í hönd- un um á og stóð fyrir öllum mann virkjum í þorpinu og nærliggjandi byggð ar lögum en hvarf alltaf sporlaust þrjá mán uði á hverjum vetri og enginn vissi hvert hann fór . En þegar hann birtist aftur á braut arpallinum, nýstiginn út úr lestinni þá hafði hann í eftirdragi níðþunga kistu fulla af heimsbókmenntum sem héldu honum gangandi við smíðarnar þangað til hann lét sig hverfa á ný . Það var svo best varðveitta leyndarmálið í plássinu og varð ekki uppljóstrað fyrr en bæði voru horfin á vit forfeðranna að þau tvö höfðu löngum skipst á bréfum sem voru bókmenntir út af fyrir sig . En ef leiðir þeirra lágu saman á götu lyfti hann hattinum kurteislega og hún gaf honum kannski auga á laun . Annað og meira var það nú ekki hversdagslega . Skáldskapur bills, ljóð, smásögur, skáld- sögur, esseyjur, ádrepur, gagnrýni, hug vekj- ur – allt bar þetta höfundareinkenni hans . Hann var harður á ytra borði en fun heitur hið innra . Sumsé eldur og ís . Það gátu brotist út meiriháttar eldgos og háskalegar jarðhræringar . Inn á milli lúrði eldfjallið og þóttist vera hættulaust . Og þá greri allt upp í idylliskri rómantík . Kannski áttuðum við okkur aldrei á því til fulls hvað tónlistin var djúpur undirtónn í lífi hans og list . Hvar sem hann fór voru gömlu meistararnir alltaf við höndina . bach var honum sálufélagi . Kannski var hann líka undirtónninn í þessum skáldlega prósa . jón baldvin og bryndís bill Holm kvaddur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.