Skólavarðan - 01.08.2001, Blaðsíða 20

Skólavarðan - 01.08.2001, Blaðsíða 20
Svipmynd af skólastarfi Ég hóf sumarleyfið mitt í júní sl. með því að fara ásamt samkennurum mínum í skólaheimsókn til Suður Bretlands. Ferðin var í alla staði mjög ánægjuleg og afar gagnlegt að fá tækifæri til þess að kynnast skólastarfi í öðrum löndum. Áður höfum við heimsótt skóla í Edinborg og í Halifax. Stúlku- og drengjaskólar Heimsókn okkar var skipulögð af for- stöðumanni fræðsluskrifstofunnar í Bournemouth og stóð hann sig frábærlega vel. Við vildum fá að skoða sérstaklega tölvunotkun í kennslu og fræðast um gæða- stjórnun og mat á skólastarfi. Skólarnir sem við heimsóttum voru á unglingastigi með nemendur frá 11-18 ára. Við skiptum okkur í minni hópa og heimsóttum mjög mismunandi skóla en skoðuðum svipaða hluti í þeim öllum. Í Bournemouth er að finna bæði kynjaskipta og blandaða skóla en það mun ekki vera dæmigert fyrir önnur svæði í Bretlandi. Rökin fyrir kynjaskipt- ingu virtust helst vera þau að svona hefði þetta alltaf verið! Foreldrar hafa samt tölu- vert val um það í hvaða skóla börn þeirra ganga og systkini velja ólíkar leiðir eftir því hvað hentar þeim sjálfum. Nemendur þreyta samræmd próf ellefu ára og aftur sextán ára. Þeir sem ná bestum árangri ell- efu ára geta farið í sérstaka skóla fyrir dug- lega nemendur þannig að u.þ.b. 20% þeirra bestu fara úr almennu skólunum. Í öllum skólum sem við skoðuðum var geta nemenda blönduð. Nemendur sýna skólann Í flestum skólunum tóku fulltrúar nem- enda á móti okkur, sýndu okkur skólann og svöruðu spurningum. Þetta var mjög skemmtilegt og frábært hversu vel þeir stóðu sig, enda var það hlutverk þeirra að taka á móti gestum, vera í forsvari fyrir skólann og aðstoða kennara við ýmislegt. Einn daginn fylgdum við nokkrum nem- endum í tíma og kynntumst kennslu í ein- stökum greinum nánar. Það einkennir nemendur almennt hversu auðvelt þeir eiga með að tjá sig. Það var sama hvað spurt var um, alltaf höfðu þeir svör á reiðum höndum og skoðanir á öllu. Leikræn tjáning er afar stór þáttur í skólastarfi í Bretlandi og mjög vinsæl og á vafalaust sinn þátt í því hve nemendur eru opnir. Listgreinar, s.s. tón- list og myndmennt, eru einnig mjög vin- sælar og nemendur áhugasamir um að sýna frammistöðu sína í þeim. Ritun í öllum greinum Athyglisvert þótti mér að ritun er mjög stór þáttur í öllum námsgreinum. Í upphafi allra verkefna eru sett skýr markmið, hvað ætlum við að gera og til hvers erum við að því? Hvernig ætlum við að leysa verkefnið, hvaða leiðir veljum við til þess og hvers vegna veljum við þær? Þetta er gert munn- lega og skriflega. Í lokin er svo aftur skrifað um hvað var gert, hvernig það gekk, hvers vegna gekk vel eða illa og hvað mætti betur fara. Þetta gera nemendur í öllum grein- um, líka verklegum. Nemendur í leikrænni tjáningu skrifuðu um það sem þeir voru að gera í nokkurs konar dagbók í lok hverrar viku. Við mat á árangri nemenda eru mark- mið einnig mjög skýr. Ekki nægir að nem- andi segist ætla að bæta sig í stærðfræði heldur þarf hann að skoða alla þætti stærð- fræðinnar og greina hvað hann kann og hvað ekki. Hann setur sér svo markmið um til dæmis að bæta margföldun eða deilingu og vinnur að því. Með þessu móti verður á- byrgð nemandans meiri og námið markvissara. Kennarinn aðstoðar á allan hátt, útvegar verkefni og met- ur árangur. Tölvukostur skólanna var mjög góður og aðgengi nemenda að tölv- um gott. Þær voru í öllum stofum, líka í verklegum greinum. Nemendur og kennarar hafa aðgang að innanhússneti auk Internetsins. Það sem virtist skipta mestu máli var að í tölvustofunum var starfandi tæknimaður sem sá um öll tæknimál, svo kom kennarinn með nemendur og kenndi! Tölvuumsjónarmaðurinn sá um allt, fann til heimasíður og krækjur fyrir ýmis verk- efni og efni sem nemendur áttu að vinna með og bjó í hendur kennara og nemenda með því að setja það á innanhússnetið. Við Evrópa 22 Skólaheimsókn til Bournemouth Það einkennir nemend- ur almennt hversu auð- velt þeir eiga með að tjá sig. Það var sama hvað spurt var um, alltaf höfðu þeir svör á reið- um höndum og skoðanir á öllu. Leikræn tjáning er afar stór þáttur í skólastarfi í Bretlandi og mjög vinsæl og á vafalaust sinn þátt í því hve nemendur eru opnir.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.