Skólavarðan - 01.05.2004, Blaðsíða 25

Skólavarðan - 01.05.2004, Blaðsíða 25
SKÓLAVARÐAN 5.TBL. 4. ÁRG. 2004 Eitt af grunnmarkmiðum kennslu er að undirbúa nemendur fyrir lífið. Því er mikilvægt að þeir sjái að nám þeirra hafi tilgang og sé hagnýtt. Þannig er stuðlað að því að nemendur tileinki sér þekkingu sína, tengi hana raunveruleik- anum og læri þannig fyrir lífið. Laugardaginn 15. maí síðastliðinn var haldin ráðstefnan UPPNám 2004 í Kvos Menntaskólans á Akureyri. Þar kynntu nemendur á fjórða ári félagsfræðibrautar rannsóknarverkefni sín í lokaáfanga í upp- eldis- og menntunarfræðum. Viðfangsefnin voru af ýmsum toga. Fjallað var um fötlun, kynhneigð, nám og hreyfingu, einelti, skilnað, líkamsvitund, geðheilsu, gerendur kynferðisofbeldis, ættleiðingar og fordóma út frá félags- og uppeldisfræðilegu sjónarhorni. Rann- sóknirnar sem kynntar voru byggjast ann- ars vegar á frumgögnum, sem nemendur öfluðu sér sjálfir með megindlegum og eigindlegum rannsóknaraðferðum, og hins vegar á skráðum heimildum. Auk of- angreindra verkefna voru hönnunarverk- efni nemenda til sýnis. Þau voru unnin upp úr niðurstöðum rannsókna þeirra og eru m.a. ætluð til forvarna, fræðslu og úr- ræða. Sem dæmi má nefna fræðslubæk- linga, veggspjöld, heimasíður, spil, vigtun- arklefa, náms- og æfingaáætlanir. Ráðstefnan tókst vel. Kynningarnar voru vel af hendi leystar og líflegar um- ræður urðu í kjölfar þeirra. Án efa vakti ráðstefnan gesti til umhugsunar um margt sem snertir líf og vellíðan barna, unglinga og fullorðinna. Markmið ráðstefnunnar voru að gefa nemendum færi á að miðla þekkingu sem þeir hafa aflað sér með rannsóknum sínum, þjálfa þá í að koma hugmyndum sínum á framfæri, efla sjálfstæði þeirra í faglegum vinnubrögðum og undirbúa þá fyrir háskólanám um leið og fólki var veitt innsýn í störf nemenda í Menntaskól- anum á Akureyri. Einnig var litið á þessa ráðstefnu sem leið til að brúa bil á milli skólastiga en boðsgestir komu m.a. frá öllum skólastigum. Eitt af því sem stuðlar að frekari uppbyggingu menntunar er að læra af styrkleikum hvers skólastigs fyrir sig og hafa góða yfirsýn yfir það sem er að gerast á öllum skólastigum menntakerfis- ins til að skapa gott rennsli á milli þeirra. Að setja upp ráðstefnu af þessum toga er ein leið af mörgum til að sýna að bor- in er virðing fyrir vinnu nemenda um leið og þeim er gerð grein fyrir að nemendur á framhaldsskólastigi hafa heilmikið til málanna að leggja. Í því samhengi er gam- an að nefna að þrjár af þeim rannsóknum sem voru kynntar á ráðstefnunni tóku þátt í keppninni Ungir vísindamenn og komust tvær þeirra í undanúrslit. Ráðstefna eins og UPPNám 2004 styrk- ir nemendur og aðra í því að taka nám í framhaldsskólum alvarlega. Hönnunar- verkefnin eru auk þess vel til þess fallin að fá nemendur til að íhuga hvað hægt sé að gera með þá þekkingu sem þeir hafa aflað sér. Samhliða því gefur það þeim vonandi tilfinningu fyrir því að þeir geti haft áhrif á samfélagið með því að framkvæma hug- myndir sínar. Að efla sjálfstraust nemenda á þennan hátt er mikilvægt veganesti í þá ferð sem er framundan eftir að framhaldsskóla lýk- ur. Það eru ekki ný tíðindi að fjölbreytni í kennsluaðferðum sé mikilvæg og að höfð- að sé til nemenda sem hafa mismunandi verklag. Hinsvegar er góð vísa aldrei of oft kveðin. Vert er að minna á nauðsyn þess að kennarar geti með góðu móti stuðst við kennsluaðferðir sem henta hæfileik- um þeirra og áhugasviðum, þ.e.a.s. byggi kennslu á styrkleikum sínum. Til að það sé hægt þarf að vekja metnað og skapa góð- ar starfsaðstæður þar sem einstaklingseðli nær að njóta sín. Með því er stuðlað að áhugasömum og virkum kennara sem end- urspeglast vonandi í starfi hans og dugleg- um nemendum. Dagbjört Brynja Harðardóttir Höfundur er uppeldis- og menntunarfræðingur og kennari í MA. Uppnám í Menntaskólanum á Akureyri Að læra fyrir lífið Markmið ráðstefnunnar voru að gefa nemendum færi á að miðla þekkingu sem þeir hafa aflað sér með rannsóknum sínum, þjálfa þá í að koma hugmyndum sínum á framfæri, efla sjálfstæði þeirra í faglegum vinnubrögðum og undir- búa þá fyrir háskólanám. 25 Ljósm. Sverrir Páll Erlendsson RANNSÓKNIR FRAMHALDSSKÓLANEMA

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.