Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Blaðsíða 28

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Blaðsíða 28
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 86. árg. 201024 Brynja Laxdal, brynlax@internet.is ÞURFUM VIÐ AÐ HUGSA FORVARNAÞJÓNUSTU LÍFSSTÍLSSJÚKDÓMA UPP Á NÝTT? Heilsugæslustöðvar eru þjónustu­ og þekkingarfyrirtæki sem standa frammi fyrir miklum niðurskurði. Með því að efla forvarnaþjónustu heilsugæslunnar er hægt að fækka ótímabærum sjúkdómum, minnka lyfjanotkun og fækka innlögnum á sjúkrahús og meðferðarstofnanir. Til að þetta sé unnt þarf aukinn skilning stjórnvalda á mikilvægi grunnþjónustu og efla þarf samstarf heilbrigðisstarfsfólks og almennings um leiðir til úrbóta. Það er mikið talað um hvað heilbrigðisþjónustan á Íslandi sé dýr en að sama skapi gleymist að ræða þann virðisauka sem hún skapar eins og meiri lífsgæði samfélagsþegna og þekkingarsköpun starfsmanna. Hag­ fræðingar hafa reiknað út að andstætt rekstrarafkomu flestra fyrirtækja, sem hagnast á tækninýjungum, aukast útgjöld heilbrigðistofnana með nýjum tækjabúnaði og lyfjum. Á hinn bóginn bætast við valmöguleikar og meðferðarúrræði fyrir landsmenn. Stjórnun og stefnumótun í heilbrigðisgeiranum ræðst talsvert af pólitískum áhrifum og er nokkuð háð fjárlögum ólíkt fyrirtækjum á opnum markaði. Niðurskurður undanfarinna missera hefur verið óumflýjanlegur og vitaskuld þurfa heilbrigðisstofnanir að hagræða í rekstri rétt eins og aðrar skipulagsheildir. Hér er áhugavert að geta þess að raunvísindalegar rannsóknir hafa sýnt að fyrirtæki, sem leggja megin­ áherslu á að hagræða með því að fjölga tekjustofnum, vegnar almennt betur en þeim sem einblína eingöngu á niðurskurð (Rust, Moorman og Dickson, 2002). Með þá vitneskju í huga er kannski ekki svo fráleitt að selja ráðgjafaþjónustu á sviði forvarna eða vinnuverndar á heilsugæslustöðvum, þjónustu sem margir borga fyrir úti í bæ. Aðrar hliðar hagræðingar felast í skipulagi innviða, til dæmis við að stjórna þjónustu og ferlum og í gegnum mannauð, svo sem með tilfærslu ábyrgðar eða valds. Einnig má fá viðskiptavini til að taka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.