Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2010, Blaðsíða 60

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2010, Blaðsíða 60
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 86. árg. 201056 Útdráttur Tilgangur: Að rannsaka upplýsingahegðun Íslendinga á sviði heilsu og lífsstíls sem og heilsuhegðun þeirra. Efniviður og aðferðir: Notað var 1.000 manna slembiúrtak frá Þjóðskrá á aldrinum 18 til 80 ára. Gagna var aflað með póstkönnun vorið 2007, svarhlutfall var 47%. Klasagreining (k­meðalgildisaðferð) var notuð til að skipta þátttakendum í fjóra klasa: óvirkir, miðlungsóvirkir, miðlungsvirkir og virkir, út frá því hversu oft þeir leituðu upplýsinga um heilsu og lífsstíl af ásetningi í 22 heimildum. Heimildirnar voru flokkaðar í fjóra upplýsingamiðla: fjölmiðlar, sérfræðingar, internet og persónuleg samskipti. Einþátta ANOVA eða veldisvísagreining voru notaðar við að greina hversu oft klasarnir rákust á upplýsingar í fjölmiðlum, frá sérfræðingum og á internetinu, hversu áreiðanlegar og gagnlegar upplýsingarnar töldust vera, sem og heilsuhegðun klasanna hvað varðar neyslu á ávöxtum og grænmeti, og hreyfingu. Niðurstöður: Klasarnir voru frábrugðnir hverjir öðrum varðandi upplýsingahegðun og einnig var heilsuhegðun þeirra mismunandi. Hegðun meðlima í þeim klösum, sem leita oftar að upplýsingum, var heilsusamlegri. Ályktun: Niðurstöðurnar benda til að karlmenn með litla menntun séu hópur sem huga þurfi sérstaklega að við miðlun fræðslu um heilsueflingu. Lykilorð: Heilsuefling, hreyfing, mataræði, upplýsingahegðun. INNGANGUR Vel er þekkt að óhollt líferni hefur skaðleg áhrif á heilsu fólks. Töluvert hefur verið rætt um áhrif óholls mataræðis og kyrrsetu (Hólmfríður Þorgeirsdóttir o.fl., 2005; Mackenbach, 2006). Bent hefur verið á að neysla Íslendinga á ávöxtum og grænmeti nái ekki ráðlögðum dagskammti (Laufey Steingrímsdóttir o.fl., 2002), þeir neyti grænmetis sjaldnar en hinar Norðurlandaþjóðanna og Eystrasaltsþjóðirnar og neysla ávaxta sé minnst meðal þeirra, að Lettum einum undanskildum (Nordic Council of Ministers, 2003). Miklu skiptir að auka heilbrigðisvitund fólks og hvetja til heilsueflingar en heilsuefling er skilgreind sem ferli þar sem einstaklingum er gert kleift að ná betra valdi yfir eigin heilbrigði og efla það (World Health Organization, 1986). Hjúkrunarfræðingar starfa á öllum sviðum heilbrigðiskerfisins og gegna veigamiklu hlutverki varðandi miðlun fræðslu um heilsueflingu. Eftir því sem meiri vitneskja er um upplýsingahegðun þeirra sem ætlunin er að hvetja til heilsueflingar því betur standa hjúkrunarfræðingar að vígi við það (Evans, 2006). Tvær aðferðir hafa einkum verið skilgreindar til að auka skilvirkni við miðlun upplýsinga. Annars vegar er leitast við að greina ýmis einkenni mismunandi þjóðfélagshópa til að geta komið á framfæri við hvern hóp fyrir sig upplýsingum á því formi og eftir þeim leiðum sem honum hentar best (Kreuter og Wray, 2003). Hins vegar eru greind einkenni ákveðins einstaklings til að geta sniðið upplýsingarnar og miðlunina betur að þörfum hans (Kreuter og Wray, 2003). Lítið hefur verið vitað um upplýsingaöflun og upplýsingahegðun mismunandi hópa Íslendinga um heilsusamlegt líferni. Upplýsingahegðun er skilgreind sem öll mannleg hegðun í tengslum við upplýsingar. Hún nær yfir upplýsingaleit af ásetningi, sem einkennist af því að einstaklingur bregst við þekkingarskorti með því að leita upplýsinga, og einnig upplýsingaleit sem einkennist af því að fólk rekst á upplýsingar af tilviljun án þess að hafa ætlað að leita þeirra. Undir Ágústa Pálsdóttir, Félagsvísindasvið Háskóla Íslands UPPLÝSINGAHEGÐUN ÍSLENDINGA VARÐANDI HEILSUEFLINGU ENGLISH SUMMARY Palsdottir, A. The Icelandic Journal of Nursing (2010), 86 (5), 56-63 ICELANDER´S INFORMATION BEHAVIOUR IN RELATION TO HEALTH PROMOTION Aim. To investigate the health and lifestyle information behaviour among Icelanders as well as their health behaviour. Data collection and research method. The sample consists of 1.000 Icelanders, aged eighteen to eighty, randomly selected from the National Register of Persons in Iceland. The data were gathered by means of a postal survey during the spring 2007, response rate was 47%. Cluster analysis (k­means) was used to draw participants in four clusters, passive, moderately passive, moderately active and active, based on their purposive health and lifestyle information seeking in 22 sources. The information sources were grouped into four information channels: media, health specialists, internet and interpersonal sources. One­way ANOVA or binary logistic regression were used to analyse how often the clusters encountered information in the media, from health specialists and on the internet, how reliable and useful they considered the information, as well as the clusters health behaviour concerning the consumption of fruit and vegetables and physical exercise. Results. The information behaviour of the clusters differed and also their health behaviour. The members of the clusters who sought information more often had a healthier lifestyle. Conclusion: The results indicate that men who have received less education is a group that needs particular attention when information about healthy behaviour is disseminated. Key words: Diet, health promotion, information behaviour, physical exercise. Correspondance: agustap@hi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.