Skólavarðan


Skólavarðan - 01.03.2001, Blaðsíða 27

Skólavarðan - 01.03.2001, Blaðsíða 27
Í eldra kerfi var að vísu stuðst við stigamat lokaprófa við grunnröðun, en ekki greint á milli formlegrar menntunar, sem lýkur með prófgráðu og er grundvöllur þess að geta aflað leyfisbréfs á framhaldsskólastigi með námi í uppeldis- og kennslufræði, annars vegar og viðbótarnáms og endurmenntunar hins vegar. Þannig gátu kennarar safnað punktum eða stigum fyrir hvers kyns nám og nám- skeið. Stigin voru síðan notuð til að færa menn á milli launaflokka eftir ákvæðum kjarasamningsins. Samkvæmt eldri samn- ingi þurfti 20 stig til þess að færast á milli launaflokka. Bil á milli flokka var 3% og þurfti svo dæmi sé tekið tuttugu stundir á námskeiði til þess að fá eitt stig eða 400 stundir fyrir hækkun um einn launaflokk. Í nýjum kjarasamningi er ekki lengur byggt á slíku kerfi heldur er við miðlæga röðun aðeins tekið mið af formlegum loka- prófum. Sá hluti röðunar til launa gildir því eins fyrir alla samkvæmt ákvæðum kjara- samningsins. Í svokölluðum stofnanaþætti samningsins er síðan reiknað með því að viðbótarnám, nám sem aflað er á orlofsári og endur- menntun séu meðal þess sem liggi til grundvallar á mati á kennslu og kennslu- tengdum störfum. Sá hluti samningsins er enn sem komið er ekki eða varla kominn til framkvæmda en er í undirbúningi. Á nám- stefnu samningsaðila fyrir trúnaðarmenn og skólameistara í febrúar sl. var m.a. fjallað um aðferðafræði í mati á einstaklingum og störfum þeirra til launa. Þetta mat og möguleg aðferðafræði við það er eitt mikil- vægasta umræðuefni hjá Félagi framhalds- skólakennara um þessar mundir. Eðlilega veldur ný skipan mála nokkrum hræringum í röðum félagsmanna okkar. Að mínu mati liggja til þess nokkrar ástæður. Hin fyrsta er einfaldlega sú staðreynd að það er áður óþekkt fyrirbæri í kennara- samningum framhaldsskóla að um mismun- andi mat á viðbótar- og endurmenntun geti verið að ræða milli skóla og milli manna þar sem samningar okkar hafa hingað til verið alfarið miðlægir. Önnur mikilvæg ástæða er sú að þrátt fyrir mikla hækkun grunnlauna sem menn eru upp til hópa ánægðir með þá raskar hin nýja skipan inn- byrðis hlutföllum í launaröðun. Þannig má segja að þeir sem samkvæmt eldri samningi áttu launaröðun sína undir lokaprófamati tapi engu en þeir sem áttu meira undir stigamati á viðbótarnámi sem ekki var lokið með prófgráðu og/eða endurmenntun telja sumir að af þeim hafi verið haft og mennt- un þeirra verðfelld. Ennfremur er ljóst að kennarar treysta misvel á að þeir fái brátt, eða þegar fram líða stundir, frekara mat og launaröðun vegna viðbótarnáms síns og endurmenntunar. Margir benda réttilega á að ekki sé ljóst hvort sérstökum fjármunum verði varið í slíkt viðbótarmat og röðun launa vegna einstaklingsbundinna þátta í samræmi við kjarasamning. Ekki var að mati samningamanna stéttar- félagsins óeðlilegt að endurskoða mat á menntun og leggja aukna áherslu á loka- próf, m.a. vegna þess hve samningar okkar og forsendur þeirra eru sambærilegir við það sem gerist hjá skyldum hópum launa- manna. Við athugun kom í ljós að félags- menn voru að meðaltali tæplega 1 lfl. ofar en þeir sem metnir voru á grundvelli loka- prófa. Ekki var neinn umræðugrundvöllur við ríkið um að lappa upp á gamla kerfið, til dæmis með því að minnka þann stigafjölda sem þurfti til að hækka um flokk, en hann var sem fyrr segir 20 stig eða um 400 stundir í endurmenntun. Stéttarfélagið tel- ur víst að við forgangsröðun samkvæmt greinum kjarasamnings um viðbótarstörf og viðbótarmat kennara verði mat á mennt- un ofarlega á blaði í flestum skólum. Elna Katrín Jónsdóttir Kjaramál 29 Ýmsar grundvallarbreytingar voru gerðar á kjarasamningi framhalds- skólans sem undirritaður var 7. janúar sl. Tekið var upp nýtt launakerfi og ný gerð launatöflu, stigin voru skref í átt til dreifingar á ábyrgð og vinnu- tímakafli samningsins einfaldaður. Mat á menntun félagsmanna er hluti af því sem breytist í tengslum við nýtt launakerfi. Öllum kennurum er endurraðað til launa á grundvelli lokaprófs í fagi eða fögum, kennslu- réttinda á framhaldsskólastigi og kennsluferils. FramhaldsskóliUm mat á menntun Trúnaðarmenn í Skólastjórafélagi Íslands eru almennt andvígir því að gefin verði út sérstök handbók um túlkun nýs kjarasamn- ings grunnskóla. Hins vegar telja þeir æski- legt að samantekt spurninga og svara varð- andi samninginn verði aðgengileg á heima- síðu Kennarasambandsins. Þetta kom m.a. fram á tveggja daga trúnaðarmannafundi SÍ sem haldinn var á Hvolsvelli dagana 16. og 17. mars sl. Á fundinum urðu talsverðar umræður um lengd skólaársins, hlutverk skólastjóra í ljósi nýs kjarasamnings svo og hlutverk skóla- stjóra, sveitarstjórna og menntamálaráðu- neytis varðandi ákvörðun um starfstíma skóla. Miklar umræður spunnust um nýjan kjara- samning skólastjóra og voru menn yfirleitt nokkuð ánægðir með niðurstöðuna. Þó kom fram að skólastjórar í fámennum skólum og aðstoðarskólastjórar í meðalstórum skólum væru óánægðir með útkomu sína. Fundarmenn lýstu yfir ánægju með þann tíma sem skólastjórar hafa nú til ráðstöfun- ar á starfstíma skóla og aukna möguleika á að dreifa stjórnunarábyrgð innan skóla. Miklar umræður urðu um 9,14 tímana og innri og ytri ramma vinnutíma kennara. Samningsréttarmál skólastjóra og fram- tíðarskipulag Kennarasambands Íslands voru einnig ofarlega á baugi á fundinum. Kári Arnórsson, starfsmaður SÍ, fjallaði um stöðu félagsins innan KÍ. Hann rakti hvernig afstaða til starfs skólastjóra og stjórnunar hefði breyst bæði innan sambandsins og í samfélaginu á undanförnum árum. Niður- staða Kára var sú að staða SÍ hefði styrkst verulega. Hins vegar væru ýmsar spurningar á lofti, til dæmis varðandi aðild starfsfólks á skólaskrifstofum að félaginu, en það fær ekki laun samkvæmt launatöflu skólastjóra þó svo að félagið semji fyrir þess hönd. Trúnaðarmannafundur skólastjóra Nýr kjarasamningur og staða skóla- stjóra efst á baugi F r é t t

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.