Iðjuþjálfinn - 01.05.2003, Blaðsíða 28

Iðjuþjálfinn - 01.05.2003, Blaðsíða 28
28 - IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2003 Tilgangur rannsóknarinnar var að afla upplýsinga um þarfir nemenda með hreyfihömlun fyrir aðlögun á skólavettvangi og um notagildi mat- stækisins Upplifun nemenda á skólaumhverfi (UNS). Notuð var eig- indleg rannsóknaraðferð sem gefur þátttakendum tækifæri á að tjá eigin upplifun og reynslu. Þátttakendur voru 10 nemendur á aldrinum 10-15 ára og allir töldu þeir að þörfum þeirra væri ekki fyllilega mætt í skólaumhverfinu á einu eða fleiri sviðum. Mestir erfiðleikar komu fram við að skrifa og taka þátt í íþróttum en þau verksvið höfðu jafnframt verið minnst aðlöguð. Mest hafði verið að- lagað í sambandi við próftöku. Fæstir höfðu þörf fyrir aðlögun í kennslu- stofu eða við að komast um innan og utan skóla. Meirihluti viðmælenda tók ekki virkan þátt í félagslegu sam- neyti með skólafélögum og fáir áttu nána vini. Matstækið kom að góðum notum við að fá fram upplýsingar um það sem vel reyndist og það sem betur mátti fara í skólastarfi að mati nem- enda, þ.m.t. þörf þeirra fyrir aðlögun. Lykilhugtök: Upplifun nemenda á skólaumhverfi Nemendur með líkamlega skerðingu/hreyfihömlun Aðlögun ÍLögum um grunnskóla (nr. 66/1995),29. grein, VI kafla, segir að í skólastarfisé skylt að leggja áherslu á að efla sjálfs- vitund og félagsvitund nemenda. Einnig skuli miða að því að námið nýtist nemend- um í daglegu lífi, frekara námi og starfi og búi þá undir virka þátttöku í samfélaginu. Nemendur skulu fá sem jöfnust tækifæri til náms þegar samin er aðalnámskrá og nám og kennsla skipulögð. Enn fremur sé brýnt að koma í veg fyrir aðgreiningu. Samkvæmt aðalnámsskrá (Menntamálaráðuneytið, 1999) er grunnskólanum skylt að mennta öll börn á árangursríkan hátt og taka við öllum börnum, hvernig sem á stendur um atgervi þeirra til líkama og sálar, félagslegt og tilfinningalegt ásigkomulag eða mál- þroska. Þar segir jafnframt að skólinn skuli leitast við að haga störfum sínum í sem fyll- stu samræmi við eðli og þarfir nemenda og stuðla að heilbrigði og menntun hvers og eins. Nemendur með líkamlega skerðingu standa hins vegar andspænis fjölmörgum hömlunum sem torvelda þátttöku þeirra í ýmsum viðfangsefnum í skólanum. Hætt er við því að takmörkuð þátttaka í skólastarfi geti haft margvíslegar afleiðingar á daglegt líf þeirra og líðan (Law, Haight, Milroy, Willms, Stewart og Rosenbaum, 1999; Hemmingsson og Borell, 2000 og 2002; Prellwitz og Tamm, 2000). Fjölmargir þættir í umhverfinu geta ým- ist stuðlað að eða torveldað þátttöku nem- enda með hreyfihömlun, svo sem viðhorf, stjórnsýsluþættir og félagslegir hópar (Law og fl., 1999; Simeonsson, Carlson, Hunt- ington, McMillen og Lytle Brent, 2001). Einnig er töluvert samspil milli ólíkra um- hverfisvídda. Lög og reglur ráða því t.d. hvaða úrræði og þjónusta er í boði fyrir nemendur sem aftur getur haft áhrif á þátt- töku þeirra við ýmsar aðstæður í skólanum (Snæfríður Þóra Egilson, 2003). Margir nemendur þurfa á aðstoð að halda við að komast um í skólastofunni og skrifa glósur, eða vegna félags-legrar þátttöku (Skär og Tamm, 2001, Hemmingsson, Borell og Gustavsson, 2003). Í rannsókn Snæfríðar Þóru Egilson (2003) kemur fram að hlut- verk aðstoðarmanna íslenskra nemenda með hreyfihömlun er oft óljóst og ekki er nægilega vel skilgreint hvers konar aðstoð skuli veita nemendum né við hvaða að- stæður. Hið sama kemur fram í sænskri rannsókn Hemmingsson og félaga (2003) sem telja að aðstoðarmenn geti stuðlað að þátttöku nemenda við ýmsar aðstæður í skólanum en torveldað hana við aðrar. Til að samvinna nemenda og aðstoðarmanna skili árangri er mikilvægt að hinir síðar- nefndu virði nemendur og einblíni ekki um of á skerðingu þeirra. Þá skiptir miklu að hlutverk þeirra séu vel skilgreind og að þeir séu næmir á óskir nemenda og þarfir. Samvinna og samþætting vinnubragða þeirra fagmanna sem að málum koma er mikilvæg fyrir þátttöku og frammistöðu nemenda með líkamlega skerðingu í skól- anum (Barnes og Turner, 2001). Því er brýnt „Mig langar soldið til þess að geta gert svipað og aðrir krakkar“ - Upplifun og reynsla nemenda með líkamlega skerðingu á skólaumhverfi sínu og notagildi íslenskrar staðfæringar á matstækinu Upplifun nemenda á skólaumhverfi (UNS).

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.