Iðjuþjálfinn - 01.08.2011, Blaðsíða 14

Iðjuþjálfinn - 01.08.2011, Blaðsíða 14
14 • IðjuþjálfInn 1/2011 Iðjuþjálfun á LSH var sameinuð vorið 2009 og tilheyrir lyflæknissviði en veitir þjónustu þvert á allar deildir spítalans. Iðjuþjálfar sem starfa í geðendurhæfingu þjónusta legu­ og göngudeildir geðsviðs og kvenna­ og barnasviðs. Starfsstöðvar geðendurhæfingar eru sex og eru á Hring­ braut, endurhæfingu á Kleppi og Laugar­ ási/Álfalandi, réttargeðdeildinni að Sogni, samfélagsgeðteymi á Reynimel 55 og barna­ og unglingageðdeild (BUGL) við Dalbraut. Iðjuþjálfar á Hringbraut, Kleppi, Laugarási/Álfalandi, í samfélagsgeðteymi og á Sogni veita þjónustu til einstaklinga 18 ára og eldri. Á geðsviði er veitt sérfræðiþjónusta í almennum geðlækningum, fíknilækningum, geðrænni endurhæfingu og réttargeðlækningum. Iðjuþjálfar á BUGL veita þjónustu til barna og unglinga 18 ára og yngri, sem eiga erfitt með að sinna sínum daglegu verkefnum á fullnægjandi hátt. Iðjuþjálfi metur þátttöku barnsins og færni við að inna af hendi dagleg viðfangsefni á heimili, í skóla, við leik og tómstundaiðju. Íhlutunin er ávallt einstaklingsmiðuð og er veitt bæði sem einstaklings­ og hópþjálfun. Í þessari grein verður stuttlega gerð grein fyrir starfsemi, áherslum og breytingum sem hafa átt sér stað í iðjuþjálfun geðendurhæfingu á Hringbraut og Kleppi. Breytingar á geðsviði Í kjölfar stefnumótunarvinnu geðsviðs 2009 hafa miklar breytingar og þróun átt sér stað á starfsemi og mannauði iðjuþjálfunar á geðdeildum við Hringbraut og á Kleppi. Alls starfa tólf iðjuþjálfar og átta aðstoðarmenn á ofantöldum starfsstöðum geðendurhæfingar og þar af voru sex iðjuþjálfar ráðnir sumarið 2010. Helstu breytingar á starfseminni fela í sér nýja skilgreiningu á skammtíma­ og langtímaþjónustu (sjá nánar hér að neðan). Þjónusta iðjuþjálfa við sjúklinga á legudeildum geðsviðs hefur aukist ásamt ráðgjöf og fræðslu til starfsfólks. Iðjuþjálfun á Hringbraut og endurhæfing á Kleppi Iðjuþjálfar geðsviðs starfa eftir nýjum áherslum og verkferlum í þverfaglegu samstarfi við móttöku­, göngu­, endurhæfingar­, öryggis­ og réttargeðdeildir. Megináhersla er lögð á að sinna inniliggjandi sjúklingum með það að markmiði að auðvelda þeim að takast á við daglegt líf og auka þjónustu og yfirfærslu íhlutunar í útskriftarferli til að koma í veg fyrir endurinnlagnir. Lögð er áhersla á að þjónusta iðjuþjálfa sé samhæft, samfellt og markvisst ferli sem byggir á samvinnu milli sjúklinga, fjölskyldna/aðstandenda og heilbrigðisstarfsfólks. Starf iðjuþjálfa er fólgið í mati, íhlutun, endurhæfingu, eftirfylgd, fræðslu og ráðgjöf til sjúklinga, aðstandenda og starfsfólks. Notuð er margs konar iðja sem tengist daglegu lífi á heimili, í vinnu eða við leik og tómstundir. Iðjan er þannig nýtt til að ýta undir eins sjálfstætt og innihaldsríkt líf einstaklinga og aðstæður leyfa hverju sinni. Íhlutunin er ávallt einstaklingsmiðuð. Iðjuþjálfun á geðsviði hefur til umráða vinnusvæði þar sem unnið er að ýmsum verkefnum, svo sem handverk, smíðar, pökkunarvinna, eldhúsþjálfun, tölvuvinna og fjölritun. Í samvinnu við einstaklinginn eru sett markmið með þátttöku í iðjuþjálfun sem síðan er unnið eftir. Lögð er áhersla á að finna jafnvægi á milli iðju og hvíldar og boðið er upp á einstaklings­ og hópþjálfun. Í einstaklingsþjálfun er til dæmis unnið með félagsfærni, slökun, minnistruflanir, aðra vitræna þætti, heimilisstörf og svo framvegis. Dæmi um hópþjálfun væri útskriftarhópar, ævintýrahópar, sjálfstyrkingarhópar, virknihópar, og stráka­ og stelpnahópar. Iðjuþjálfar á Hringbraut og Kleppi styðjast við hugmyndafræði um líkanið um iðju mannins (MOHO), kanadíska færnilíkanið (CMOP) og valdeflingu (empowerment). Við íhlutun nota iðjuþjálfar mismunandi matstæki, svo sem mat á eigin iðju (OSA), iðjuhjólið, áhugalistann, framkvæmdagreiningu, boð og samskipti (ACIS), Occupational Circumstances Assessment Interview and Rating Scale (OCAIRS), mælingu á færni við iðju (COPM), Assessment of Motor and Process Skills (AMPS), Barthel Index ADL og Mini Mental State Examination (MMSE). Hringbraut Á Hringbraut er ferli­ og bráðaþjónusta, þrjár móttökugeðdeildir, fíknigeðdeild, dag­ og göngudeild fíknimeðferðar, dagdeild Hvítabands og dag­ og göngudeild átröskunar. Iðjuþjálfun á Hringbraut veitir skammtíma­ og bráðaþjónustu í 4­6 vikur þar sem áhersla er lögð á mat, greiningu, ráðgjöf og eftirfylgd, svo sem mat á færni við eigin umsjá, heimilishald, félags­ og iðjuþjálfun geðendurhæfing Landspítala háskólasjúkrahúsi (LsH) Auður Hafsteinsdóttir, Yfiriðjuþjálfi geðendurhæfingar Landspítala háskólasjúkrahúss

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.