Skólavarðan


Skólavarðan - 01.03.2001, Blaðsíða 11

Skólavarðan - 01.03.2001, Blaðsíða 11
Rannsóknir 13 Bandarísk rannsókn Martin Gardiner við Tónlistarskólann í Providence, Rhode Island, USA, kannaði ásamt samstarfsfólki sínu áhrif tónlistar- kennslu á hóp barna á aldrinum fimm til sjö ára. Fjórir skólabekkir í tveimur bandarísk- um skólum voru valdir, samtals 96 nemend- ur. Þeir fengu, ásamt hefðbundnu námi, kerfisbundna kennslu í tónlist og listgrein- um. Samanburðarhópurinn, sem var tveir bekkir, 48 nemendur, fékk eingöngu hefð- bundna kennslu. Sjö mánuðum síðar geng- ust allir nemendurnir 96 undir sérstakt próf. Niðurstaðan varð sú að þeir, sem nutu sérkennslunnar í tónlist og listgreinum, tóku meiri framförum í stærðfræði og lestri en hinir og héldu því forskoti á meðan á rannsókninni stóð, en henni lauk ári síðar. Þetta gerðist þrátt fyrir að í tilraunahópn- um reyndust vera fyrir almennt slakari nemendur en í samanburðarhópnum. Svissnesk rannsókn Viðamikil rannsókn undir stjórn Walde- mar Weber, Maria Spychiger og Jean-Luc Patry á áhrifum tónlistar á námsgetu og samskipti barna fór fram í Sviss á árunum 1988-1991 og náði til 1200 nemenda á aldrinum sjö til fimmtán ára. Tilraunahóp- urinn var tvöfalt stærri en samanburðar- hópurinn. Tónlistartímum hjá börnum í 70 bekkjardeildum var fjölgað úr einum til tveimur á viku í fimm, en hafa ber í huga að kennslustundum í stærðfræði og tungumál- um var fækkað að sama skapi. Saman- burðarhópurinn, 35 bekkjardeildir, naut óbreyttrar, hefðbundinnar kennslu. Enginn munur reyndist á greindarstigi hópanna. Þessi tilraun stóð í þrjú ár. Að henni lok- inni kom í ljós að þeir, sem nutu tónlistar- námsins, stóðu jafnfætis nemendum í sam- anburðarhópnum í stærðfræði og voru þeim fremri í tungumálum þrátt fyrir að kennslustundir í þessum fögum hefðu verið skornar niður til að rýma fyrir tónlistar- iðkuninni. Þá áttu börn úr tilraunahópnum auðveldara en börn úr samanburðarhópn- um með að endursegja sögur, sem voru lesnar fyrir þau, og lýsa atburðum á mynd- rænan hátt. Yngri börnunum í tilrauna- hópnum gekk einnig almennt betur í lestr- arnámi. Að auki reyndust samskipti, bæði við kennarana og innan tilraunahópsins, betri en hjá samanburðarhópnum og færri urðu utanveltu í bekknum. Kínversk rannsókn Agnes S. Chan o.fl. við sálfræðideild Kín- verska háskólans í Hong Kong rannsökuðu hvort tónlistarnám, sem hefst á unga aldri, hafi langtíma jákvæð áhrif á orðminni (ver- bal memory) og sjónminni (visual memory). Þátttakendur í rannsókninni voru 60 stúlkur úr háskólanum. Helmingur þeirra hafði stundað hljóðfæranám í a.m.k. sex ár fyrir tólf ára aldur en hinar áttu ekkert tónlistar- nám að baki. Niðurstöður sýndu að stúlk- urnar með tónlistarnámið mundu orð mun betur en hinar í þeim prófum sem fyrir þær voru lögð. Munurinn var marktækur (1%). Hins vegar kom ekki fram neinn munur á milli hópanna þegar sjónminni var prófað. Þetta bendir til að nám og iðkun tónlistar á barnsaldri kunni að hafa áhrif á hvernig heil- inn þroskast og starfar. Þýsk rannsókn Gottfried Schlaug o.fl. við Heinrich Heine háskólann í Düsseldorf í Þýskalandi telja að það sem styður framangreinda til- gátu Agnesar o.fl. sé að rannsóknir, sem gerðar hafa verið á heilanum og starfsemi hans, hafi m.a. sýnt að vinstra heilahvel mælist stærra í þeim einstaklingum sem iðka tónlist af kappi. Tilteknir hæfileikar, s.s. tónlistargáfa, eru álitnir tengjast mis- mun á gerð og starfsemi hægri og vinstri heilahvela. Schlaug o.fl. mældu heilastærð hæfileikaríks tónlistarfólks og báru saman við heilabú venjulegs fólks. Mælingar þeirra sýndu að vinstra heilahvel reyndist að jafn- aði stærra í því tónlistarfólki er hafði það sem kallað er fullkomið tóneyra, sem kann að benda til þess að heilinn sé eitthvað þroskaðri í slíkum einstaklingum. Lokaorð Skerpir tónlistin skilninginn? Þeirri spurningu hefur enn ekki verið svarað til hlítar. Eigin rannsókn, svo og þær erlendu rannsóknir á sambandi tónlistariðkunar og námsgengis, sem hér hefur verið greint lauslega frá, sanna ef til vill ekkert en fram hjá samhljóða niðurstöðum þeirra verður hins vegar ekki litið. Það hefur heldur ekki verið gert. Í Aðalnámskrá grunnskóla - Listgreinar segir, að tónlist sé sérstakur þáttur í mannlegri greind sem hægt sé að þroska með markvissri kennslu og þjálfun. Tónmenntarkennsla hafi víðtækt gildi sem felist í því að efla alhliða þroska nemand- ans. Þessi viðhorf hefðu tæpast ratað á þennan stað gegn betri vitund eða sannfær- ingu þeirra sem treyst var fyrir að semja þennan hluta námskrárinnar. Sigríður Teitsdóttir Sigríður Teitsdóttir er fædd 1946 í S-Þing. Hún lauk landsprófi 1963, prófi frá Húsmæðraskólanum Varmalandi 1965, kennaraprófi frá KÍ 1969, sérkennaraprófi frá KHÍ 1993 og meistaraprófsnámi í uppeldis- og menntunarfræðum frá framhaldsdeild KHÍ 2000. Hún hefur lengst af starfað sem kennari og kennir nú við Öskuhlíðarskóla. Meistaraprófsritgerð Sigríðar Teitsdóttur ber heitið Tónlistarnám og námsgengi grunnskólabarna. Meginviðfangsefni hennar er að leitast við með tölfræðilegum aðferðum að svara þeirri spurningu hvort samband sé á milli tónlistariðkunar barna á grunnskólaaldri og námsgengis í bóklegum greinum. Spurningar hafa iðulega vaknað um hvort tón- listin búi yfir sérstökum töfrum sem geti nýst eða haft gildi á einstökum sviðum.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.