Skólavarðan - 01.04.2007, Blaðsíða 5

Skólavarðan - 01.04.2007, Blaðsíða 5
5 SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 7. ÁRG. 2007 GESTASKRIF Ég hef verið að láta mér detta í hug að líta við hjá lífeyrissjóðinum mínum og athuga með eftirlaunin. Hver ætli þau verði? Tíminn er sem sagt að renna út, skiladagurinn rétt ókominn, bara eftir að taka til eftir sig. Lítið var en lokið er. Hvað var það aftur sem ég átti að gera, var það eitthvað sem ég ætlaði að gera? Ég á þess kost að ganga út fyrir dyrnar og út á Arnarhól og svipast um. Skyldi ég sjá til blettsins framan við gamla skólann minn þar sem ég sagði Elínu Pálmadóttur að ég ætlaði að verða kennari „eins og pabbi minn“? Nei, það sést bara í gluggann á T-stofunni þar sem ég tók fyrsta efnafræðiprófi ð mitt hjá Halldóri Grímssyni upp á einn eða tvo fremur en núll. Hulinn þar handan við er Kvennaskólinn þar sem ég átti ævistarfi ð. Tel víst að hann sé þar þótt hann sjáist ekki, fremur en starfi ð, jafnvel ekki þótt greinar trjánna séu enn naktar. Vorið er ekki alveg komið. Tíu ára byrjaði ég í barnaskólanum á Núpi hjá Svövu Thoroddsen. Tvö ár stóð hann, héraðsskólinn önnur tvö. Ég held að föður mínum, skólastjóranum á Núpi, hafi komið á óvart þessi kennarayfi rlýsing í Morgunblaðinu 17. júní 1959 og um haustið á tröppunum heima sagði hann: „Ef þú ætlar að verða kennari skaltu fara í guðfræðideildina, þú færð ekki betri kennaramenntun, - nema ef vera skyldi lögfræði, hún er húmanískari.“ Ég hafði eitthvað verið að tala um ensku og sögu. Árinu seinna var ég aftur kominn vestur að Núpi til þess að kenna landafræði og dönsku. Yngri deildinni með 50 nemendum í einum hópi, eldri deildinni með eitthvað yfi r 30, landsprófi nu með allt að 30. Danskan var frá Bodil Sahn og Einari Magnússyni en landafræðin mín var nú hvorki af framhaldsskóla- né háskólastigi, ekki það árið eða lengi síðar. Undirliggjandi slíku tali má enn greina stærilæti sveitamannsins, nú er hann hættur að reyna að fela það, það tókst hvort eð er aldrei. Þarna var sem sagt byrjað á öfugum enda. Kenndi fyrst landafræðina, lærði hana svo. Kenndi fyrst, lærði það svo, eða hvað? Fyrsta raunverulega háskólaárið mitt varaði viku og stóð á Kleppjárnsreykjum, löngu seinna. Það var vinnuvika í sam- félagsfræðihópnum. Þar kynntist ég Wolf- gang Edelstein, Ingvari Sigurgeirssyni, Erlu Kristjánsdóttur og Sigríði Jónsdóttur og þvílíkur skóli og upplifun. Allt í einu varð ég sáttur inn að beini við að vera kennari. Það var svo sem ekki að sökum að spyrja, - ört dró eftir það úr kennslunni og skömmu síðar var ég alveg hættur að kenna. Það átti aldrei fyrir mér að liggja að verða almennilegur kennari, fagmaður í raun. Til þess kom þetta háskólanám of seint. Það var með verri mistökum í íslenskri skólasögu þegar horfi ð var frá samfélags- fræðiáætlun í grunnskólunum, frá því að ganga skipulega til verks í því að kenna nemendum að hugsa. Af því gat náttúrulega leitt gagnrýna hugsun, það var hættan, ef ekki kommúnisminn upp- málaður. Menntaskólinn minn var mér heldur vondur skóli af því að hann iðkaði ekki kapp að öðrum markmiðum en þekk- ingarmarkmiðum. Hann kenndi mér fátt af því sem ég seinna hef séð að ég hefði helst þurft á að halda. Ekki gagnrýna hugsun, ekki ól hann á siðgæðisþroska eða þjálfaði tjáningu, heimildaleit eða safnanotkun. Tilgáta, staðreynd, ályktun og skoðun biðu annars tíma. Sem betur Á síðustu metrunum Það var með verri mistökum í íslenskri skólasögu þegar horfið var frá samfélagsfræðiáætlun í grunnskólunum, frá því að ganga skipulega til verks í því að kenna nemendum að hugsa. Af því gat náttúrulega leitt gagnrýna hugsun, það var hættan, ef ekki kommúnisminn uppmálaður. Aðalsteinn Eiríksson

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.