Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2010, Blaðsíða 48

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2010, Blaðsíða 48
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 86. árg. 201044 Ingibjörg Þórhallsdóttir, ingalo@virk.is VINNAN SKAPAR MANNINN Endurkoma til vinnu eftir veikindi eða slys Að hafa vinnu er mikilvæg forsenda þess að halda heilsu og vinnan getur verið mikilvæg endurhæfing eftir langtímaveikindi eða slys. Fyrir marga er erfitt að koma aftur í vinnu eftir langtímaveikindafjarvist og bótakerfið stuðlar stundum að því að fólk hafnar á örorkubótum. Nú er unnið hörðum höndum að því að efla starfsendurhæfingu og auðvelda endurkomu fólks til vinnu og nú þurfa allir að leggja hönd á plóg. Fyrir flesta er vinnan mikilvæg vegna þeirra tekna sem hún skapar og oft ekki síður vegna félagslegra tengsla. Við verjum um það bil þriðjungi lífs okkar á fullorðinsárum í vinnunni, margir eignast þar sína bestu vini og upplifa þar bæði sæta sigra og beiska ósigra. Framkoma annarra ræðst oft af atvinnustöðu fólks og í vinnunni er oft stofnað til félagsstarfs eða áhugamála sem ná langt út fyrir vinnutímann. Vinnan hefur einnig áhrif á heilsu og er stór þáttur í sjálfsmynd og vellíðan einstaklinga, hvað þeir gera, hverju þeir fá áorkað og hvernig samskipti þeir eiga við aðra. Ef einstaklingur getur ekki mætt til vinnu í lengri tíma eða missir hana vegna veikinda eða slyss hefur hann ekki bara „misst“ heilsuna heldur líka mikilvæg félagsleg tengsl. Því lengur sem ástandið varir því meiri er hættan á því að einstaklingurinn eigi ekki afturkvæmt á vinnumarkað. Starfsendurhæfing felst meðal annars í að aðstoða fólk við að vera í, fara aftur í eða viðhalda ráðningarsambandi eftir veikindi eða slys og koma í veg fyrir eða seinka því að fólk hverfi af vinnumarkaði af heilsufarsástæðum. Ingibjörg Þórhallsdóttir er sérfræðingur hjá VIRK starfsendurhæfingarsjóði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.