Skólavarðan - 01.06.2001, Blaðsíða 4

Skólavarðan - 01.06.2001, Blaðsíða 4
Laufey Petrea Magnúsdóttir: Eru samræmd stúdentspróf fullgild? Samkvæmt 24. gr. laga um framhalds- skóla frá 1996 skulu lokapróf úr framhalds- skóla, svo sem stúdentspróf, vera samræmd í tilteknum greinum sem nánar er kveðið á um í reglugerð. Nú hafa fyrstu drög að reglugerð um samræmd stúdentspróf litið dagsins ljós og vekja þau ýmsar spurningar. Ég hef kosið að velta hér fyrir mér spurn- ingu sem varðar fyrst og fremst hugtakið stúdentspróf. Í raun er stúdentsprófið sem slíkt hvergi skilgreint, hvorki í lögum né í aðalnámskrá. Þar segir einungis að námi á bóknámsbrautum ljúki með stúdentsprófi. Ég hef staðið í þeirri trú að við hefðum nokkuð sameiginlegan skilning á hugtakinu stúdentspróf en nú, þegar verulega reynir á þennan sameiginlega skilning, er ég tekin að efast. Merkir stúdentspróf það sama og lokapróf, merkir lokapróf það sama og yfir- litspróf - um hvers konar próf er hér að ræða? Sú skólastefna sem boðuð er í nýrri aðal- námskrá gerir ráð fyrir því að námi í öllum námsgreinum verði skipt upp í náms- áfanga. Stúdentspróf er þá í raun viss prófgráða sem nemendur hljóta þeg- ar þeir hafa lokið tilteknum fjölda námseininga samkvæmt þeirri skipan náms sem námskráin mælir fyrir um. Stúdentsprófið verður því hvorki skilgreint sem lokapróf né yf- irlitspróf heldur einungis sem safn tiltekinna áfangaprófa. Í aðalnámskrá segir hins vegar svo um bekkjaskóla: „Ef skól- ar kjósa að halda yfirlits- próf/stúdentspróf þá gildir eftirfarandi: Nemandi telst hafa lokið stúdentsprófi þegar hann hefur gengist undir lokapróf í öllum námsgrein- um sínum...“ (bls. 58). Í ljósi þessa er vert að velta því fyrir sér hvor skilgreiningin verði lögð til grundvallar í reglu- gerð um samræmd stúdents- próf. Í fyrstu grein draganna segir: „Með samræmdu stúd- entsprófi er átt við próf sem haldið er í lokaáföngum til- tekinna námsgreina í kjarna eða á kjörsviði námsbraut- ar...“ Ef við hugsum okkur samræmt stúdentspróf sem lokapróf (próf sem tekið er þegar nemandi hefur lokið öllum áföngum í við- komandi grein) þá getur það hugs- anlega merkt yfirlitspróf þar sem lokamarkmið náms í viðkomandi námsgrein eru metin. Ef við hins vegar skiljum þetta sem tiltekið áfangapróf hljóta áfangamarkmið viðkomandi námsáfanga að liggja prófinu til grundvallar. Þar sem loka- markmið námsgreina eru mun almennari en áfangamarkmið tiltekinna námsáfanga þarf öllum að vera ljóst hvaða markmið að- alnámskrár samræmdum stúdentsprófum er í raun ætlað að mæla. Ekki er þó allur vandi úr sögunni. Sam- kvæmt drögum að reglugerð um samræmd stúdentspróf er öllum nemendum á bók- námsbrautum framhaldsskólanna skylt að þreyta prófin. Þar með verður hugmyndin um stúdentspróf sem tiltekið lokapróf enn flóknari. Það stríðir beinlínis gegn skóla- stefnunni að gera nemendum skylt að þreyta samræmd próf í áföngum á kjörsviði þeirra. Þar sem skólastefnan boðar að nem- endur skuli hafa frelsi til þess að velja kjör- sviðsgreinar og fjölda áfanga/eininga, um- fram níu eininga lágmarkið, getur nemand- inn sjálfur ákveðið hvaða greinar hann vel- ur og hvenær hann skilgreinir námslok í hverri þeirra. Samræmd próf geta því ein- ungis tekið til áfanga í kjarna nema því að- eins að þau verði valfrjáls. Eftir stendur spurningin: Eru samræmd próf á bóknáms- brautum framhaldsskólanna stúdentspróf? Þorvarður Helgason: Um drög að reglugerð um fyrirkomu- lag og framkvæmd samræmdra stúd- entsprófa Við fyrsta lestur reglugerðardraganna kemur gamla og góða landsprófið upp í hugann. Hér eru framkvæmdaratriði Umræðan Þann 10. maí sl. boðaði menntamála- ráðuneytið til málþings um sam- ræmd stúdentspróf. Nánar verður sagt frá málþinginu og eftirmálum þess síðar, en Skólavarðan fékk Lauf- eyju Petreu Magnúsdóttur, kennara við Menntaskólann á Akureyri, og Þorvarð Helgason, fyrrverandi kenn- ara við Menntaskólann við Hamra- hlíð, til að fjalla um málefnið frá ólík- um sjónarhornum. Samræmd stúdentspróf 5 „Ég hef staðið í þeirri trú að við hefðum nokkuð sameiginlegan skilning á hugtakinu stúdents- próf en nú, þegar verulega reynir á þennan sam- eiginlega skilning, er ég tekin að efast. Merkir stúdentspróf það sama og lokapróf, merkir lokapróf það sama og yfirlitspróf - um hvers konar próf er hér að ræða?“ „Ásetning slíks prófs hlýtur að leiða hugann að ábyrgðinni sem með því yrði sett á framhalds- skólakerfið - sem næst sömu kennslugæði í öll- um skólunum - án þess væri prófið óréttlátt.“

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.