Skólavarðan - 01.05.2006, Blaðsíða 24

Skólavarðan - 01.05.2006, Blaðsíða 24
SKÓLAVARÐAN 4.TBL. 6. ÁRG. 2006 FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR 24 Meðal væntanlegs efnis í Netlu er vönduð grein eftir Elínu Ólafsdóttur kennara: Minningar og myndir: Kennsla í forskóladeildum í Reykjavík árið 1970- 1971. Í greininni segir Elín frá upphafi forskóladeildanna í Reykjavik; aðdrag- anda, starfsháttum, viðfangsefnum og áherslum með hliðsjón af eigin reynslu í Langholtsskóla. Dagana 9. – 11. ágúst, verður haldið námskeið í Davis náms- og lestrartækni. Þetta er þriggja daga námskeið ásamt eftirfylgni/framhaldsnámskeiði í október og janúar (tveir hálfir dagar). Að þessu sinni verða íslenskir leiðbeinendur en margir kennarar hafa beðið eftir því. Davis námstæknin® byggist á kenningum Ronald D. Davis sem skrifaði ,,Náðargáfan lesblinda” og er ætluð 5 – 9 ára gömlum börnum, óháð námsstíl. Hún er hugsuð sem aðferð til að fyrirbyggja sértæka námsörðugleika. Nemendum er kennd sérstök aðferð til þess að þjálfa sig í að halda athyglinni við það sem þeir eru að gera hverju sinni. Þeim er kennt að lesa með skapandi aðferðum sem taka til allra skynfærniþáttanna. Þessar aðferðir má nota einar sér eða samhliða öðrum lestrarkennsluaðferðum og geta þær jafnframt nýst í öllum námsgreinum. Davis námstæknin® hefur góð áhrif á nemendur með ofvirkni og athyglisbrest og auðveldar kennurum að halda uppi aga í skólastofunni og eiga samskipti við nemendur á jákvæðan hátt. Með því að fá þjálfun í þessari námstækni eru börnin betur búin undir ævilangan námsferil. Íslenskir kennarar sem nota Davis námstæknina segja að þeir skilji nemendur sína á annan hátt en áður, þeir séu fljótari að greina vísbendingar um lestrar-, náms- og hegðunarörðugleika og þeir hafi í höndunum tæki eða aðferð sem hjálpar þeim að grípa fyrr inn í á árangursríkan hátt. Guðbjörg Emilsdóttir sérkennari í Snælandsskóla Námstefnan Fagmennska og færni náms- og starfsráðgjafans var haldin á vegum Félags náms- og starfsráðgjafa (FNS) á Akureyri dagana 27. – 28. apríl. Þar var sjónum beint að stefnumörkun fyrir félagið ásamt því að leggja línur fyrir sí- og endurmenntun félagsmanna. Var það rómur námstefnugesta að hún hefði heppnast mjög vel og að mikillar fjölbreytni hefði gætt í erindum fyrirlesara. Erindin fjölluðu m.a. um framtíðarsýn og þróun náms- og starfsráðgjafar í anda jafnréttis, foreldrasamstarf, starfsþróun og sí- menntunaráætlanir. Í ályktun sem samþykkt var á námstefnunni segir m.a.: ,,Náms- og starfsráðgjafar merkja sívaxandi þörf innan menntakerfisins og í atvinnulífinu fyrir náms- og starfsráðgjöf, þjónustu sem ætti að vera sjálfsögð og aðgengileg öllum í nútímaþjóðfélagi. Í því samhengi er vert að benda á að nauðsynlegt er að tryggja aðgang allra að náms- og starfsráðgjöf, frá skóla til atvinnulífs, frá bernsku til fullorðinsára. Tryggja þarf að fagmenntaðir náms- og starfsráðgjafar sinni störfum í skólum og í atvinnulífi enda tryggir það gæði þjónustunnar. Við endurskoðun grunnskólalaga þarf að líta til þess að náms- og starfsráðgjafar eru ekki tilgreindir meðal starfsliðs skóla... Það er mat Félags náms- og starfsráðgjafa að auka verði markvissa náms- og starfsráðgjöf og náms- og starfsfræðslu innan skólastiganna þriggja og úti á vinnumarkaðnum. Aðgengi að Námskeið í Davis námstækni með íslenskum leiðbeinendum Auka þarf markvissa náms- og starfsráðgjöf upplýsingum um þróun vinnumarkaðar og framtíðarhorfur samhliða upplýsingum um framboð menntunar er einn af grunnþáttum í náms- og starfsvali einstaklinga.” Félag náms- og starfsráðgjafa stendur nú á tímamótum og mun halda upp á 25 ára afmæli sitt á haustdögum með degi náms- og starfsráðgjafar þann 20. október og útgáfu afmælisrits. Nýr formaður félagsins er Ágústa Elín Ingþórsdóttir, náms- og starfsráðgjafi í Borgarholtsskóla og telur félagið um 230 félagsmenn sem starfa á skólastigunum þremur, í fyrirtækjum og á atvinnumiðlunum. Sjá má frekari upplýsingar um félagið á heimasíðu þess fns.is og þar er einnig að finna ályktunina í heild sinni. Netlufréttir Þá er vert að geta greinar eftir Ástríði Stefánsdóttur dósent við KHÍ: Sjálfræði, virðing og samskipti; hugleiðingar um siðferðilegt innsæi. Ástríður leggur út frá sögunni um Miskunnsama Samverjann og notar hana til að varpa ljósi á þrjú grundvallarhugtök siðfræðinnar; sjálfræði , virðingu og samskipti. Færð eru rök að því að hætta sé á blindu á mennsku þeirra einstaklinga sem tilheyra jaðarhópum samfélagsins. Þetta birtist í framkomu við þá og veldur því að þeim er ekki sýnd sú virðing sem þeim ber. Fylgist með Netlu, netla.khi.is

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.