Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Blaðsíða 22

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Blaðsíða 22
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 86. árg. 201018 Sigurður Bogi Sævarsson, sigbogi@simnet.is SÁLRÆNT AÐ SIGRA TINDINN segir fjallgöngukonan Bára Agnes Ketilsdóttir hjá Gallerí Heilsu Eftir að hafa starfað í mörg ár á slysadeild Landspítalans í Fossvogi ákvað Bára að róa á ný mið. Hún nam mannauðsstjórnun við Háskóla Íslands og reyndi síðan fyrir sér á öðrum starfsvettvangi. En fyrr en varði hafði hún látið gamlan draum rætast um fjallgönguklúbb þar sem „safna“ skyldi fjöllum Íslands. Bára og eiginmaður hennar, Örn Gunnarsson, stofnuðu í maí 2007 sitt eigið fyrirtæki, Gallerí Heilsu ehf., þar sem fjallgönguklúbburinn Toppfarar Á göngu í Dyngjufjöllum þar sem var gengið umhverfis Öskjuvatn. starfar en hann býður upp á skipulagðar ferðir upp um fjöll og firnindi allt árið um kring. Fyrirtækið rekur Bára jafnhliða því sem hún starfar sem hjúkrunarfræðingur á Kleppsspítala. „Samanlagt er hópurinn um það bil hundrað manns og nú er biðlisti í klúbbinn,“ segir Bára sem er lærður einka­ þjálfari ásamt manni sínum og hafa þau lengi lagt stund á langhlaup til þess að halda sér í góðu formi. „Útihlaupin hafa kennt manni að það er sjaldnast slæmt veður og alltaf hægt að fara út og hreyfa sig á hvaða árstíma sem er. Náttúran er tilvalinn vettvangur til líkamsræktar.“ 84 fjöll í ár Bára og Örn leggja áherslu á að fara aldrei á fjöll með sitt fólk nema hafa sjálf kannað allar aðstæður í þaula. „Við þurfum ekki tæki og tól í líkamsræktarstöðvum til að halda okkur í góðu líkamlegu formi. Útivera og ferðir upp um fjöll og firnindi eru heilnæmari, hreina loftið og að vera úti í náttúrunni gerir okkur gott. Margir fara á stöðvarnar meðal annars til að þjálfa læri og kálfa en ég tel hreyfingu úti við og þar á meðal fjallgöngur í raun heilbrigðari þjálfun fyrir þessa vöðva eins og svo margt annað. Fyrir utan hvað félagsskapurinn er góður,“ segir Bára Agnes Ketilsdóttir hjúkrunarfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.