Skólavarðan


Skólavarðan - 01.09.2001, Blaðsíða 27

Skólavarðan - 01.09.2001, Blaðsíða 27
Bestu æskuminningar margra tengjast við áhyggjuleysið sem fylgir því að gleyma sér í leik. Þótt alltaf hafi verið sólskin í gamla daga þá var það sérstak- lega skært og ljúft þegar fullorð- inn gaf sér tíma frá hvunndegin- um til þess að leika með, segja sögur eða setjast augnablik og fá sér drulluköku með sóleyjum. Bestu fullorðinsminningar úr vinnunni tengjast þessari sömu tilfinningu. Þannig háttar til þar sem ég hef stýrt leikskólastarfi sl. sex ár að við höfum valið að nota starfshætti Hjallastefnunn- ar til þess að búa börnum og fullorðnum gleðilegt starfsum- hverfi. Þar er innifalið að ávallt er fastur kennari með sama hóp daginn og veturinn langan. Hann er æðsta vald í ríki sínu svo fremi sem hann tileinkar sér viðhorf og vinnubrögð Hjalla- stefnunnar og fylgir aðal- námskrá leikskóla. Og nú nálg- umst við það sem mér liggur á hjarta en það er starfsgleði full- orðinna og barna sem tryggir ylinn frá góðum bernskuminn- ingum seinna. Starfsgleðin er tryggð þegar sú stund rennur upp að hópurinn sigrar kennarann sinn. Oft fara tvær til þrjár vikur að hausti í að kynnast einstakl- ingunum í hópnum og finna hvernig þeim líður sem best saman. Mikil orka fer í að æfa hegðunarreglur og sam- stilla alla strengi og leikskólakennar- inn er farinn að efast svolítið um að hann muni nokkurn tíma ráða við þessi litlu tröll. En svo einn góðan veðurdag gerist eitthvað, það heyrist næstum því bjölluhljómur; hópurinn og kennarinn ná saman. Börn eru frá- bær og þau læra svo miklu meira um lífið og tilveruna þegar það er gaman. Og aldrei er eins gaman og þegar kennarinn skemmtir sér um leið og hann kennir allt sem hann á að kenna. Enda kemur sífellt í ljós við úrlestur skráninga úr vinnustundum að þær innihalda öll þau atriði sem við teljum að séu menntandi ef fyrsta reglan hef- ur verið höfð í heiðri, þ.e. að gaman sé í leikskóla. Ekkert nærir starfsánægju leikskólastjórans betur en að ganga á milli hópa og sjá hvern af öðrum vera að læra í gegnum leik. Leikskólakennari kútveltist á gólfinu og heldur kannski smástund að hann sé raunveru- legt ljón í frumskógi en er um leið meðvitaður um framlag sitt til hreyfiþroska barnsins. Tón- listarhópurinn er að læra hryn og laglínur og kennaranum finnst ekkert tónverk hafa verið samið fegurra. Hlutverkaleikur þar sem kennarinn er Þyrnirós eða geimvera og kennir grunn- atriði í samskiptum og sam- vinnu um leið og hann kemur grunnhugtökum að. Í myndlist- arkróknum er hópurinn hálfur á kafi í bala með pappírsaf- göngum og er að endurvinna og læra um umhverfi sitt um leið og hann skapar, kennarinn er mest útbíaður af öllum og ekkert að velta því fyrir sér að svo þurfi að þrífa. Enda taka börnin þátt í „fullorðinsvinnu“ af sömu gleði og leikskólakenn- arinn í „barnavinnu“ og ekki fer minnsta námið fram í daglegum verk- um. Svona mætti lengi telja. Fyrir utan girðingu er hópur í holtinu að heimsækja álfa og í sandkassanum sést í afturenda fullorðins sem er að mæla hvað sé langt eftir til Kína. Á þessum tímamótum, þegar hóp- urinn hefur sigrað kennarann sinn, hefur myndast gagnkvæmt traust og foreldrarnir finna að börnin eru í höndum þess sem er ekki sama um þau. Það tryggir gagnkvæma virðingu á milli heimilis og skóla sem er alger forsenda þess að barninu líði vel. Stundum sjáum við eða heyrum í kennurum á öllum skólastigum með gremjuhrukkur dýpri en hláturshrukk- urnar og finnst fleira erfitt en gaman í vinnunni. Nemendur þeirra muna betur eftir kökk í hálsi og útsýninu í gegnum hliðið en sólskininu sem þau eiga að fá að muna þegar þau eru orð- in stór. Ingibjörg Kristleifsdóttir skólastúlka Höfundur er skólastjóri í Engjaborg, en í námsleyfi um þessar mundir. Smiðshöggið 30 Starfsgleðin er tryggð þegar sú stund rennur upp að hópurinn sigrar kennar- ann sinn. Oft fara tvær til þrjár vikur að hausti í að kynnast einstaklingunum í hópnum og finna hvernig þeim líður sem best saman. Mikil orka fer í að æfa hegðunarreglur og samstilla alla strengi og leikskólakennarinn er farinn að efast svolítið um að hann muni nokkurn tíma ráða við þessi litlu tröll. En svo einn góðan veðurdag gerist eitthvað, það heyrist næstum því bjölluhljómur; hópurinn og kennarinn ná saman. Þegar kennari og nemendur ná saman

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.