Skólavarðan - 01.05.2006, Blaðsíða 5

Skólavarðan - 01.05.2006, Blaðsíða 5
5 SKÓLAVARÐAN 4.TBL. 6. ÁRG. 2006 Þegar manni er boðið að skrifa pistil í tímarit á borð við Skólavörðuna verður maður fyrst voða rogginn og glaður því manni liggur jú svo margt á hjarta. Það er svo margt tengt uppeldi og menntunarmálum sem maður hefur velt vöngum yfir. En svo þegar komið er að skrifunum er um svo margt að velja að það eina sem kemst á blað er „æ-i“. Sem heilinn vinnur strax úr og fer að draga fram vangaveltur um aga. Agalaus þjóð? „Við erum svo agalaus þjóð.“ Æ ofan í æ heyrist þetta – við erum svo agalaus að við erum næstum því agaleg. Mig grunar að flestir tengi aga við stjórnun, sbr. heraga, skýrar reglur og skýr viðurlög. En með aga viljum við leiðbeina börnum um hvað er rétt og rangt í hegðun, hvaða reglur gilda í samskiptum og veita þeim þannig öryggi. Með aga er settur rammi. Er klisjan um agaleysið hér sönn eða er hún hentug afsökun fyrir okkur þeg- ar okkur finnst reglurnar og viðmiðin þrengja að okkur? Og erum við þá ekki komin í hring, þ.e. klisjan verður sönn því það hentar okkur? Biðraðamenning hér er léleg því við erum svo agalaus. Við keyrum of hratt því við erum svo agalaus. Við flokkum ekki sorpið því við erum svo agalaus. Líkt og það sé bara eitthvert ástand sem kom hingað með víkingunum sem flúðu líklega kónginn því þeir þoldu ekki agann. Tilslakanir Oftar en ekki berst agaleysið í tal um leið og rætt er um unglinga. Þeir eru víst sérstaklega agalausir. Sem segir jú mikið um þá sem eiga að setja unglingum reglur. Við foreldrar, og fullorðnir yfirhöfuð, erum góð í að gera tilslakanir. Einn góðan veðurdag náðist að því er virtist samkomulag um að laugardagar væru nammidagar. Snilldarbragð til að efla tannheilsu og bæta mataræði. Nú virðast laugardagar vera þeir dagar sem á að ganga nammiganginn í stórverslunum og háma sem mest í sig. Svo má alveg borða á öðrum dögum líka við flest tækifæri sem gefast. Jafnvel hafa laugardagsnammið það vel útilátið að það dugi vel fram að næsta laugardegi. Svona svipað og helgarskilgreining alkanna, helgin byrjar seinnipart miðvikudags og lýkur seint á sunnudagskvöldi. Ekki misskilja mig, viss sveigjanleiki er góður. Það koma til dæmis afmæli og heimsóknir til ömmu og afa sem alltaf eiga mola. Annað dæmi eru reglur um útivistartíma sem þó hafa verið settar í lög. Allir virðast nokkuð sammála um að þær séu góðar og að það skipti máli að halda þær. Samt örlar enn á því að foreldrar telji sig nú bara ráða þessu því þannig var það þegar þeir voru ungir og náðu samt alveg að plumma sig vel, sakaði ekkert. Eitt það sérkennilegasta sem ég hef heyrt í mínu starfi var frá stjórnanda í sveitarfélagi einu sem sagði: „Útivistarreglur eiga bara ekki við hér hjá okkur.“ Verst að enginn upplýsti alþingismenn um það þegar þeir samþykktu barnaverndarlögin árið 2002. Eru reglurnar bara þarna sveimandi í kringum okkur? Við grípum til þeirra ef hentar og ef þær henta ekki þá bara vitum við ekki af þeim. Svo stynjum við yfir agaleysi. Enn eitt dæmi er notkun reiðhjóla- hjálma. Lögin segja að börn skuli nota reiðhjólahjálma til fimmtán ára aldurs. Nú þegar farið er að vora sést að það eru ekki margir sem telja sig þurfa að fylgja Hildur Björg Hafstein GESTASKRIF Agi eða æ-i Er klisjan um agaleysið sönn eða er hún hentug afsökun þegar okkur finnst reglurnar og viðmiðin þrengja að okkur? Og erum við þá ekki komin í hring, þ.e. klisjan verður sönn því það hentar okkur? LJ ó sm yn d f rá h ö fu n d i Nú virðast laugardagar vera þeir dagar sem á að ganga nammiganginn í stórverslun- um og háma sem mest í sig. Svo má alveg borða á öðrum dögum líka við flest tækifæri sem gefast. Jafnvel hafa laugar- dagsnammið það vel útilátið að það dugi vel fram að næsta laugardegi. Svona svipað og helgarskilgreining alkanna, helgin byrjar seinnipart mið- vikudags og lýkur seint á sunnudagskvöldi.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.