Skólavarðan - 01.04.2001, Blaðsíða 21

Skólavarðan - 01.04.2001, Blaðsíða 21
Enn eitt þróunarverkefnið við skólann er skákkennsla. Hún er nú hluti af námi í þriðja bekk og er enginn vafi á því að kennsla í skák eykur eftirtekt og skerpir rökhugsun og kemur því að gagni í öllu námi. Við leitumst við að sigrast á feimni okkar og náum því takmarki að líða vel í ræðustól. (Gurrý ritari) ,,Við leggjum mikla áherslu á að nem- endur Hvaleyrarskóla eigi sér samastað í tungunni. Það felur í sér að menn búi við mállegt öryggi sem gefi þeim tilfinningu fyrir því að þeir geti sagt það sem þeir vilja, á þann hátt sem þeir kjósa, við hvaða að- stæður sem er,“ segir Helga og segir grunninn að þessu vera markvissa málörvun í leik og starfi sem verið hafi við lýði við skólann allt frá byrjun. Fljótlega var mark- viss málörvun sett í stunda- töflu og börnin prófuð í þáttum á borð við í fram- sögn, frásögn og þátttöku í umræðum og þeim gefnar einkunnir fyrir. Afrakstur þessarar vinnu kemur síðan berlega í ljós þegar börnin koma í ræðupúlt og kynna ýmis verkefni. Einn afraksturinn af K-B-F var ljóðabók sem gefin var út á tíu ára afmæli skólans vorið 2000 þar sem finna má ljóð sem börn og ættingjar þeirra sömdu í sam- einingu. ,,Það er stórkostleg tilfinning að horfa á barn segja frá því sem það hefur verið að gera og ég veit ekki hver er stoltastur; barn- ið, foreldrar, kennarar eða ég,“ segir Helga brosandi. Stefna ber markvisst að því að nem- endur hafi trú á sjálfum sér. (Steinar kennari) Hvaleyrarskóli er fjölmenningarlegur skóli. Þar eru nú tuttugu og sex nýbúar og tvítyngdir nemendur sem koma frá fimmt- án þjóðlöndum. Til að gefa öðrum nem- endum og starfsfólki skólans kost á að kynnast menningu og löndum þeirra var nú í mars ein vika helguð samstarfsverkefninu K-B-F undir yfirskriftinni Þjóðerni og tungumál í Hvaleyrarskóla. Helga segir markmiðið hafa verið að tengja saman ólíka menningarheima, víkka sjóndeildarhring nemenda, kennara og foreldra, auka víðsýni og síðast en ekki síst að stuðla að jákvæðri samvinnu heimila og skóla. Deildarstjóri í sérgreinakennslu skipu- lagði verkefnið og nemendur unnu undir stjórn kennara að verkefnum um fjórtán lönd. Í sal var komið upp básum þar sem hægt var að kynnast hverju landi og sér- kennum þess. Þar var meðal annars hægt að sjá þýskan fótboltabúning, krydd og hrís- grjón og Prins Póló. Foreldrar elduðu mat, lánuðu þjóðbúninga og styttur af guðum og einnig var hægt að sjá hvernig hefðbundinn breskur morgunverður er borinn fram. Kryddlyktin úr indverska básnum finnst jafnvel enn í salnum. Stóri dagurinn rann síðan upp þann átt- unda mars þegar nemendur kynntu verk- efnið, fluttu ljóð og ýmsan fróðleik. Í samskiptum kennara og nemanda skiptir öllu að honum finnist kennar- inn sanngjarn. Stundum hefur mér fundist barn þurfa örlítið bros eða hrós þegar það hefur ekki unnið til þess. (Alfreð kennari) Mikill áhugi og metnaður ríkir í Hvaleyr- arskóla og nú, skólaárið 2000 til 2001, er unnið að þróunarstarfi tengdu námsað- lögun. Í hefti þar sem þessu þróunarstarfi er fylgt úr hlaði segir: ,,Námsaðlögun miðar að því að koma á varanlegu skipulagi þar sem allir nemendur hafi sem jöfnust tækifæri til að ná árangri í námi án þess að vera dregnir í dilka eftir þekkingu, færni, skilningi eða námsefni. Námsaðlögun er því ekki sérkennsla heldur miðast við að nemendur hafi í grófum dráttum sömu námskrá og markmið en fái tækifæri til að vinna að þeim á mismunandi hátt.“ Helga telur skyldur skólans vera að hver nemandi, burtséð frá styrk sínum eða veik- leikum, fái tækifæri til að ná stöðugum ár- angri í námi og segir að ef skólinn nái ekki að sinna þessum skyldum sínum verði hann að leita orsaka hjá sjálfum sér ekki síður en hjá nemandanum. ,,Það er ekki barninu að kenna ef því gengur illa í skólanum. Það er oft okkur í skólanum að kenna því að við gerum kannski of miklar kröfur til þess og getum ekki veitt barninu þau úrræði sem það þarfnast. Við verðum að gera hæfilegar kröfur til hvers nemanda. Þannig ráða þeir við námsefnið og eru ekki að klífa fjöll sem þeir ráða ekki við. Eitt samvinnuverkefni skólans og heimila hefur verið að fá bæjar- yfirvöld til að útvega skólanum þau gögn sem hann þarf.“ Reynum að vera þolinmóð, hrein- skipt og réttlát í starfi okkar með nem- endum. Greiðum úr erfiðleikum jafn- óðum og dæmum verk nemenda en ekki þá sjálfa. Takist þetta er kominn grunnur að góðum árangri. (Linda kennari) Helga og starfsfólk hennar hafa lagt mikla áherslu á að ná góðum árangri í starfi skólans. Nú sýna nemendur í Hvaleyrarskóla mikinn ár- angur í námi. Lykillinn að velgengninni er gott innra starf þeirra sem vinna í skól- anum. Það er við hæfi að ljúka heimsókninni í Hvaleyrarskóla með orðum starfsfólks um framtíðarstefnu skólans. Þetta eru falleg orð sem allir starfsmenn skólans hjálpuðust að við að móta og segja í raun allt sem segja þarf um skólann á holtinu. ,,Í Hvaleyrarskóla búum við nemendur okkar undir framtíðina. Við mótum þroska- vænlegt umhverfi þar sem ríkir áhugi og metnaður meðal starfsfólks og nemenda. Við kennum nemendum að tjá sig munnlega og skriflega, gerum sanngjarnar kröfur til þeirra og gerum þá ábyrga fyrir námi sínu og hegð- un. Með styrkri stjórn og jákvæðri stjórnun, samræmi í störfum okkar, skipulögðum vinnubrögðum, ábyrgu foreldrasamstarfi og öflugu félagslífi stuðlum við að vellíðan í skólanum og góðum árangri.“ Steinunn Þorsteinsdóttir Heimsóknin 27

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.