Skólavarðan


Skólavarðan - 01.09.2001, Blaðsíða 19

Skólavarðan - 01.09.2001, Blaðsíða 19
stofa, kennsluráðgjafar, starfsfólk Náms- gagnastofnunar, fólk úr menntamálaráðu- neyti, kennaramenntunarfólk og námsefn- ishöfundar. Þegar ég kynnti hugmyndina fyrir boðs- gestum sendi ég þeim þessar forsendur: Við aldahvörf stendur grunnskólinn á tímamótum. Nokkur reynsla er fengin af nýrri skipan hans undir stjórn sveitarfélag- anna, framundan er að hrinda í framkvæmd nýrri aðalnámskrá, sérkennslumál eru mjög í deiglunni, nýjar skólaskrifstofur eru að festa sig í sessi, unnið er að viðamiklum breytingum á kennaramenntun, símennt- unarmál eru í uppstokkun og upplýsinga- tæknin setur mark sitt á umræðuna um skólann. Áhugi foreldra á að leggja af mörkum virðist mjög vera að vaxa. Þrátt fyrir þessa gerjun bendir fátt til þess að innra starf skólans og kennsluhættir séu mikið að breytast. Skapandi starf, tján- ing, gagnrýnin hugsun, frumkvæði, sam- vinna, virk vinnubrögð og heildstæð og áhugaverð viðfangsefni sem eiga erindi við nemendur virðast eiga jafn erfitt uppdrátt- ar og áður. Mikilvægar spurningar sýnast þessar: • Hver er staða grunnskólans nú við aldahvörf? • Veitir hann nemendum það veganesti sem þeir þurfa inn í 21. öldina? • Hverjir eru helstu veikleikar grunn- skólans og hverjar eru sterkar hliðar hans? • Hvernig bætum við skólann? • Hvaða viðfangsefni eru mikilvægust? • Hvaða leiðir eru vænlegastar? Fundurinn var haldinn í Kennaraháskól- anum 26. nóvember og var þankahríðin í þremur umferðum. Í fyrstu umferð var svarað spurningunni: Hver er meginstyrkur íslenska grunn- skólans? Í annarri lotu var sjónum beint að veikleikum í starfi grunnskólans. Í þriðju umferð var ráðist í að setja fram (a.m.k. 50) hugmyndir um leiðir til að bæta skólann. Svör þátttakenda á fundinum við þessum þremur spurningum er að finna hér í greininni. Ingvar Sigurgeirsson Höfundur er prófessor og deildarforseti grunndeildar Kennaraháskóla. SJÁ NÆSTU SÍÐU Hugarf lugsfundur 21 • Flutningurinn yfir til sveitarfélaga. • Lenging skólatímans. • Mörg sveitarfélög gera vel við skóla sína. • Stjórnun skóla er að dreifast á fleiri aðila. • Einsetning grunnskólans. • Tölvutæknin er að halda innreið sína í skólann. • Sjálfstæði kennara. • Aukinn áhugi foreldra á skólastarfi. • Aukin vitund skólamanna um að bæta samskipti við foreldra. • Lífsleikni sem ný og mikilvæg námsgrein. • Áhersla á að gera nemendur að góðu fólki. • Nemendur verði fróðir og góðir. • Margar skemmtilegar úrlausnir í skólamálum (dæmi Korpuskóli). • Aukin áhersla á stjórnun. • Mikil fagmennska. • Aukin áhersla á mat á skólastarfi. • Danskennsla í skólum. • Efling endurmenntunar. • Öflug endurmenntun hjá sveitar- félögum. • Aukin reynsla af þróunarstarfi í skólunum. • Tungumálakennsla er að flytjast neðar. • Efling faggreinakennslu í Kennara- háskóla Íslands. • Skólastjórar líta meira á sig sem leiðtoga en áður. • Aukin áhersla á nýsköpun. • Vaxandi skilningur á því að náms- aðferðir skipti meira máli en námsefni. • Gróska í skólastarfi. • Tækifæri kennara til að mennta sig hafa margfaldast. • Fleiri tækifæri til framhaldsnáms. • Ráðning námsráðgjafa. • Ný námskrá, skólanámskrár. • Aukin áhersla á líðan nemenda í skólum. • Meiri rannsóknir á skólastarfi. • Aukin áhersla á gagnrýna hugsun. • Aukið fjárhagslegt sjálfstæði skóla. • Aukin áhersla á nám í stað kennslu. • Aukið samstarf milli skólastiga. • Fáir nemendur í sérskólum. • Aukin áhersla á uppeldishlutverk heimila. • Mikil auking og fjölbreytni í útgáfu námsefnis. • Úttektir og mat á skólastarfi. • Kennarar bera höfuðið hærra. • Meiri kennsluráðgjöf. • Aukin vitund um að koma betur til móts við ólíkar þarfir nemenda og mismunandi getu. • Nýr skilningur á greindarhugtakinu. • Gróska í leikskólum hefur jákvæð áhrif á grunnskólann. Hver er meginstyrkur íslenska grunnskólans - hvað er helst jákvætt við þróun hans um þessar mundir?

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.