Skólavarðan - 01.12.2008, Blaðsíða 18

Skólavarðan - 01.12.2008, Blaðsíða 18
18 FAGMENNSKA KENNARA SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 8. ÁRG. 2008 Um 300 leikskólakennarar sóttu ráðstefnu RannUng og Félags leikskólakennara sem haldin var í húsnæði Háskóla Íslands við Stakkahlíð þann 1. desember sl. á mikilvægum tímamótum og bar það tákn- ræna heiti Að marka spor. Ráðstefnan tókst í alla staði ákaflega vel. Menntamálaráðherra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ávarpaði samkomuna í upphafi og gerði að umtalsefni ný lög um menntun og ráðningu kennara og lögverndun starfs- heitis leikskólakennara. Hennar skilaboð voru þau að á erfiðum tímum í efnahagslífi landsins væri mikilvægt að forgangsraða í þágu menntunar, rannsókna og vísinda. Margt var sér til gamans gert, sýnd myndskeið úr leikskólastarfi, sungið og trallað og kennarar sem útskrifuðust fyrir þrjátíu árum rifjuðu upp í veglegu söngatriði þær breytingar sem orðið hafa á starfsvettvangi og námi leikskólakennara á þessu tímabili. Fyrirlesarar á ráðstefnunni voru þau Arna H. Jónsdóttir, Jón Torfi Jónasson, Guðrún Alda Harðardóttir, Kristín Karlsdóttir og Þórdís Þórðardóttir. Þau fjölluðu út frá ólíkum sjónarhornum um fagmennsku leik- skólakennara og viðhorf til barna, náms og leikskólastarfs. Fagmennska leikskólakennara Skólavarðan fékk góðfúslegt leyfi Örnu H. Jónsdóttur lektors við menntavísindasvið HÍ til að birta nokkur brot úr stórmerkilegum fyrirlestri hennar - við munum leita fanga hjá öðrum fyrirlesurum síðar. Fyrirlestur Örnu bar yfirskriftina Fagmennska leikskólakennara: Stöðug eða stöðugt að breytast? Hugtakið fagmennska og sérhæfður fagmaður kom líklega fyrst fram á miðöldum og átti þá við kirkjunnar menn sem menntaðir voru innan kaþólskra skóla. Heilsu síaukins fjölda evrópskra lénsherra og höfðingja var síðan sinnt af læknum á meðan lögfræðingar og embættismenn komu að mótun stjórnskipulags ríkjanna (Crook, 2008). Allar götur síðan hefur verið litið til lækna, lögfræðinga og presta sem fyrirmynda og fullgildra sérfræðihópa (e. professions) og fagmennska sjálfkrafa verið talin fylgja því að uppfylla ákveðin skilyrði um fagvæðingu eða fagþróun (e. professionalisation). Að uppfylla þessi skilyrði fullgilds sérfræðihóps var álitið meginhlutverk hinna ýmsu faghópa til að öðlast viðurkenningu og virðingu samfélagsins. Innan félagsfræðinnar er þetta sjónarhorn nefnt virknihyggja (e. functionalism). Samkvæmt þessari skil- greiningu er notað hið hefðbundna, stöðuga, óumbreytanlega sjónarhorn bæði á sérfræðihópa og samfélagið. Litið er svo á að hinir fullgildu sérfræðihópar viðhaldi hefðbundnum samfélagsgildum og þar með stöðugleika samfélagsins, ekki síst þegar þessi gildi eiga undir högg að sækja. Sér- fræðihóparnir taki almannaheill fram yfir sérhyggju og öðlist við það virðingu samfélagsins (Parsons, 1968). Harold Wilensky (1964) talar um hina náttúrulegu sögu fagþróunar og hefur skilgreint stigbundið þróunarferli sem fag- hópur gengur í gegnum í þessari röð til að öðlast stöðu fullgilds sérfræðihóps, og er þá átt við hinn hefðbundna skilning. Fóstru- félag Íslands notaði framangreint þróunar- ferli Wilenskys á níunda og tíunda áratug síðustu aldar til þess að rökstyðja baráttu sína fyrir því að stofna fagstéttarfélag og flytja menntun leikskólakennara á háskólastig. Þróunarferli Wilenskys kveður á um eftir- farandi: 1) Starfið verður skuldbundið, fullt starf; það breytist úr ólaunuðu hugsjónastarfi í launað starf stéttar á vettvangi. 2) Formlegri menntun er komið á. 3) Menntunin flyst á háskólastig. 4) Staðbundin og síðar landssamtök eru mynduð og helstu starfsskyldur skilgreindar til aðgreiningar frá starfs- hópum sem sinna tengdu eða sam- bærilegu starfi. 5) Opinber skilgreining á starfssviði og lögverndun tekur gildi. 6) Mótaðar eru siðareglur starfsstéttar- innar. Þær starfsstéttir sem ekki uppfylltu þessi skilyrði voru skilgreindar sem hálfgildings fagstéttir eða semi- sérfræðihópar (Etzioni, 1969). Með nýjum lögum hafa leik- skólakennarar uppfyllt öll þessi skilyrði. Er takmarkinu náð? Norræni leikskólinn á rætur að rekja m.a. til barnagarða Fröbels sem hann stofnaði í Þýskalandi 1840. Fröbel kom einnig á menntun fyrir leik-„pedagoga“ (Johansson, 2004) í tengslum við starf- rækslu barnagarðanna og taldi að konum hentaði mjög vel að vinna þar, sem stað- genglar mæðra. Mér finnst Eva Balke orða þetta mjög vel þegar hún segir að þar með hafi Fröbel umbreytt móðurhlutverkinu í formlegt starfshlutverk (Balke, 1990). Konur voru því í lykilhlutverkum við þróun leikskólans, sem móðurstaðgenglar, fátækar mæður og vinnandi mæður og tilurð leikskólans nátengd þjóðfélagslegri stöðu kvenna í hinum vestræna heimi. En hver er orðræða leikskólakennara um starfsvettvanginn í upphafi 21. aldar? Í nýlegri rannsókn þar sem talað var við enska kennara á öllum skólastigum (Moreau o.fl., 2005) töluðu leikskólakennarar, grunn- skólakennarar á yngsta stiginu og kennarar í stúlknaskólum um starf sitt sem kvenna- starf, kvenvinsamlegt og fjölskylduvænt. Viðmælendur í rannsókninni töldu aðalkost Frábær ráðstefna RannUng og FL Að marka spor Mynd frá Kolbrúnu Mjöll Hrafnsdóttur

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.