Þjóðmál - 01.12.2009, Blaðsíða 21

Þjóðmál - 01.12.2009, Blaðsíða 21
 Þjóðmál vetur 2009 19 Ínýútkominni bók, The Death of Conserva­tiv ism rekur höfundurinn, Sam Tanenhaus, ágrip af sögu Repúblikanaflokksins í Banda­ ríkj unum frá því fyrir miðja síðustu öld og til okkar daga og reynir um leið að greina stefnu flokksins . Þetta er stutt bók, aðeins 120 síður, svo höfundur stiklar á stóru í ferð sinni um sög­ una . Efnisatriðin sem hann tæpir á eru valin til að styðja kenningu og boðskap bókarinnar, sem er á þá leið að flokkur repúblikana sé í alvarlegri kreppu, hafi glatað trúverðugleika sínum sem íhaldsflokkur og eiginleg íhalds­ stefna í bandarískri pólitík sé liðin undir lok . Tanenhaus fylgir bandarískri málvenju og kallar hægri menn „conservatives“ sem oftast er þýtt með orðinu „íhaldsmenn“ og vinstri menn kallar hann „liberals“ eða „frjálslynda .“ Þessi orðanotkun er föst í máli manna vestan­ hafs þótt flestir geri sér grein fyrir að hægri menn, sem skipa sér í flokk repúblikana, séu mjög misjafnlega íhaldssamir og fjöldi vinstri manna í Demókrataflokknum sé ekkert sérlega frjálslyndur . Bæði orðin eru því tvíræð á þann hátt að þau geta annars vegar átt við fylgismenn stóru flokkanna og hins vegar þá sem hafa íhaldssamar eða frjálslyndar skoðanir hvar í flokki sem þeir standa . Rök Tanenhaus, fyrir því að íhaldsmenn í Bandaríkjunum séu búnir að vera, snúast að mestu leyti um að sýna fram á að þeir sem aðhyllast réttnefnda íhaldspólitík hafi orðið undir í eigin flokki: Íhaldið (þ .e . Repú blik­ ana flokkurinn) sé ekki lengur raunverulegt íhald . Höfundur bendir á ýmis atriði úr sögu síðustu ára sem styðja málflutning hans . Aftur á móti veikir það rökfærsluna að hann skýrir alls ekki nógu vel hvað það merkir að vera íhaldssamur . Það er þó hægt að átta sig nokkurn veginn á hvað hann er að fara, því hann kallar þá sanna íhaldsmenn sem eru arftakar þriggja enskra stjórnvitringa . Þessir þremenningar eru Edmund Burke (1729–1797), Benjamin Disraeli (1804–1881) og Michael Joseph Oakeshott (1901–1990) . Lesendur sem eru kunnugir sögu stjórnmálahugsunar á seinni öldum vita nokkurn veginn hvað þessir þre­ menn ingar standa fyrir og þar með hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að vera sannur íhalds maður að mati Tanenhaus . Sem andstæðu þessara sönnu íhalds manna, sem kváðu vera nær horfnir úr Repúblikana­ flokknum, stillir hann upp hægri mönnun sem hann kallar einu nafni „movement con­ servatives .“ Það sem þeir eiga sammerkt, sam kvæmt bókinni, er virðingarleysi fyrir ýms um rótgrónum samfélagstofnunum, ein­ streng ingsleg hugmyndafræði og öfgafull áform um að færa Bandaríkin, með brauki Atli Harðarson Hvað felst í því að vera hægrisinnaður?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.