Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Blaðsíða 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2010, Blaðsíða 10
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 3. tbl. 86. árg. 20106 Helga Bragadóttir, Hlín Árnadóttir og Bryndís Bjarnadóttir, helgabra@hi.is LYFJAMISTÖK HJÚKRUNARFRÆÐINGA Á SJÚKRAHÚSUM Lyfjamistök hjúkrunarfræðinga á sjúkrahúsum eru tíð. Hér er vakin athygli hjúkrunarfræðinga og annarra í heilbrigðiskerfinu á eðli lyfjamistaka og hvernig megi draga úr tíðni þeirra. Árið 2000 kom út í Bandaríkjunum skýrsla Heilbrigðisstofnunarinnar þar (Institute of Medicine), To err is human (Pham o.fl., 2008). Skýrslan fjallar um öryggi og gæði í heilbrigðisþjónustu og þá staðreynd að mistök eru mannleg, einnig í heilbrigðisþjónustu. Skýrslan er talin hafa haft mikil áhrif víða um heim því áður en hún var birt voru fáir utan sjúkrahúsa sem gerðu sér grein fyrir hve algeng og alvarleg mistök geta verið í heilbrigðisþjónustunni, þar með talið lyfjamistök. Birting skýrslunnar jók skilning heilbrigðisstarfsfólks sem og almennings á tíðni lyfjamistaka en í henni er áætlað að um 7.000 manns deyi árlega í Bandaríkjunum af völdum lyfjamistaka. Lyfjaferlið er flókið ferli sem margir aðilar standa að. Lyfjamistök geta orðið á mörgum stöðum í ferlinu en talið er að flest þeirra eigi sér stað í umsjá hjúkrunarfræðinga. Fleiri skýrslur um öryggi og gæði í heilbrigðisþjónustu Bandaríkjanna fylgdu í kjölfar þeirrar fyrstu (sjá skýrslur Institute of Medicine). Tilgangur þessarar samantektar er að vekja hjúkrunarfræðinga, aðra heilbrigðisstarfsmenn og stjórnendur í heilbrigðiskerfinu til meðvitundar um lyfjamistök á sjúkrahúsum og hvernig megi draga úr tíðni þeirra. Lyfjaumsýsluferlið Lyfjaumsýsluferlið er flókið ferli og geta mistök orðið á mörgum stöðum innan þess. Löng leið er frá því að læknir ávísar lyfi þar til sjúklingur finnur fyrir verkun þess. Margir aðilar taka þátt í ferlinu og það eykur líkur á mistökum. Stór hluti lyfjaumsýslu og eftirlits er í höndum hjúkrunarfræðinga en lyfjaumsýslu má skipta í: undirbúning, tiltekt, gjöf og skráningu (Elganzouri o.fl., 2009). Við lyfja umsýslu fylgja hjúkrunarfræðingar reglunni um R­in 5 sem sjá má á mynd 1. Mistök í heilbrigðisþjónustu eru skil­ greind sem það að fylgja ekki réttu ferli eða fylgja röngu ferli til að ná settu marki. Mistök geta falið í sér vanrækslu (e. error of omission eða error of execution) eða framkvæmd (e. error of commission eða error of planning). Þegar um vanrækslu er að ræða er einhverju í ferlinu eða ferlinu öllu sleppt. Framvæmd mistök eiga sér stað þegar eitt eða fleira í ferlinu er rangt en öllum þáttum ferlisins fullnægt (Kohn o.fl., 2000). Finna má mismunandi skilgreiningar á lyfjamistökum en þær fela allar í sér að einn eða fleiri þættir fara úrskeiðis í lyfjaumsýsluferlinu og slíkt getur leitt til skaða sem hefði verið hægt að fyrirbyggja (Bates o.fl., 1995; Flynn o.fl., 2002). Lyfjamistök eiga sér oftast stað við lyfjafyrirmæli, eða í 11­29% tilvika, og lyfjaumsýslu, eða í 36­62% tilvika (Beyea o.fl., 2003; Miller o.fl., 2006; Pham o.fl., 2008). Lyfjaumsýsla hjúkrunarfræðinga er síðasta skrefið í lyfjaferlinu áður en sjúklingar fá lyfin. Þar af leiðandi eru minni líkur á að aðrir starfsmenn uppgötvi mistökin og stöðvi þau. Helga Bragadóttir er dósent við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og forstöðumaður fræðasviðs í hjúkrunarstjórnun við Háskóla Íslands og Landspítala. Hlín Árnadóttir er hjúkrunar­ fræðingur og nemi á 1. ári í ljósmóðurfræði. Bryndís Bjarnadóttir er hjúkrunar fræðingur á heila­, tauga­ og bæklunarskurðdeild B­6 á Landspítala. • Rétt lyf • Réttur tími • Réttur skammtur • Rétt gjafaleið • Réttur sjúklingur Mynd 1. R­in 5 við lyfjaumsýslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.