Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Blaðsíða 36

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Blaðsíða 36
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 86. árg. 201032 Elsa B. Friðfinnsdóttir, elsa@hjukrun.is MENNTUN HJÚKRUNARFRÆÐINGA Nýlega hefur farið af stað umræða um hvort hjúkrunarmenntun á Íslandi hafi breyst í takt við breytingar í heilbrigðisþjónustunni og samfélaginu. Áherslubreytingar í Evrópu gefa einnig tilefni til að fara yfir hjúkrunarmenntunina hér á landi en nánar verður fjallað um það í næstu tölublöðum tímaritsins. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, veltir hér upp nokkrum spurningum sem umræðan mun snúast um á næstu misserum. Eitt af markmiðunum í starfi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga starfsárið 2010–2011 er að félagið „eigi hlutdeild í stefnumörkun hjúkrunarnáms, á öllum stigum þess“. Í því skyni hefur menntamálanefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands og heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri verið endurvakin og haldið sinn fyrsta fund. Fjölmargar spurningar koma upp í hugann þegar menntun hjúkrunarfræðinga ber á góma. • Á menntun hjúkrunarfræðinga fyrst og fremst að taka mið af þörfum sam­ félagsins á hverjum tíma? • Miðast námið við þær miklu breytingar sem orðið hafa í íslenskri heilbrigðis­ þjónustu á undanförnum misserum? • Er námið of sjúkrahúsmiðað í ljósi áherslna stjórnvalda um eflingu heilsu­ gæslunnar, eflingu heima hjúkrunar og á fækkun sjúkrarúma? • Eru rök fyrir því að breyta skipu lagi námsins í líkingu við nám lífeinda­ fræðinga, kennara og fleiri fagstétta sem skipuleggja nú námið sem fimm ára nám sem lýkur með meistaragráðu?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.