Skólavarðan - 01.08.2004, Blaðsíða 5

Skólavarðan - 01.08.2004, Blaðsíða 5
5 GESTASKRIF Það er ekki hægt að segja að kennsla sé eins og hver önnur daglaunavinna, vissulega er vinnudagur kennarans upp- fullur af hversdagslegum atburðum, eins og hjá öðrum stéttum, múrarinn dregur steypu eftir húsvegg, píparinn seilist eftir rörtöng, verðbréfasalinn svarar í símann, þetta er allt sami hlutur- inn, fólk að störfum, en jafn staglkennd og hversdagsleg og kennslan getur ver- ið, þá er varla til óvenjulegra starf. Því sá sem kennir er ekki eingöngu að miðla þekkingu til nemenda, staðreynd- um, leiða þá í gegnum námsbækur, hann er eða getur líka verið uppalandi og áhrifa- valdur. Kennarastarfið er mun viðameira og margslungnara en námsáætlanir gefa til kynna. Kennsla er vinna, daglaunastarf, skóli er vinnustaður, þetta er alveg rétt en þó ekki nema hálfur sannleikur. Við eigum flest okkar bernskuskóla og það gerist eitt- hvað í hvert sinn sem við förum framhjá honum, hjartað tekur kipp, birtan breyt- ist í kringum okkur. Skóli og þroski hvers einstaklings eru ofin saman, það verður ekki slitið í sundur, maður finnur lyktina af skólagöngunum í draumum, man hljóð- ið í sandölum kennaranna. Á einum stað stendur að enginn fái sigrað sinn fæðing- arhrepp. Það gæti hvarflað að manni að setja bernskuskólann í staðinn fyrir hrepp- inn, því skóli er ekki bygging heldur ver- öld í veröldinni, þú nefnir nafn barnaskóla míns og ég finn fyrir gleði og kvíða, vináttu og hatri, það er allur skalinn. Veröld stút- full af eftirminnilegum persónum, maður fylgist með sigrum og ósigrum gamalla skólafélaga í fjarlægð, man kennara, sum- ir lifa í minninu eingöngu vegna leiðinda, aðrir vegna þess að þeir gáfu eitthvað af sér og reyndu, meðvitað eða ómeðvitað, að auka birtumagnið í tilverunni. tvö Ég man kennslustund í Álftamýraskóla fyrir þrjátíu árum. Kennarinn kornungur maður, ég átta mig á því núna, en í þá daga skiptist veröldin hinsvegar í þrennt; börn, unglinga og hina - kennarinn til- heyrði auðvitað hinum. Mig minnir að hann hafi verið afleysingakennari, kenndi kannski bara þennan eina tíma, kannski tíu eða þrjátíu, minnið er ekki ýkja áreið- anleg heimild þegar kemur að naglföstum staðreyndum. En ég man þessa kennslu- stund nú þrjátíu árum síðar; líklega landa- fræði því kennarinn dró niður Íslandskort- ið en í stað þess að halda sig við bókina og staðlaðar kennsluaðferðir, tók hann bekk- inn með sér í rútuferðalag. Eða eins og seg- ir í vísunni; ég er kominn upp á það, allra þakka verðast, að sitja kyrr í sama stað og samt að vera að ferðast. Hann ók með okk- ur út úr Reykjavík, þumlungaðist upp Ár- túnsbrekkuna, gegnum Mosfellssveit, inn í Hvalfjörð og áfram, rútan þræddi vegina, við horfðum út um gluggann og maul- uðum námsefnið, landafræðina, eins og sælgæti. Þetta var einföld, áhrifarík leið, dæmi um lifandi og frjósama kennslu. Löngu síðar var þessi maður samkennari minn við Fjölbrautaskóla Vesturlands, og nú er hann skólameistari þar. Skóli og þroski hvers einstaklings eru of in saman, það verður ekki slitið í sundur, maður f innur lyktina af skólagöngunum í draumum, man hljóðið í sandölum kennaranna. SKÓLAVARÐAN 6.TBL. 4. ÁRG. 2004 Að breyta líf i Jón Kalman Stefánsson

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.