Iðjuþjálfinn - 01.05.2003, Blaðsíða 15

Iðjuþjálfinn - 01.05.2003, Blaðsíða 15
IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2003 - 15 Óhætt er að fullyrða að iðjuþjálfar hér á landi fylgist almennt vel með nýjungum, þróun og þekkingu innan fags og fræða. Sá hópur iðjuþjálfa sem starfar með börnum og ungmennum fer stækkandi. Öflugt fag- legt starf og áhugi á að leita símenntunar hefur verið leiðarljós faghóps IÞÍ um iðju- þjálfun barna um árabil. Meðal annars hefur verið ráðist í þýðingar og staðfæring- ar á matstækjum í samstarfi við náms- braut í iðjuþjálfun við Háskólann á Akur- eyri og stofnanir sem hafa iðjuþjálfa inn- an sinna raða. Einnig hafa iðjuþjálfar unnið frumkvöðlastarf á nýjum vettvangi og átt þátt í aukinni samvinnu þeirra sem koma að málefnum barna. Þannig má segja að á síðustu árum hafi skapast tæki- færi til að fara nýjar leiðir og stuðla að áherslubreytingum í þjónustu iðjuþjálfa, börnum og fjölskyldum sem hennar njóta til hagsbóta. En betur má ef duga skal. Eft- irfarandi vangaveltur eru ætlaðar til að örva umræðu um stöðu iðjuþjálfunar barna hér á landi og hvernig hugsa má til framtíðar. Börn og ungmenni eru í eðli sínu iðjuverur, fullaf áhuga á að taka virkan þátt í daglegu amstriog vilja hafa áhrif á umhverfi sitt. Þau vilja stan- da sig vel og upplifa það að ráða við dagleg viðfangs- efni sem þau standa frammi fyrir hverju sinni. Vellíðan barna hvílir meðal annars á færni þeirra til að taka þátt í iðju s.s. eigin umsjá, leik, bóklegu og verklegu námi að því marki sem þau sjálf kjósa eða ætlast er til af þeim. Þar sem samspil barnsins, iðj- unnar og umhverfisins er eins og best verður á kosið eflist færni og það ýtir undir þroska barnsins og vellíðan (Kramer og Hinojosa, 1999). Börn sem búa við minni færni en jafnaldrarnir, vegna þroskarask- ana eða fatlana eiga oft í erfiðleikum með að mæta væntingum um frammistöðu í skóla og heima fyrir, þar eð líkamlegir, vitrænir eða félagslegir þættir hin- dra fulla þátttöku í námi og öðrum daglegum at- höfnum. Börn geta átt erfitt með að koma þekkingu sinni til skila á skýran máta í skólastarfi til dæmis í skriflegum prófum. Sum þeirra skortir félagsfærni til að eiga jákvæð samskipti við jafnaldra eða hafa ekki náð leikni í ýmsum hreyfileikjum sem hafa félags- lega þýðingu í hópnum, eins og að hjóla, leika með bolta eða renna sér á línuskautum. Umhverfið, menning, gildi og viðhorf geta skapað ýmis tækifæri og ýtt undir það að börn auki færni sína. Þessir þætt- ir geta einnig falið í sér hindranir og þannig dregið úr frammistöðu og færni. Til að hægt sé að draga sem mest úr þeim vanda sem börn mæta er mikilvægt að leggja mat á hvar hindranirnar er að finna og leita síðan leiða til lausna (Coster, Ludlow og Mancini, 1999). Þjónusta iðjuþjálfa - fagleg nálgun Íhlutun iðjuþjálfa sem starfa með börnum mótaðist lengi vel af þroskakenningum sem gerðu ráð fyrir því að þroski barna fylgdi fastmótuðu ferli þar sem efri þrep og áfangar byggðu ávallt á þeim neðri. Lögð var áhersla á ýmsa eiginleika og forspárgildi þeirra fyrir nám og aðlögun. Undirliggjandi vandi, til dæmis í tengslum við skynúrvinnslu eða stjórn hreyfinga átti samkvæmt þessu að spá fyrir um eðli og umfang þeirra erfiðleika sem barnið myndi mæta í skólan- um. Algengt var að áherslan væri lögð á einstaklings- bundna meðferð þar sem unnið var með skynhreyfi- þætti og þjálfun fínhreyfinga eða sjónúrvinnslu, sem átti að skila sér í betri árangri við skólatengd verk- efni. Oftast fór íhlutunin fram í aðstæðum sem voru ólíkar skóla eða heimili. Þetta einkenndi þjónustu fagmanna og gerir að mörgu leyti enn. Matstæki voru hönnuð með þetta að leiðarljósi en þrátt fyrir ágæti staðalbundinna prófa, þá segja þau fátt um færni í dagsins önn og gagnast ekki sem skyldi ef meta á árangur af íhlutun sem miðar að því að auka færni (Coster o.fl., 1999; Law, 2003). Síðustu ár hef- ur gagnrýni á þroskafræðilega nálgun farið vaxandi enda benda rannsóknir til að þessar íhlutunarleiðir, sem oft eru kostnaðarsamar leiði ekki endilega til aukinnar færni (Vargas og Camilli, 1999). Reynslan hefur einnig sýnt að oft reynist erfitt að yfirfæra ýmis þjálfunaratriði á dagleg viðfangsefni barnsins heima og í skólanum (Snæfríður Þóra Egilson og Þóra Leósdóttir, 1997; Snæfríður Þóra Egilson, 2001). Mat á færni og þjónustu Á síðustu árum hafa, hér á landi og erlendis þróast breyttar áherslur hvað varðar mat á þroska og færni Iðjuþjálfun barna og ungmenna - Þjónusta á tímamótum? SIGRÍðUR KRISTÍN GÍSLADÓTTIR IðJUþJÁLFI Á MIðSTÖð HEILSU- VERNDAR BARNA, GREININGARTEYMI ÞÓRA LEÓSDÓTTIR IðJUþJÁLFI Á GREININGAR- OG RÁðGJAFASTÖð RÍKISINS, FAGSVIðI EINHVERFU OG MÁLHAMLANA Til að hægt sé að draga sem mest úr þeim vanda sem börn mæta er mikilvægt að leggja mat á hvar hindranirnar er að finna og leita síð- an leiða til lausna.

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.