Skólavarðan - 01.08.2006, Blaðsíða 28

Skólavarðan - 01.08.2006, Blaðsíða 28
28 SKÝRSLA STARFSNÁMSNEFNDAR SKÓLAVARÐAN 5.TBL. 6. ÁRG. 2006 Fyrir nokkru kom út skýrsla nefndar um endurskoðun starfsnáms sem mennta- málaráðherra skipaði 12. janúar 2006. Erindisbréf hennar er svohljóðandi: „Nefndin skal kanna hvernig má stuðla að aukinni aðsókn að starfsnámi, einfalda skipulag námsins og tryggja fjölbreytt framboð, sveigjanleika og samfellu í skólastarfi, og bæta tengsl starfsnáms á framhaldsskólastigi við grunnskóla- og háskólastig. Í IX. kafla laga nr. 80/1996 um framhaldsskóla eru ákvæði um starfsnám. Nefndin skal endurskoða þennan kafla laganna og leggja fram tillögur sem eru til þess fallnar að efla starfsnám til framtíðar með framangreind markmið að leiðarljósi. Nefndinni er falið að meta hvort þörf sé á endurskoðun skipulags starfsnáms í heild, sem tæki til allra skólastiga. Komist nefndin að þeirri niðurstöðu að heildarendurskoðunar sé þörf, skal hún gera tillögu um æskilegar breytingar á lögum og skipulagi. Meðal þess sem til álita kemur í því sambandi er hlutverk, skipulag og starfsemi starfsgreinaráða og samstarfsnefndar um starfsnám á framhaldsskólastigi. Nefndin skal í starfi sínu leita upp- lýsinga hjá ráðuneyti, skólum og starfs- greinaráðum eftir því sem hún telur nauðsynlegt. Jafnframt er þess óskað að nefndin leiti samráðs við hagsmunaaðila um mál sem þá varða.” Megintillögur Megintillögur nefndarinnar eru að bók- og starfsnám í framhaldsskólum verði jafngilt og skipulagt sem ein heild, starfsnám aukið í grunnskólum, náms- og starfsráðgjöf stórefld á báðum skólastigum, stofnað verði sjálfstætt fagháskólastig, breytingar gerðar á vinnustaðanámi, samstarfsnefnd um starfsnám og starfsgreinaráðum og að samstarf grunn- og framhaldsskóla og framhalds- og háskóla verði aukið og samfella í námi milli þessara skólastiga. Nefndin leggur til breytingar á lögum um framhaldsskóla í samræmi við þessar tillögur. Verkefni nefndarinnar gerðu það óhjákvæmilegt að taka námsskipulag framhaldsskólans til heildarskoðunar því ekki er hægt að skoða stöðu starfsnáms einangraða frá bóknámi. Það þarf að gerast í stóru samhengi. Þess vegna eru tillögur nefndarinnar mun róttækari og umfangsmeiri en sumir bjuggust kannski við. Brotalamir Margoft hefur verið bent á að skortur á list- og starfsnámi í efstu bekkjum grunnskólans og bóklegar áherslur í námi ýti undir að mun fleiri nemendur velja bóknám en starfsnám í framhaldsskóla, sækja um inngöngu í bóknámsskóla í stað áfangaskóla sem bjóða bæði upp á STARFSNÁM Í DEIGLUNNI Þann 11. júlí sl. var skýrsla starfsnáms- nefndar kynnt á blaðamannafundi í Þjóðminjasafninu. Nefndin hafði þá starfað frá því í janúar á þessu ári. Tillögur starfsnámsnefndar eru merkur áfangi í heildarendurskoðun náms og námsskipunar í skólakerfinu og vert er að hvetja félagsmenn til að kynna sér þær til hlítar. Aðalheiður Steingrímsdóttir formaður Félags framhaldsskólakennara var einn nefndarmanna og hér segir hún frá tillögunum, hvað þær feli í sér og hvað sé framundan. Þótt Kennarasambandið standi með öðrum fulltrúum í nefndinni að tillögugerðinni að langstærstum hluta telur það þó ótímabært að binda einingafjölda í kjarna eins og meirihluti nefndarinnar leggur til. Þetta álit Kennarasambandsins kemur fram í skýrslu nefndarinnar. En í heildina munu tillögurnar, ef þær ná fram að ganga, skapa fjölmörgum ný tækifæri til náms og auka veg og virðingu starfsnáms í menntakerfinu. Skýrsla starfsnámsnefndar Aðalheiður Steingrímsdóttir

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.