Þjóðmál - 01.12.2009, Blaðsíða 24

Þjóðmál - 01.12.2009, Blaðsíða 24
22 Þjóðmál vetur 2009 Þegar ég var unglingsstúlka var ég send sumarlangt til ættingja minna við Winni peg vatn í Manitoba . Síðar á ævinni átti ég eftir að koma oft á þessar slóðir, jafnvel upp lifa Íslendingadaginn í Gimli, dansa fram á nótt og spranga um í upphlut ömmu minnar . Það er því svolítið merkilegt að vera komin aftur á þessar slóðir og ferðast í huganum til sömu staða með Christinu Sunley, höfundi bókarinnar Freyjuginning, sem kom út á þessu ári og hefur vakið mikla athygli vestan hafs . Christina, rétt eins og ég, átti skyldfólk, sem settist að við bakka vatnsins og reyndi að draga fram lífið við harðan kost . Margt af mínu fólki iðraðist þess alla tíð að hafa yfirgefið gamla landið, hafði jafnvel samviskubit yfir að hafa hlaupist undan skyldum sínum, eins og einhver orðaði það . Íslendingar beggja vegna Atlantshafsins gátu aldrei fyrirgefið . Og enn, öllum þessum árum síðar, er þessi hugsun ofarlega í hugum fólks . Christina glímir við hana í þessari bók . Hún er þriðja kynslóð Íslendinga í Kanada, hefur glatað málinu og finnur lítið til skyldleika með íslensku þjóðinni . Þetta er ekki bara venjuleg örlagasaga tveggja systra í henni Ameríku . Þetta er saga þeirra kynslóða Íslendinga, sem flúðu land sitt í lok nítjándu aldar og settust að á sléttum Manitoba í Kanada . Og áttu aldrei afturkvæmt . Þetta er bók um ferðalanga í framandi umhverfi í leit að uppruna sínum . Þeir eru með söguna á bakinu, goðs­ öguættjörðina, Ísland hugans og hjartans . Þeir eru afkomendur landnemanna og „það er ekki hægt að eiga nema eina móður og eitt móðurland“ . Freyja er alin upp í dæmigerðu amerísku úthverfi, en á hverju sumri fer hún ásamt móður sinni til Gimli, sem er lítið íslenskt þorp við Winnipegvatn, og dvelst á heimili ömmu sinnar . Afi Freyju er látinn, en hafði verið höfuðskáld Vesturfaranna, vinsæll og mikils metinn . Á heimili ömmu lifir fólkið í minningunni um gamla landið . Það talar íslensku, fer með skáldskap . Sæmundur fróði, Auður djúpúðga og Egill Skallagrímsson eru heimilisvinir . Fólkið vitnar stöðugt í fornkappana og jafnvel hin heiðnu goð . Freyja sogast inn í framandi Í tilefni útkomu bókarinnar Freyjuginning eftir Christinu Sunley Bryndís Schram Í leit að sjálfri sér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.