Skólavarðan - 01.05.2006, Blaðsíða 25

Skólavarðan - 01.05.2006, Blaðsíða 25
SKÓLAVARÐAN 4.TBL. 6. ÁRG. 2006 25 Vorsýning Iðnskólans í Hafnarfirði hefur staðið yfir frá miðjum maí en henni lýkur þann 28. þessa mánaðar. Hér er gott tækifæri fyrir kennara og nemendur til að kynna sér það sem skólinn hefur upp á að bjóða en um að gera að hafa snör handtök þar sem einungis eru nokkrir dagar til stefnu. Iðnskólinn í Hafnarfirði er fámennur og nemendur fá einstaklingsbundna og persónulega þjónustu, einkum í verknáms- deildum. Sérstaða skólans felst einnig í nýjungum í námsframboði, til dæmis er boðið upp á nám í hönnun og útstillingum ásamt námskeiðahaldi í trefjaplasti og tölvuteikningu. Í skólanum er eitt besta námsframboð landsins í greinum sem byggjast á sköpun og samvirkni hugar og handa. Þá vekur athygli að við verknámsdeildir skólans hefur verið lögð rík áhersla á að ráða kennara með mikla reynslu úr atvinnulífinu. Þetta árið er sýningin sett upp í matsal skólans og í anddyri, stigagangi, skólastofum og loks í sumarbústað sem nemar í húsasmíði hafa byggt og stendur á lóð skólans. Hugmyndin að baki vorsýningunni 2006 og jafnframt skýringin á heiti hennar er sú að allar deildir (þrívíð verk) og öll fög (danska, enska, íslenska, stærðfræði, lífsleikni) standi á sömu línunni. Sú lína liggur í gegnum sýningarrýmið og á henni standa húsgögn, hárgreiðslur, rennismíðaverk, mósaík, líkön og margt fleira. Sýningargestir geta fylgt línunni frá sumarhúsunum og inn eftir öllu í matsalinn og í lesstofu tekur svo við sýning á ýmsum teikningum og verkum á skjávarpa. Hönnunardeild skólans var stofnuð árið 1990 þegar hann var til húsa á tveim stöðum. Verknámið var í gömlu fiskvinnsluhúsi á Flatahrauni og bóknámið í 900 metra fjarlægð, við Reykjavíkurveg. Þegar í upphafi var haldin sýning á afrakstri hönnunarnema. Fyrstu árin var sýningin á efri hæð hússins við Reykjavíkurveg en síðar hefur hún verið á mismunandi stöðum og með ólíku sniði. Tvisvar eða þrisvar var hún haldin í Hafnarborg, einu sinni í húsakynnum Marels og að undanförnu ýmist í matsal skólans eða kennslustofum. Umfang sýninga hefur einnig verið með ýmsu móti. Oftast hafa allar deildir skólans tekið þátt eins og í ár en stundum aðeins hönnunardeildin, sem heitir nú listnámsbraut, og síðastliðið vor voru það útskriftarnemar sem sýndu hluti sína í Marelshúsinu. Vorsýning Iðnskólans í Hafnarfirði 2006 Á sömu línu IÐNSKÓLINN Í HAFNARFIRÐI

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.