Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Blaðsíða 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2011, Blaðsíða 10
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 87. árg. 20116 Júlíana Sigurveig Guðjónsdóttir, Anna Birna Jensdóttir, Guðrún Björg Guðmundsdóttir og Marta Jónsdóttir, sigurveig@soltun.is VERKIR OG VERKJAMEÐFERÐ Á SÓLTÚNI Hjúkrunarfræðingar á Sóltúni hafa áður birt í tímaritinu greinar þar sem niðurstöður úr RAI­mati eru notaðar til þess að lýsa árangri af starfi þeirra. Hér er fjallað um hvernig verkir eru greindir hjá íbúum hjúkrunarheimilisins og verkjameðferð veitt. Markmið þessarar greinar er að skýra frá árangri af notkun verkjaplástra á hjúkrunarheimilinu Sóltúni og hvernig það skilaði sér í betri líðan íbúa samkvæmt RAI­ matstækinu. Bornar voru saman mælingar á verkjakvarða á árunum 2006­2010. Haustið 2006 kom á markaðinn ópíóíða­ verkjaplástur sem linar betur verki en parasetamól eitt og sér. Í október sama ár var farið að nota plásturinn samkvæmt fyrirmælum læknis með jákvæðum árangri. Plásturinn hentar breiðari sjúklingahópi með langvarandi verki og hefur notkun hans aukist talsvert vegna góðrar verkunar. Margs konar verkjameðferð hefur verið notuð á hjúkrunarheimilinu samhliða lyfjum. Má þar nefna sjúkraþjálfun og sjúkranudd, slökun, athyglisdreifingu, hita­ og leirmeðferð, bakstra, hljóðbylgju­ meðferð, fræðslu og svo framvegis. Með tilkomu verkjaplástursins sást að verkjameðferð batnaði marktækt milli ára. Verkjamat Verkir eru flókin fyrirbæri og þá þarf að túlka fyrir hvern einstakling. Verkjamat hefst ávallt á því að íbúinn lýsir sjálfur verkjum sínum og hversu vel hann þolir þá. Þjáist viðkomandi af heilabilun getur fagfólk þurft að meta verki og sjá til þess að þeir séu linaðir. Fagfólk hefur öðlast skilning á þöglum vísbendingum og hegðun sem gæti bent til vanlíðunar hjá fólki sem þjáist af heilabilun (Lane o.fl., 2003). Bandaríska öldrunarlækningafélagið (The American Geriatrics Society) mælir með því að fylgst sé með hegðun við verkjamat þeirra sem þjást af heilabilun. Verkjavísbendingum er skipt í sex flokka. Þeir eru: • svipbrigði • raddbeiting • líkamshreyfingar • breytingar á samskiptum við aðra • breytingar á athöfnum eða venjum • skapgerðarbreytingar. Margir verkjakvarðar hafa verið búnir til, svo sem PACSLAC (pain assessment checklist for seniors with limited ability to communicate) og PAINAD (the pain
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.