Skólavarðan - 01.10.2004, Blaðsíða 25

Skólavarðan - 01.10.2004, Blaðsíða 25
25 TÖLVUMÁL SKÓLAVARÐAN 8.TBL. 4. ÁRG. 2004 á Reply eða Reply to All. • Efnislína (Subject) þarf að vera upp- lýsandi um efni bréfsins. Það getur flýtt fyrir afgreiðslu að erind- ið sé skýrt og skorinort orðað í efnislínunni. • Stafsetningar- og ásláttarvillur eru ljóður á öllum textum. Þess vegna er mikilvægt að flýta sér ekki svo mik- ið að það gleymist að gæta að þeim. Daninn benti á að athugasemd- ir um þetta væru móðg- andi og óviðeigandi en þeir eru sennilega umburðarlyndari en margir Íslendingar þegar kemur að þess- um þáttum. Þýtt, endursagt og staðfært úr grein- inni Netikette. Hvordan opfører man sig på internettet? eftir Bror Arnfast. GG Sjá nánar. www.skole-it.dk/materiale/ modula/netikette/netikette.html meira en rafpóstur hvað þetta varðar. • Gættu að því sem þú skrifar um aðra. Það er auðvelt að áframsenda og orð sem eru óvarlega sett fram geta valdið sársauka og skaða. • EKKI GARGA. Sumir nota möguleika lykla- borðsins til að hrópa eða garga á lesendur sína. Þá eru til dæmis notaðir HÁSTAFIR og offlæði af upphrópunar- merkjum!!!! Þetta getur virkað mjög uppáþrengj- andi og frekjulega og valdið því að megin erindi bréfsins fer forgörðum. • Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú sendir plássfrek skjöl, myndir og hljóð. Sendingar af þessu tagi geta tekið mik- ið minnisrými og sumir sitja uppi með hægfara nettengingu sem er lengi að taka á móti slíkum sendingum, þótt nýj- ustu tölur hermi að 90% Íslendinga séu komnir með ADSL. • Þegar bréfi er svarað er mikilvægt að gera sér grein fyrir því hvort mað- ur er að senda einum eða heilum hópi fólks svar. Hér er átt við hvort smellt er Rafpóstur er fastur liður í lífi flestra, þar á meðal kennara, og ófáar stundir á viku fara í að lesa og senda rafpóst, ýmist persónulegan eða tengdan vinn- unni. Ekki er ólíklegt að atriði eins og málfar, form, stafsetning og andinn í rafpósti eigi eftir að verða rannsóknar- efni fræðimanna í framtíðinni, séu þeir ekki nú þegar farnir að gefa þessum atriðum gaum. Danskir kennarar sem eru frumkvöðl- ar í notkun upplýsingatækni hafa séð ástæðu til að greina hættur, sem sam- skipti með rafpósti hafa í för með sér, og sett ákveðnar reglur um notkun hans í framhaldi af því. Reglur afmarka þau erindi sem foreldrar og nemendur eiga að hafa með rafpósti við kennara og þess er krafist að óundirbúnar og vanhugsaðar sendingar fari ekki á milli. Þetta gildir um báða aðila. Þeir kalla þetta „netikette" sem er samsett úr orð- unum net og edikett (kurteisisvenjur, siðareglur). Hægt er að lesa um þetta á danska skólavefnum. Á sama vef er grein um efnið. Hér er stiklað á stóru í greininni sem fjallar um „netikettur“. • Dragðu andann djúpt og hugsaðu þig tvisvar um áður en þú sendir eða svarar bréfi sem hefur að geyma gagn- rýni eða skammir. Bréf sem er skrifað í hita augnabliksins er litað af því og mót- takandinn situr upp með það þótt tilefn- ið sé hugsanlega ekki mjög alvarlegt. • Reyndu að forðast kaldhæðni. Þeir sem skiptast á skilaboðum um tölvu freistast hugsanlega til að álíta að þeir séu að tala saman en samskipti með raf- pósti eru ekki samtal. Þar fara einungis orð á milli. Samtal hefur miklu fleiri hlið- ar, s.s. líkamstjáningu, þagnir, tónfall og fleira sem gefur viðtakandanum ýmsa túlkunarmöguleika sem orðin ein og sér gefa ekki kost á. Símtal gefur mun „Netikettur“ Siðareglur og rafpóstur í skólastarf i Sumir nota möguleika lyklaborðsins til að hrópa eða garga á lesendur sína. Þá eru til dæmis notaðir HÁSTAFIR og off læði af upphrópunarmerkjum!!!! Þetta getur virkað mjög uppáþrengjandi og frekjulega og valdið því að megin erindi bréfsins fer forgörðum.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.