Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Skólavaršan

PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Skólavaršan

						29
Réttlæting
Áður en lengra er haldið vil ég að 
eftirfarandi komi skýrt fram. Á þeim um 
25 árum, sem ég hef starfað við kennslu, 
hef ég verið í hópi þeirra sem bandaríski 
fræðimaðurinn Larry Cuban kallaði klapp-
stýrur tæknivæðingarinnar ? og tel mig 
þar enn. 
Fá tæki hafa ögrað mér jafnmikið til að 
leita nýjunga í skólastarfi og tölvan og fá 
hafa valdið mér jafnmiklum erfiðleikum. 
Á hinn bóginn vill svo til að ég hef getað 
gert hluti með tölvunni í kennslustofunni 
sem hafa opnað nýjar víddir í kennslu - þó 
svo krítin sé á sínum stað.
Mér finnst hins vegar ótrúlegt að sjá 
að tæki, sem býður upp á jafnmikið  og 
tölvan, sé notað með jafnkerfisbundnum 
hætti til að forheimska fólk.
Ég vek athygli á því að þessi sjónarmið 
mín eru ekki einungis nöldur. Fleiri hafa 
haldið þessu á lofti, til dæmis Edmund 
Tufte.1 Hann er mun harðorðari og nánast 
hafnar forritinu og gæðum þess en ég 
vil að það sé notað á skynsamlegan og 
hógværan hátt.
Galdur og gæði
Um er að ræða forritið Power Point sem 
varð til um miðjan níunda áratuginn. 
Fleiri slík urðu til. Power Point var keypt af 
Microsoft og síðar sett inn í Office pakka 
þeirra. Mér er sagt að markaðshlutdeild 
þess pakka sé yfirgnæfandi. Forritið er 
einfalt og dásamlegt. Það býður upp á 
fjölmarga möguleika til að setja fram 
upplýsingar og er afar þægilegt í notkun. 
Hægt er í einni svipan að velja margvíslega 
áferð á glærum og mismunandi útlit. 
Með smáleit á netinu er síðan hægt 
að nálgast fjölmarga vefi sem geyma 
staðlaðar útgáfur nýrra forma, tillögur að 
uppsetningum og jafnvel gögn sem má 
nota í vissum greinum nánast eins og þau 
liggja fyrir. 
Hægt er að skjóta inn myndum úr 
ógnarstóru safni Microsoft, sem vex og 
dafnar, eða þá úr eigin safni eða hvaðan 
sem myndir á tölvutæku formi er að fá. Ef 
ég er til dæmis með fyrirlestur um seinni 
heimsstyrjöldina get ég látið stríðsbrak 
hljóma meðan sýningin rúllar ? byssuskot 
við hvern músarsmell! Ég get skotið inn 
myndum af Stalín, Hitler, Churchill og 
Roosevelt, látið raddir þeirra hljóma eða 
sýnt kvikmyndir af þeim sem hluta sýn-
ingarinnar.
Þá get ég útbúið sýninguna þannig 
að hún rúlli án þess að ég sé viðstaddur 
því hver þarf að lesa þetta upp? Er ekki 
líklegt að skólabörn í framhaldsskóla séu 
læs? Og loks get ég sett sýninguna á netið 
svo að þau þurfi ekki að fylgjast með og 
við getum öll farið í kaffi meðan tölvan og 
skjávarpinn hamast á tjaldinu.
Glærurnar hreyfast og hristast
Það sem pirrar mig er sérstaklega tvennt. 
Annars vegar stöðluð og þreytandi fram-
setning fyrirlesara í Power Point. Ég er 
farinn að halda að svipað hljóti að gilda 
um mig líka.
Hins vegar að nú er farið að setja 
nemendum fyrir verkefni af þessum toga 
og þau eru endalaust að útbúa Power 
Point sýningar í öllum greinum.
Og hér gildir gagnrýni mín að hluta 
um báða þættina. Í fyrsta lagi eru alltof 
margir fyrirlesarar uppteknir af forminu 
- eða þeir kunna ekki að nota það. Sumir 
setja fyrirlestur sinn í heild á glærur og svo 
mikið á hverja glæru að ekki er nokkur leið 
að fylgjast með, hvað þá að lesa útprentin 
sem þeir dreifa með ógnarsmáu letri. Svo 
að ekki sé nú talað um hversu þreytandi 
slíkt er.
Á hinum væng þessara öfga eru þeir 
sem hafa náð slíkri snilld í framsetningu að 
kunna til dæmis sjö sinnum sjö sinnum sjö 
regluna í uppsetningu. Þar eru punktarnir 
örfáir á hverri glæru, snyrtilega raðað upp, 
en af því þeir vita ekki hverju þeir eiga 
að sleppa þá verða glærurnar ógurlega 
margar.
Að auki eru þeir með glærur sem 
hreyfast og hristast, punkta sem þjóta fram 
og til baka, hreyfimyndir sem hoppa og 
skoppa og texta sem svífur inn, dettur inn, 
hoppar inn eða hvað eina sem mönnum 
dettur í hug að nota af stöðluðum lausnum 
Microsoft.
Pínan verður alger þegar kemur að 
framsetningu tölulegra gagna. Þá skjóta 
upp kollinum allar mögulegar tegundir 
af súlum og kökum og hvað þetta er nú 
kallað ? sem oft gefa verri mynd af málinu 
en frumtaflan í Excel. 
Að hluta má segja að menn séu of 
uppteknir af því að nota alla möguleikana 
og helst fleiri en síðast. Um leið vilja þeir 
einfalda alla framsetningu. Þegar menn 
reyna að afvegaleiða áhorfandann þá missir 
hann jafnframt sjónar á aðalatriðunum 
vegna skreytinganna. Hin hliðin er að 
fyrirlesaranum tekst ekki að láta lélegt og 
leiðinlegt efni verða áhugavert þrátt fyrir 
allt dúlleríið.
Að auki er hætta á að minnispunktarnir 
verði samhengislausir. Það er ekki öllum 
gefið að búa til raunverulega lýsandi 
styttingar. Þá verður samhengið að auki 
erfitt þegar menn geta aldrei séð allt 
í einu heldur einungis búta héðan og 
þaðan. Kannski er kominn tími til að taka 
rafmagnið af.
Enn ein Power Point kynningin...
Hvað nemendur varðar er að bresta á 
nýtt fár. Nú eru Power Point sýning og 
SMIÐSHÖGGIÐ
SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 5. ÁRG. 2005
Eru forrit eins og Power Point 
til gagns eða ekki?
Af alsælu og ósælu
Magnús Þorkelsson
Lj
ós
m
yn
d 
fr
á 
hö
fu
nd
i

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32