Iðjuþjálfinn - 01.05.2003, Blaðsíða 10

Iðjuþjálfinn - 01.05.2003, Blaðsíða 10
Kynlíf er ein af grunnþörfum mannsins. Kynlíf er einskonar samheiti yfir þörf okk- ar fyrir nálægð við aðra einstaklinga, samskipti, langanir, þarfir, tilfinningar og viðhorf. (Jóna Ingibjörg, 1988, Gunnhild- ur, 2001). Í kynlífi speglast þjóðerni okkar, félagsleg og tilfinningaleg gildi auk persónulegri einkenna (Couldrick, 1998). Kynhvötin er til staðar í mismunandi magni í gegnum allt lífið án tillits til ald- urs, kyns, heilsu eða stöðu í þjóðfélaginu og er mikilvægur hluti sjálfsmyndar okk- ar, hvort sem við lifum í samræmi við hana eða ekki. Flestir sjúkdómar og senni- lega flestar meðferðar hafa áhrif á kyn- hvöt manna. Hinn sjúki missir jafnvel alla löngun í kynlíf og hættir smám sam- an að lifa því, áhrifin geta verið að par fjarlægist hvort annað og þar með geta ná- lægð, blíða og einlægni horfið úr sam- bandinu. Þetta gerist oft á sama tíma og hinn sjúki þarf mest á nærveru ástvinar að halda (Romedal og Castle, 2002). Iðjuþjálfun og kynlíf Ekki hefur verið lögð áhersla á að iðjuþjálfar meti iðjuvanda skjólstæðinga sinna þegar kemur að kyn- lífi enda hafa verið skiptar skoðanir hjá iðjuþjálfum um hvernig og hvort flokka eigi kynlíf undir iðju. Í kring um 1990 vildi Kielhofner meina að kynlíf flokkaðist ekki undir iðju en væri mikilvægt fyrir manneskjuna (Couldrick, 1998). Kielhofner taldi það að lifa af og fjölga sér lægi í eðli mannsins ásamt því að borða og forðast sársauka. Kynlífið væri því ekki skilgreint sem iðja heldur sem athöfn til að mynda samband við annan einstakling og þjónaði einnig fjölgunartilgangi (Kielhofner, 1993). Auðvit- að voru ekki allir iðjuþjálfar sammála skoðunum Ki- elhofners og kom til dæmis Maureen Neistadt fram á sama tíma og gekk út frá því vísu að iðjuþjálfar ræddu um kynlíf við skjólstæðinga sína enda taldi hún kynímynd svo samofna sjálfsmyndinni að ekki væri hægt að skilja þetta tvennt að (Neistadt, 1993). Hún áleit að fagstétt sem teldi sig hafa heildarsýn á vanda skjólstæðinga sinna ætti að sjálfsögðu að fjalla um kynlíf ekki síður en annað (Couldrick, 1998). Ein rökin fyrir því að iðjuþjálfar ættu ekki að ræða kynlíf við skjólstæðinga eru að til er sérhæfð fagstétt sem vinnur með kynlífsvandamál fólks. Það þarf hins vegar að skima vandamálið áður en hægt er að vísa skjólstæðingi til kynlífsráðgjafa og eru iðjuþjálfar sú stétt sem fær besta yfirsýn yfir heildar- vanda skjólstæðings hvað iðju varðar. Margir skjól- stæðingar eru við innlögn hér á Reykjalund orðnir vanir kynlífslausri tilveru. Þeir þurfa því að spyrja sig hvort erfiðleikar þeirra séu vandamál. Vitaskuld þurfa iðjuþjálfar að framvísa skjólstæðingum til kyn- lífsráðgjafa ef vandamálið er sértækt eða of langvar- andi til að iðjuþjálfi geti komið með ráðleggingar til hjálpar. Hinsvegar er kannski ekki greiður aðgangur að slíkri ráðgjöf þar sem að okkur vitanlega er ekki hægt að nálgast slíka þjónustu inni á sjúkrastofnun- um á Íslandi. Jóna Ingibjörg Jónsdóttir kynlífsfræð- ingur sagði á fyrirlestri sem hún hélt fyrir Félag fag- fólks um endurhæfingu, að í 90% tilfella þurfi al- mennur starfsmaður ekki sérþekkingu til að aðstoða skjólstæðinga með kynlífsvandamál þeirra. Mesta hjálpin er fólgin í því að ljá eyra - ekki endileg vita öll svörin. (Jóna Ingibjörg, 2003) Aðferðir iðjuþjálfa á Reykjalundi Iðjuþjálfar á Reykjalundi hafa lengi haft áhuga á að koma markvissar inn á kynlíf í viðtölum sínum við skjólstæðinga. Eftir að iðjuþjálfadeildin tók þá ákvörðun að nota Canadian Occupapational Perfor- mance Measure (COPM) sem mælitæki í meðferð hefur opnast sá möguleiki að tala um kynlíf undir eigin umsjá. Misjafnt er hvernig við höfum nálgast þetta efni og fer það að sjálfsögðu eftir skjólstæðing- um okkar og hvar þeir eru staddir. Greinarhöfundar vinna á tveimur ólíkum sviðum, lungnasviði og verkjasviði, en hafa þó rekist á ýmis áþekk vandamál hjá skjólstæðingum sínum. Sjálfsmynd einstakling- anna hefur breyst frá því að vera frískur og virkur einstaklingur í það að vera sjúkur og óvirkari. Við það laskast sjálfsmynd hans og sjálfstraust og ýtir bæði umhverfi og heilbrigðiskerfi yfirleitt undir þá ímynd hans. Afleiðingin er oft veikari eða jafnvel engin kynferðisleg virkni sem stafar af líkamlegu ástandi, veikari sjálfsmynd og því að umhverfið sér 10 - IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2003 Kynlíf er iðja JÚLÍANNA HANSDÓTTIR, IðJU- þJÁLFI, SVIðSSTJÓRI Á LUNGNASVIðI REYKJALUNDAR GUNNGILDUR GÍSLADÓTTIR. IðJUþJÁLFI M.SC. SVIðSSTJÓRI Á VERKJASVIðI REYKJALUNDAR

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.