Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2010, Blaðsíða 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2010, Blaðsíða 10
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 86. árg. 20106 Arna Skúladóttir, Elísabet Konráðsdóttir og Auðna Ágústsdóttir, arnasku@landspitali.is SPURNINGALISTI TIL AÐ META VIÐHORF FAGFÓLKS TIL FJÖLSKYLDUHJÚKRUNAR Í þessari grein verður fjallað um spurningalista sem er notaður til að kanna viðhorf hjúkrunarfræðinga til fjölskylduhjúkrunar. Rakin verður þróun spurningalistans í Svíþjóð, kynni íslenskra hjúkrunarfræðinga af listanum og reynsla þeirra við að þýða, staðfæra og nota listann á Landspítala. Sagan hófst 2005 þegar þrír hjúkrunarfræðingar af barnasviði Landspítalans fóru á alþjóðlega ráðstefnu um fjölskylduhjúkrun. Á ráðstefnunni kynnti hópur hjúkrunarfræðinga frá Svíþjóð vinnu sína við fjölskylduhjúkrun og heilluðust Íslendingarnir af því sem þeir höfðu fram að færa. Sérlega aðlaðandi var túlkun þeirra á að heilbrigðiskerfið, ekki síður en barnið, þurfi á fjölskyldu barnsins að halda. Sænsku hjúkrunarfræðingarnir kynntu á ráðstefnunni niðurstöður úr rannsókn á spurningalista til að meta viðhorf starfsmanna en viðhorf eru talin hafa mikil áhrif á það hvernig starfsmenn sinna fjölskyldum skjólstæðinga sinna. Spurningalistinn var gerður af hjúkrunarfræðingunum og nefndur „Families’ Importance in Nursing Care – Nurses Attitudes“ (hér eftir FINC­NA). Gerð spurningalistans í Svíþjóð var vönduð og spratt upp af þörf höfunda fyrir tæki til að meta viðhorf til fjölskylduhjúkrunar óháð starfsvettvangi. Fyrri matstæki höfðu verið notuð til að kanna viðhorf til fjölskylduhjúkrunar við tilteknar aðstæður, svo sem gjörgæslu, líknandi meðferð eða á slysadeild. Höfundarnir byggðu spurningarnar fyrst á ýtarlegri lesefnisleit. Við það varð til spurningalisti með yfir hundrað spurningum. Eftir yfirferð rannsakenda í tveimur umræðuhópum og þremur mismunandi hópum hjúkrunarfræðinga í klíník, í doktorsnámi og í hjúkrunarfræðideild háskóla fækkaði spurningum og svarmöguleikum var breytt. Einnig bættust við spurningar um bakgrunn svarenda (Benzein o.fl., 2008a). Eftir þessa vinnu við uppbyggingu og gerð spurningalistans var hann sendur til tæplega þúsund hjúkrunarfræðinga í Svíþjóð sem könnun á viðhorfi til fjölskylduhjúkrunar. Nothæf svör Fjöldi hjúkrunarfræðinga á Landspítala hefur verið spurður um viðhorf til fjölskylduhjúkrunar. Dr. Auðna Ágústsdóttir er verkefna­ stjóri á mennta­ og starfs þróunardeild á Landspítala. Elísabet Konráðsdóttir er verkefna stjóri fyrir innleiðingu fjölskylduhjúkrunar og hjúkrunar fræðingur á Barnaspítala Hringsins. Arna Skúladóttir er klínískur sér­ fræðingur í hjúkrun á Barnaspítala Hringsins á Landspítala. Með hreinlæti er hægt að hafa mikil áhrif á það hvort sjúkdómar dreifist milli fólks. DÚX hreinlætisvörurnar frá Mjöll Frigg eru áhrifaríkar en mildar og fara vel með húð og hendur. DÚX hreinlætisvörurnar hafa verið notaðar á sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum árum saman og reynst vel. DÚX vörulínan fæst einnig í minni einingum sem henta vel til notkunar á heimilum. DÚX sótthreinsar, mýkir, verndar og græðir. GÖNGUM HREIN TIL VERKS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.