Skólavarðan


Skólavarðan - 01.11.2001, Blaðsíða 25

Skólavarðan - 01.11.2001, Blaðsíða 25
Heilsufarsvandamál sem tengjast lifnaðar- háttum nútíma fólks í hinum vestræna heimi hafa aukist til mikilla muna á undanförnum árum og má í því sambandi nefna að kyrr- seta er mun meiri og fólk hreyfir sig minna en áður. Samfara þessum breytingum hafa ofþyngd og offita meðal fólks, bæði í Evr- ópu og Bandaríkjunum, aukist mjög. Í kjöl- farið hefur tíðni ýmissa fylgisjúkdóma hækkað og má þar til dæmis nefna hjarta- og æðasjúkdóma og sykursýki. Töluverð umræða hefur verið um þessi málefni undanfarin misseri og flestir eru sammála um að þjóðfélagið þurfi að bregð- ast við breyttum lifnaðarháttum og aðstæð- um. Því er ekki úr vegi að skoða aðeins hvað felst í þessu heilsufarsvandamáli og reyna að gera sér grein fyrir hversu alvar- legt það er á Íslandi. Í þessari grein verður rýnt í bæði innlendar og erlendar kannanir og rannsóknir sem hafa verið gerðar á þessu sviði á undanförnum árum. Ofþyngd og offita Áður en við skoðum niðurstöður vísinda- rannsókna er ekki úr vegi að skýra út hvernig holdafar fólks er mælt eða metið. Notast er við alþjóðleg viðmiðunarmörk og hugtakið líkamsþyngdarstuðull (LÞS) oftast notað, en hann er skilgreindur á eft- irfarandi hátt: LÞS = þyngd (kg)/hæð (m)2 Varðandi viðmiðunargildi fyrir ofþyngd og offitu níu ára barna eru oftast notuð bandarísk viðmiðunargildi sem eru: Ofþyngd: LÞS > 19,7 Offita: LÞS > 23,0 (strákar), LÞS > 22,6 (stelpur) Sambærileg viðmiðunarmörk fyrir fullorðna frá Alþjóða heilbrigðis- stofnuninni (WHO) eru: Vannæring: LÞS < 18,5 Kjörþyngd: LÞS 18,5 - 24.9 Ofþyngd: LÞS 25,0 - 29,9 Offita: LÞS ≥ 30 Með því að nota þessi viðmiðunargildi fyrir holdafar ætti að vera tiltölulega auð- velt fyrir foreldra og aðstandendur að fylgj- ast með þróun líkamsþyngdarstuðuls hjá börnum sínum og einnig hjá sjálfum sér. Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar, bæði í Ástralíu, Evrópu og Bandaríkjunum, og sýna þær undantekningalaust að of þungum og of feitum einstaklingum fer hratt fjölgandi (Seidell, 1999 og WHO). Meðal annars er talið að offita sé eitt al- gengasta heilsufarsvandamál vestrænna þjóðfélaga, en 33% íbúa Bandaríkjanna og 20% Evrópubúa eru of feit miðað við lík- amsþyngdarstuðulinn? Yfir 300.000 ein- staklingar látast árlega í Bandaríkjunum af völdum sjúkdóma sem tengjast offitu og áætlaður árlegur kostnaður þar vegna offitusjúkdóma (greining og meðhöndlun) er að minnsta kosti 100 milljarðar dollara sem er meira en samanlagður kostnaður vegna margra algengra sjúkdóma. Á Íslandi hafa ekki verið gerðar margar kannanir eða rannsóknir sem taka fyrir tíðni ofþyngdar eða offitu. Í könnun Hjartaverndar sem birt var nýlega kemur í ljós að 20% þeirra sem eru 30 ára og eldri eiga við offituvandamál að stríða. Einnig kemur fram í niðurstöðum Hjartaverndar að 45% fullorðinna einstaklinga (45-64 ára) eru of þung, þ.e. LÞS á bilinu 25-29.9. Þetta þýðir að fullorðnum, sem eiga við vandamál að stríða í tengslum við ofþyngd eða offitu, hefur fjölgað mikið á Íslandi á síðustu árum. Í nágrannalöndum okkar, til dæmis á Norðurlöndum, hafa verið gerðar margar rannsóknir á þessum sviðum, sumar þeirra spanna einnig lengra tímabil og því hefur verið fylgst með þróun mála yfir lengri tíma. Í einni slíkri rannsókn frá Danmörku kemur fram að fjölgun of feitra eða of þungra einstaklinga var mest meðal ungs fólks en rannsóknin tók til allra aldurshópa (Heitmann o.fl., 1999). Í henni kemur fram að í sumum skólum eru um 66% unglinga á aldrinum 14-16 ára annaðhvort of þung eða of feit. Fleiri rannsóknir erlendis frá sýna svipaða þróun, þ.e. að offita meðal barna og unglinga eykst mjög mikið. Brynhildur Briem lektor við Kennarahá- skóla Íslands skoðar í meistaraprófsverkefni sínu hvaða breytingar hafa orðið á hæð, þyngd og líkamsþyngdarstuðli níu ára barna frá árinu 1938 til ársins 1998 á Ís- landi (Briem, 1999). Niðurstöður hennar sýna að hlutfall of feitra barna hefur hækk- að úr 0,2% í 4,8% og hlutfall barna sem eru yfir kjörþyngd hefur hækkað úr 2% í 19% á sama tímabili. Í könnun Brynhildar Briem voru eingöngu skráðar þær breyt- ingar sem urðu á LÞS á þessu 60 ára tíma- bili en ekki var leitað að sérstökum skýr- ingum á því af hverju börn hafa þyngst svona mikið. Ljóst er af þeim rannsóknum sem hér Rannsóknir 28 Erlingur Jóhannsson, doktor í íþrótta- fræðum og forstöðumaður íþrótta- fræðaseturs KHÍ á Laugarvatni, er ásamt fleiri fræðimönnum að undir- búa stóra rannsókn á líkamsástandi níu og tíu ára barna á Íslandi. Eins og flestir sem velta þessum málum fyrir sér hefur hann áhyggjur af áhrifum „velferðar“ á heilsufar barna og full- orðinna og segir í grein sinni frá nið- urstöðum rannsókna á þessu sviði ásamt því að ræða hvaða leiðir eru færar til úrbóta. Íslensk börn: Feit og löt að hreyfa sig? Þar eru dæmi um börn sem eru 49 kg þyngri en áætluð kjörþyngd segir til um. Þau eru oft mjög illa á sig komin og eiga í miklum vandræðum bæði líkamlega og ekki síður félagslega. Sum þeirra eiga í miklum erfiðleikum með að ganga rólega nokkur hundruð metra. Þegar þau eru komin á ung- lingastig hætta þau að vilja mæta í íþróttatíma, meðal annars vegna þess að þau vilja ekki að hinir krakkarnir sjái hvernig þau líta út.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.