Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Blaðsíða 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Blaðsíða 38
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 86. árg. 201034 Anna María Ólafsdóttir og Lilja Ásgeirsdóttir, annamo@landspitali.is FASTA FYRIR SKURÐAÐGERÐ „ekkert eftir miðnætti“ – gömul klisja Fasta er mikilvægur hluti af undirbúningsferli sjúklings fyrir skurðaðgerð og liður í að auka öryggi hans. Með föstu er átt við að sjúklingur neyti hvorki matar né drykkjar meðan á föstutímabili stendur. Notkun tyggigúmmís, brjóstsykurs og tóbaks er jafnframt bönnuð. Sú hefð að fasta frá miðnætti, aðfaranótt aðgerðardags, á sér langa sögu en árið 1946 fjallaði Mendelson um hve hættulegt bakflæði magainnihalds ofan í lungu getur verið. Í kjölfar þess var farið að styðjast við þá vinnureglu að aðgerðasjúklingar skyldu fasta frá miðnætti og var sú regla viðhöfð að minnsta kosti næstu 50 árin eða þar til ný þekking kom fram. Með nýrri þekkingu var sýnt fram á að langvarandi fasta er ekki nauðsynleg líkt og talið var en þrátt fyrir þá vitneskju hefur víða reynst erfitt að innleiða nýtt verklag um styttri og breytta föstu. Höfundar kynntu sér þetta efni í diplóma­ námi sínu og vakti það áhuga okkar vegna þess misræmis sem greinilega er á því vinnulagi sem tíðkaðist á okkar vinnustað og í fræðunum. Í þessari grein verður fjallað um vinnuleiðbeiningar varðandi föstu fyrir skurðaðgerð sem gefnar voru út árið 1999. Við segjum frá könnun á einni legudeild Landspítala Hringbraut og hvernig unnið hefur verið að því að breyta verklagi að frumkvæði hjúkrunarfræðinga með innleiðingu nýrra leiðbeininga um föstu sjúklinga fyrir skurðaðgerð. Fasta fyrir skurðaðgerðir Upphaf föstuleiðbeininga Mendelson byggðust á rannsókn hans á 44.016 konum sem fóru í keisaraskurð í svæfingu. Í ljós kom að ásvelging magainnihalds ofan í lungu varð hjá 66 konum eða hjá 0,15% þátttakenda. Í rannsókn sinni lýsti Mendelson því hversu hættulegt það getur verið að magainnihald berist ofan í lungu og í kjölfarið festist það í sessi að sjúklingar voru hafðir fastandi frá miðnætti aðfaranótt aðgerðardags ( Levy, 2006). Þessi regla var viðhöfð næstu 50 árin eða þar til Samtök bandarískra svæfingalækna, (ASA), gáfu árið 1999 út klínískar vinnuleiðbeiningar um föstu fyrir skurðaðgerðir. Þær byggðust á gagnreyndri þekkingu þar sem niðurstöður yfir 1.000 rannsókna sýndu fram á að fasta á tæra vökva þarf ekki að vera lengri en tvær klukkustundir. Mælt er með styttri föstu fyrir svæfingu en tíðkast hefur þar sem lágmarksfasta á tæran vökva (vatn, ávaxtadjús, kolvetnisdrykki, hreint te og svart kaffi) sé tvær klukkustundir, fasta á brjóstamjólk sé fjórar klukkustundir og sex klukkustundir fyrir þurrmjólk, kúamjólk og létta máltíð (t.d. te og ristað brauð). Sé um venjubundna eða þunga máltíð (t.d. steiktan og fituríkan mat) að ræða er ráðlagt að fasta í átta klukkustundir. Fullorðnir mega drekka allt að 150 ml af vatni með lyfjaforgjöf allt að einni klukkustund fyrir svæfingu og börn allt að 75 ml. Vinnuleiðbeiningarnar eiga bæði við um börn og fullorðna. Þær eru þó ekki ætlaðar konum í fæðingu, sjúklingum með kvilla sem áhrif hafa á magatæmingu eða sjúklingum sem á einhvern hátt hafa afbrigðilega loftvegi (ASA, 1999; Søreide o.fl., 2005; Søreide og Lungqvist, 2006). Talið hefur verið að með því að fasta frá miðnætti, aðfaranótt aðgerðardags, á bæði vökva og fasta fæðu sé stuðlað að betri magatæmingu og þar með auknu öryggi sjúklings í svæfingu. Ferli magatæmingar á fasta fæðu og vökva er hins vegar ekki það sama. Föst fæða er horfin úr maga fimm klukkustundum eftir inntöku en tær vökvi hverfur á innan við hálftíma. Tær vökvi, sem drukkinn er meira en tveimur klukkustundum fyrir svæfingu, ætti því að vera algerlega tæmdur úr maganum þegar að aðgerð kemur (Klemetti og Suominen, 2008; Levy, 2006; Maltby, 2006; Schreiner o.fl., 1990). Með inntöku tærra vökva, allt að tveimur klukkustundum fyrir aðgerð, er jafnvel stuðlað að aukinni magatæmingu því inntaka örvar magahreyfingar og þar með tæmingu magans. Fasta er einnig talin hafa víðtækari áhrif á líkamann en ýmsum óþægindum sem talin eru tengjast langvarandi föstu fyrir skurðaðgerð hefur verið lýst. Þau eru til að mynda höfuðverkur, þreyta, slappleiki, svimi og þorsti (Madsen o.fl., 1998; Castillo­ Zomora o.fl., 2005; Nicolson o.fl., 1992 og Schreiner o.fl., 1990). Það er því enginn ávinningur fyrir sjúkling að hann sé hafður fastandi lengur en vinnuleiðbeiningar ASA segja til um, þvert á móti getur langvarandi fasta leitt til margvíslegra lífeðlisfræðilegra einkenna sem valda sjúklingum verulegum óþægindum. Breyttar vinnuleiðbeiningar innleiddar Þrátt fyrir að gagnreynd þekking varðandi föstu fyrir skurðaðgerð sýni að langvarandi fasta er hvorki nauðsynleg né sjúklingnum til bóta hefur víða gengið erfiðlega að festa Tafla 1. Vinnuleiðbeiningar bandarískra svæfingalækna (ASA, 1999). Fasta Klst. Tær vökvi 2 Brjóstamjólk 4 Þurrmjólk, kúamjólk, létt máltíð 6 Þung máltíð 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.