Iðjuþjálfinn - 01.08.2011, Blaðsíða 32

Iðjuþjálfinn - 01.08.2011, Blaðsíða 32
32 • IðjuþjálfInn 1/2011 Ágrip Í heilbrigðisþjónustu er nauðsynlegt að fylgjast með gæðum þjónustunnar. Stjórnvöld hafa sett ákveðin viðmið í þeim tilgangi og eitt þeirra er að kanna viðhorf og reynslu no­ tenda. Rannsóknin sem hér er lýst markar upphaf gæða­ og umbótastarfs iðjuþjálfunar á Reykjalundi. Á Reykjalundi er veitt þverfagleg endurhæfing og iðjuþjálfun er einn hlekkur í þeirri keðju. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna viðhorf og reynslu skjólstæðinga af iðjuþjálfun. Um var að ræða megindlega rannsókn þar sem upplýsinga var aflað með spurningalista sem rannsakendur sömdu. Könnunin náði til 214 skjólstæðinga en sá fjöldi hafði fengið iðjuþjálfun á Reykjalundi á tímabilinu 1. mars til 30. júní 2008. Svarhlutfall var 74%, alls svöruðu 158, 105 konur og 51 karl (tveir gáfu ekki upp kyn). Fram kom mikil ánægja með þjónustu iðjuþjálfa. Misjafnt var hversu oft þátt tak endur höfðu fengið iðjuþjálfun en rúm lega helmin­ gur taldi magn þjónustu hæfi legt. Margir sögðust hafa fengið leið beiningar um hvað þeir gætu gert til að við halda árangrinum að lokinni dvöl á Reykjalundi. Niðurstöðurnar gefa til kynna að iðju­ þjálfar á Reykjalundi beri virðingu fyrir skjól stæðingum sínum og iðjuþjálfunin taki mið af áhugasviði og venjum þeirra. Jafn framt kom fram að skjólstæðingar upp lifa árangur af þátttöku sinni í iðju þjálfun og telja færni sína til að taka þátt í daglegu lífi hafa aukist. Þátttakendur bentu líka á ýmsa þætti er betur mættu fara. Til dæmis komu fram óskir um að sett væru markmið í upphafi iðjuþjálfunar og er það í samræmi við það sem komið hefur í ljós í innlendum og erlendum rann sóknum. Tæpur helmingur þátt takenda taldi sig þurfa frekari þjónustu iðju þjálfa og töldu líkur á að þeir myndu nýta sér þjónustu iðjuþjálfa á göngudeild ef slíkt væri í boði. Inngangur –fræðilegur bakgrunnur Í stefnumörkun heilbrigðis­ og trygg inga­ málaráðuneytis í gæðamálum er lögð áhersla á að mikilvægt sé að fylgjast með gæð um heilbrigðisþjónustu og öll meðferð og umön­ nun skuli taka mið af þörfum og viðhorfum sjúklings og aðstandenda (heilbrigðis­ og tryggingamálaráðuneytið, 2007a). Í heilbri­ gðisáætlun til ársins 2010 er tekið fram að allar heilbrigðisstofnanir skuli koma sér upp formlegu gæðaþróunarstarfi og fylgja eigin áætlun í gæðamálum. Einnig er mælt með því að reynsla sjúklinga af þjónustunni verði könnuð reglulega (heilbrigðis­ og tryggingamá­ laráðuneytið, 2007b). Iðjuþjálfar veita heilbrigðis­ og félags þjón­ ustu víða í íslensku samfélagi. Með aðlögun iðju og umhverfis, þjálfun, fræðslu og ráðgjöf stuðla iðjuþjálfar að aukinni færni og virkri þátttöku fólks í iðju, með það að markmiði að fólk öðlist meira sjálfstæði og lífsfyllingu (Iðju­ þjálfafélag Íslands, e.d.). Mjög áhugavert er að fá innsýn í hvernig iðjuþjálfun mætir þörfum skjólstæðinga og fá álit þeirra á þjónustunni. Fáar kannanir hafa verið gerðar á þjón­ ustu iðjuþjálfa á Íslandi. Guðrún Pálma dóttir (2004) kannaði, með eigindlegri við tals­ rannsókn, upplifun skjólstæðinga af iðju­ þjálfun og samskiptum sínum við iðju þjálfana. Hún tók viðtöl við 20 fullorðna skjól stæðinga sem lokið höfðu endurhæfingu á þremur endurhæfingarstofnunum þar sem þver­ fagleg endurhæfing var veitt, 10 karla og 10 konur. Viðmælendur Guðrúnar sáu árangur iðjuþjálfunar endurspeglast á mismunandi hátt, margir lýstu því að færni í daglegu lífi hefði aukist og þeir upplifðu jafnvægi og gleði í iðjuþjálfuninni. Fimm viðmælendur nefndu einnig að þeir hefðu með hjálp iðjuþjálfunar skapað sér nýja framtíð með nýjum þýðingar­ miklum hlut verkum og breyttu lífsmynstri. Þegar um neikvæða upplifun af iðjuþjálfun var að ræða leiddi hún til minni árangurs. Nokkrir við mælendur nefndu að ekki hefði verið tekið nægilega mikið tillit til áhuga þeirra og daglegra viðfangsefna þegar iðjuþjálfunin var skipulögð og markmiðið með iðjuþjálfuni­ nni hefði verið óskýrt. Fram kom að sumum karlmönnum fannst þörfum sínum ekki nógu vel mætt, þar sem verkefnin sem í boði voru í iðjuþjálfun höfðuðu ekki nægilega til þeirra (Guðrún Pálmadóttir, 2004; Palmadottir, Lilja Ingvarsson forstöðuiðjuþjálfi Margrét Sigurðardóttir iðjuþjálfi Hlín Guðjónsdóttir iðjuþjálfi Þjónusta iðjuþjálfa á reykjalundi -viðhorf og reynsla skjólstæðinga

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.