Skólavarðan - 01.09.2007, Blaðsíða 5

Skólavarðan - 01.09.2007, Blaðsíða 5
5 SKÓLAVARÐAN 6.TBL. 7. ÁRG. 2007 GESTASKRIF Sköpunarkraftur Foreldrar, grunn- og leikskólakennarar og forráðamenn barna kannast allir við þegar einhver gerir athugasemdir við hegðun barna okkar. Viðbrögð okkar verða oftar en ekki: „Mér finnst það svolítið skrítið. Hún/hann er svo góð/ur heima. Ég hef aldrei þurft að kvarta undan barninu mínu.“ Hverjum þykir sinn fugl fagur. Stundum bregður okkur og oft förum við strax í vörn því að okkur þykir vænt um börnin okkar. Stundum læðist að okkur óljós grunur: Það skyldi þó aldrei vera? Getur verið að hún sé að breytast? Eigi í erfiðleikum? Leiti að nýjum vinum? Kemur seinna heim á kvöldin en hún gerði? Er ekki eins dugleg við námið og áður? Hirðir ekki eins vel um líkama sinn og hún er vön? Hvað getur verið í gangi? Flest okkar þekkja spurningar og vangaveltur af þessum toga. Um þúsundir ára hefur verið sagt: Heimur versnandi fer. Og víst er það rétt að unglingar á gerjunarskeiði, á leið inn í heim fullorðinna, þurfa að prófa sig áfram til að vita hvar „við“ stöndum og hvar „þeir“ standa. Í öllum unglingum býr orka sem brýst fram með ýmsum hætti, því miður stundum neikvæðum, og þá segja sumir að viðkomandi sé á „uppreisnarskeiðinu“. Í rauninni er hann á uppfinningaskeiði eða landkönnunarskeiði. Hann uppgötvar ótal hluti sem hann vissi ekki um áður, kemst að raun um að pabbi og mamma eru ekki fullkomin og óskeikul og kennarinn ekki heldur. Börnin finna að þau þurfa að meira eða minna leyti að fara að standa á eigin fótum, bera ábyrgð og axla ýmsar byrðar sem margir hjálpuðu þeim með áður. Í öllum börnum og unglingum býr sköpunarkraftur, allir hafa hæfileika á mörgum sviðum. Kannski leggjum við ekki nógu mikla alúð í að finna sköpunarkraft og hæfileika barna okkar heima og í skólanum. Kannski er það einmitt í sköpunarkraftinum sem þau finna gleði og ánægju, stóran hluta af sjálfum sér sem þau eru að leita að. Sumir segja að unglingar bjargi sér best sjálfir og einstaka foreldrar gefa þeim að sumu leyti lausan tauminn á þessu skeiði. Best að þau reki sig á og læri af reynslunni. Flestir sérfræðingar og reynsla flestra foreldra sýnir þó einmitt að á þessu æviskeiði þurfa unglingarnir okkar áfram stuðning, hlýju, öryggi og reglu. Barnið mitt er í rauninni barnið þitt og barnið þitt barnið mitt og þau eru þar með börnin okkar. Við berum öll samfélagslega ábyrgð og viljum hag barna okkar sem bestan. Við getum hins vegar ekki “gulltryggt” börnin okkar. Hvort sem við erum læknar, lögfræðingar, uppeldisfræðingar, kennarar eða pípulagningameistarar getum við átt á hættu að börnin okkar lendi í miklum vanda sem þau ráða ekki við. Ef við ráðum ekki fram úr vandanum með þeim hvað eigum við þá að gera og hvert eigum við að snúa okkur? Er það nokkur skömm að þurfa að leita sér hjálpar eins og sumum finnst? Við leitum til lækna, lögfræðinga, smiða, heilsugæslu, sýslumannsembætta, skattstofa o.s.frv. til þess að fá hjálp og aðstoð og allir láta gera við bílana sína og Barnið mitt, þitt og okkar Börnin þeirra eru börnin okkar. Við berum sameiginlega ábyrgð, samfélagið þarf að geta rétt fram hjálparhönd. Öll börn og unglingar eru samferðamenn okkar, ekki bara okkar eigin afkvæmi. Jón K. Guðbergsson

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.