Skólavarðan - 01.03.2008, Blaðsíða 3

Skólavarðan - 01.03.2008, Blaðsíða 3
3 FORMANNSPISTILL Formaður og varaformaður KÍ og formenn aðildarfélaga KÍ skiptast á um að skrifa formannspistla í Skólavörðuna. Félögin á bak við formannspistlana eru: Félag framhaldsskólakennara (FF), Félag grunnskólakennara (FG), Félag leikskólakennara (FL), Félag stjórnenda í framhaldsskólum (FS), Félag tónlistarskólakennara (FT), Skólastjórafélag Íslands (SÍ). SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 8. ÁRG. 2008 Kristinn Breiðfjörð Guðmundsson Formaður SÍ Lj ós m yn d f rá h öf un d i Í vetur hafa fréttir af starfsmannaeklu í leik- og grunnskólum ekki farið framhjá landsmönnum. Reyndar hefur staðan á landsbyggðinni verið bærilegri en á suðvesturhorninu þar sem álag á starfsfólk skólanna hefur verið mikið og starfsmannavelta aukist. Þetta bitnar illa á nemendum sem finna til óöryggis og samfella í námi getur raskast vegna tíðra kennaraskipta. Til eru dæmi um bekki sem hafa verið með þrjá til fjóra umsjónarkennara á skólaárinu. Haft er eftir nemanda í 10. bekk í Reykjavík að hann sé búinn að hafa jafn marga umsjónarkennara og borgarstjóra í vetur. Af tvennu illu taldi hann borgarstjóraskiptin skárri! Um langt árabil hefur Skólastjórafélag Íslands (SÍ) óskað eftir að ríkið og síðan sveitarfélögin gerðu sérstakan kjarasamning við félagið. Félag grunnskólakennara (FG) er einnig þeirrar skoðunar að samningar og atkvæðagreiðsla eigi að vera aðskilin hjá þessum félögum. Þráfaldlega hefur slíkum óskum verið hafnað af viðsemjendum okkar á þeirri forsendu að um sömu starfsstétt sé að ræða. Í tveimur lögfræðiálitum, sem stjórn KÍ lét gera, kemur einnig fram sú skoðun að torvelt sé að knýja fram aðskilda samninga fyrir SÍ og FG á forsendum gildandi laga. Til að hafa möguleika á að breyta þessum forsendum þarf að ná fram breytingu á texta frumvarps um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda sem nú liggur fyrir Alþingi. Kveða þarf á um að til þess að verða ráðinn aðstoðarskólastjóri eða skólastjóri skuli viðkomandi hafa, auk starfsheitis grunn-skólakennara, menntun á sviði stjórnunar og kennslureynslu á grunnskólastigi en ekki annað hvort eins og frumvarpið gerir ráð fyrir. Fulltrúar menntamálaráðuneytis og Sambands ísl. sveitarfélaga í starfshópnum sem vann frum- varpsdrögin vildu ekki fallast á auknar faglegar kröfur til stjórnenda jafn afdráttarlaust og til kennara. Þrátt fyrir þessa forsögu hefur Launanefnd sveitarfélaga (LN) fallist á að aðskilja kjarasamninga SÍ og FG í þeim viðræðum sem nú standa yfir og atkvæðagreiðslu um þá nú á vormánuðum. Hvort slíkt fyrirkomulag verður til frambúðar er óráðið en mun væntanlega ráðast af reynslunni og hvernig samskipti samningsaðila þróast á næstu árum, en þar hefur orðið veruleg breyting til batnaðar frá því að gengið var frá samkomulagi um gr. 16.1 í kjarasamningi okkar fyrir ári. Þar vegur einna þyngst að gott samkomulag tókst um vinnu tveggja starfshópa í kjölfar samkomulagsins og staðið hefur verið við tímasetta áætlun um framgang verkefna til að undirbúa þær samningaviðræður sem nú standa yfir. Í byrjun árs gaf Ríkisendurskoðun út stjórnsýsluúttekt á Jöfnunar- sjóði sveitarfélaga og grunnskólanum þar sem jöfnunarhlutverk sjóðsins er fyrst og fremst skoðað, m.a í ljósi rannsókna OECD. Margt athyglisvert kemur þar fram og sumt mjög sláandi. Þar má nefna að sveitarfélög á landsbyggðinni þurfa að auka framlög sín um 12% á nemanda til að standast höfuðborgarsvæðinu snúning þegar rekstur skóla með fleiri en 350 nemendur eru skoðaður (þá er innri húsaleiga ekki reiknuð með). Samkvæmt úttektinni samsvarar þetta því að 31 m. kr. vanti í rekstur skóla á landsbyggðinni með 500 nemendur (bls. 32). Þó er ekki talið hægt að fullyrða að þessi munur skýri mun á námsárangri á samræmdum prófum (einkum pilta) landsbyggðinni í óhag (bls. 35-36). Í vetur hefur mikið verið rætt og ritað um niðurstöður PISA könn- unarinnar, m.a. með hliðsjón af rannsóknum OECD á kostnaði og skilvirkni grunnskólans. Í áður nefndri stjórnsýsluúttekt er bent á mikinn kostnað við rekstur grunnskólans þótt árangur sé í meðallagi. Engu að síður eru laun kennara fremur lág í alþjóðlegum saman- burði. Einnig er vitnað til annarrar úttektar OECD þar sem bent er á að meðal þess sem hindri skilvirkni íslenska grunnskóla-kerfisins sé takmarkað ákvörðunarvald skólastjórnenda (bls. 45). Af þessu má ráða að stærsta verkefni samningsaðila í yfirstand- andi kjaraviðræðum er að finna leiðir til að bæta kjör kennara og stjórnenda í grunnskólanum jafnframt því sem skapa þarf kjara- og rekstrarumhverfi sem stuðlar að meiri skilvirkni og jöfnuði í rekstri grunnskólanna. Kristinn Breiðfjörð Guðmundsson Betra kjara- og rekstrarumhverfi stærsta verkefni samningsaðila

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.