Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Blaðsíða 52

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Blaðsíða 52
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 86. árg. 201048 Útdráttur Góð verkjameðferð er mikilvæg fyrir skjótan og góðan bata sjúklinga. Framfarir hafa orðið á síðustu árum í verkjameðferð skurðsjúklinga en íslenskar og erlendar rannsóknir á reynslu þeirra sýna þó að sjúklingar hafa talsverða verki eftir skurðaðgerð. Markmið þessarar lýsandi þversniðskönnunar var að kanna hve algengir og miklir verkir eru hjá sjúklingum fyrir og eftir aðgerð; samband verkja við daglegar athafnir, líðan sjúklinga og samskipti við aðra; mat þeirra á fræðslu um verki og verkjameðferð; viðhorf sjúklinga til verkja og verkjalyfja; ánægju sjúklinga með verkjameðferð og væntingar sjúklinga til verkjameðferðar eftir aðgerð. Úrtak rannsóknarinnar voru 216 sjúklingar sem gengust undir skurðaðgerð á Landspítala í febrúar 2006. Gagna var aflað með spurningalista byggðum á spurningalista bandarísku verkjasamtakanna og með viðbótarspurningum frá höfundum. Spurt var um bæði styrk verkja og áhrif verkjanna með notkun tölukvarða. Spurningalistinn var afhentur sjúklingum að kvöldi aðgerðardags eða daginn eftir aðgerð. Meirihluti sjúklinganna (61,6%) gerði ráð fyrir því að hafa verki eftir aðgerð að meðalstyrk 5,4. Mikill meirihluti sjúklinga (80,8%) hafði haft verki síðastliðinn sólarhring þegar spurningalista var svarað. Meðaltalsstyrkur verkja var að jafnaði 4,0 og meðaltalsstyrkur versta verkjar 5,9. Konur og yngri sjúklingar greindu frá verri verkjum en karlar og eldri sjúklingar. 90,7% þátttakenda voru ánægðir eða mjög ánægðir með verkjameðferð. Upplýsingar um verki eftir skurðaðgerð fengu 76,3% sjúklinga og um mikilvægi verkjameðferðar 50,5%. Sjúklingar, sem voru með verki fyrir aðgerð, gerðu ráð fyrir meiri verkjum eftir aðgerð, greindu frá verri verkjum eftir aðgerð og höfðu neikvæðari viðhorf til verkja og verkjalyfja. Niðurstöðurnar benda eindregið til þess að ástæða sé til að bæta verkjameðferð skurðsjúklinga og fræðslu um verki og verkjameðferð. Lykilorð: Verkir, verkjameðferð, skurðsjúklingar, sjúklingafræðsla. INNGANGUR Verkir sjúklinga eru viðfangsefni sem heilbrigðisstarfsfólk þarf oft að takast á við. Verkir eftir skurðaðgerð eru hluti af reynslu skurðsjúklinga og er góð verkjameðferð mikilvægur þáttur í bataferlinu (Haljamäe og Warrén Stomberg, 2003). Þó að framfarir hafi orðið á síðustu árum í verkjameðferð hjá skurðsjúklingum sýna íslenskar og erlendar rannsóknir að þeir eru með talsverða verki og að hjúkrun þeirra getur verið erfið og flókin (Apfelbaum o.fl., 2003; Chung og Lui, 2003; Herdís Sveinsdóttir og Anna Gyða Gunnlaugsdóttir, Lára Borg Ásmundsdóttir, Landspítala Anna Gyða Gunnlaugsdóttir, Landspítala Herdís Sveinsdóttir, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands MAT SKURÐSJÚKLINGA Á VERKJUM OG VERKJAMEÐFERÐ ENGLISH SUMMARY Asmundsdottir, L.B., Gunnlaugsdottir, A.G., and Sveinsdottir, H. The Icelandic Journal of Nursing (2010), 86 (2), 48-56 Surgical patients´ assessment of their pain and pain management Good pain management is important for patients’ successful recovery. In recent years progress has been made in postoperative pain management. However, studies of patients’ experiences indicate that they have considerable pain after surgery. The objective of this descriptive cross­sectional study is to explore the incidence and intensity of pain experienced by patients before and after surgery, the relationship of patients’ pain to their daily activities, their wellbeing and interactions with other people after surgery, patients’ assessment of education received on pain and pain management, patients’ attitudes towards pain and pain management, patients’ satisfaction with their pain management and their expectations towards postoperative pain experience. The sample included 216 patients who had surgery at Landspitali University Hospital, Iceland, in February 2006. Data were gathered using a questionnaire from the American Pain Society and with additional questions from authors. Patients were asked about the effects of pain and to define the intensity of their pain on a scale from 0 to 10 under various conditions. The questionnaire was delivered to the patients on the evening of the day of surgery, or the following day. The majority of patients (61.6%) expected pain after surgery with the average score of expected pain being 5.4. The majority of the patients (80.8%) had experienced pain during the past 24 hours when the questionnaire was administered. The average score of pain over the previous 24 hours was 4.0 and average score of worst pain was 5.9. Women and younger patients reported greater intensity of pain than men and older patients. Most patients (90.7%) were satisfied or very satisfied with the pain management they received. The majority of them had received information on pain after surgery (76.3%) and about the importance of pain management (50.5%). Patients who experienced pain before surgery, expected greater intensity and experienced higher intensity of pain after surgery, and showed negative attitudes to pain and pain medication. The findings of the study indicate that there is a need to improve pain management among surgical patients and their education on pain and pain management. Key words: Pain, pain management, surgical patients, patient education. Correspondance: laraborg@centrum.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.