Skólavarðan - 01.12.2002, Blaðsíða 14

Skólavarðan - 01.12.2002, Blaðsíða 14
ur tungumálið enn betur og um menningu þjóðarinnar. Þetta kost- ar mikla vinnu og skipulagningu ef vel á að vera, en því miður gengur illa að fá styrki til nemendaskipta og þess vegna er ekki hægt að leyfa öllum árgöngum að taka þátt í slíkum ferðum.“ Erna segist alltaf taka Dönum eða öðrum Norðurlandabúum, sem koma í heimsókn í skólann, fegins hendi. „Þá fæ ég gestina til að koma inn í bekki og vera með einhverjar kynningar svo að nem- endur heyri dönsku eða önnur Norðurlandamál og fái æfingu í að spyrja og tjá sig. Í september vorum við til dæmis með danskan farandkennara. Hún fór með í ferð 10. bekkja í Þórsmörk en fékk það verkefni að tala eitthvað við alla nemendur á dönsku í ferðinni. Nemendur höfðu mjög gaman af þessu og margir voru ánægðir með sig þegar þeir áttuðu sig á hversu vel þeim gekk í þessum sam- tölum. Á síðustu vikum höfum við einnig fengið kennaranema frá Finnlandi í heimsókn og nokkra danska kennaranema. Það hefur örugglega mikið að segja að kennari geti talað dönsku skammlaust. Það er slæmt ef hann finnur fyrir vanmætti í að tala málið og tekur jafnvel undir athugasemdir um að danska sé leiðin- leg. Ég hlusta ekki á annað en að danska sé skemmtileg og held því fram að það að kunna annað Norðurlandamál sé öllum mikilvægt. Það breytir afstöðu nemanda til greinarinnar og þess vegna allra námsgreina ef hann finnur yfirburði kennarans, það veitir honum öryggi um að hann sé raunverulega að læra en ekki sé neitt fúsk í gangi.“ Finnið þið ekki hvað ykkur fer fram núna? Erna notar fjölbreyttar kennsluaðferðir og leggur áherslu á að fitja upp á nýjungum. „Nemendur vilja að það sem þeir læra sé í takt við tímann og þeir sýna ánægju sína með framtaksemi kennar- ans í verki. Þeir verða áhugasamir og vinnusamir. Þeir finna fljótt þegar kennari leggur sig fram um að gæða kennsluna lífi. Ég vinn alltaf markvisst með orðaforða, m.a.með því að vinna í þemum. Ég flétta saman alla fjóra færniþættina, þ.e. lestur, hlust- un, tal og ritun. Ég fer að mestu eftir námskrá erlendra tungumála en þar er mjög vel útlistað hvernig best sé að vinna að heildstæðu tungumálanámi. Það er ekki vænlegt til árangurs að slíta þætti málanáms í sundur og vaða úr einu í annað. Mér hefur einnig reynst vel að gera nemendur meðvitaða um hvernig erlend tungumál lærast og útskýri hvers vegna við gerum þetta eða hitt, til dæmis við lestur. Ég segi oft: Finnið þið ekki hvað ykkur fer fram núna? Eða: hvað eruð þið búin að læra núna? Nemendur verða að finna að þeim fer fram og að þeir eru að læra, það þýðir ekkert að láta þá sitja og „ströggla“ endalaust í því sama. Margir hafa þá hugmynd að best sé að lesa, þýða og glósa allt. Með þeirri aðferð komast nemendur ekkert áfram auk þess sem kennslustundir verða leiðinlegar. Nemendur þurfa að þjálfast í að beita öllum fjórum lestraraðferðunum, þ.e. hrað-, nákvæmnis-, yf- irlits- og leitarlestri og ég ræði alltaf við nemendur um hvernig á að lesa hvaða texta, þ.e. hvaða aðferð eigi að beita hverju sinni. Ég hef lagt mikla áherslu á að nemendur lesi hraðlestrarbækur og að þeir standi skil á innihaldi með einhvers konar könnun. Það er alltaf gaman að sjá hve nemendum fer hratt fram strax eftir fyrstu hraðlestrarbók í 8.bekk. Ég læt dönsk unglingablöð liggja frammi í stofunni og nemend- ur geta gripið í þau þegar laus stund gefst eða fengið þau lánuð heim. Þessi blöð eru mjög vinsæl.“ Erna ítrekar að það skipti höfuðmáli að kennarinn kunni sitt fag, sé sveigjanlegur og kennslan sé í takt við tímann. „Það er í höndum okkar kennara að móta afstöðu nemenda til námsins og það gildir um dönsku eins og önnur fög að kennarinn þarf að sýna nemend- anum hvað fagið er gagnlegt og að nám getur verið skemmtilegt. Mér er reyndar gjörsamlega hulin ráðgáta af hverju krakkar eru ekki látnir byrja fyrr að læra tungumál,“ segir Erna og þyngist á henni brúnin. „Það er skemmtilegast að kenna litlum krökkum tungumál, þau eiga svo auðvelt með að tileinka sér þau og eru svo fljót að ná framburðinum.“ Talmál er mikilvægt Erna notar mikið myndbönd með verkefnum frá Námsgagna- stofnun sem ætluð eru til dönskukennslu og ennfremur reynir hún að verða sér úti um nýjar danskar myndir og sýna þær og lána. „Núna erum við komin með DVD spilara og getum sýnt danskar myndir með dönskum texta sem er alveg frábært. Það er líka mjög almennt að fjölskyldur séu komnar með breiðbandið og þá er hægt að taka upp danska þætti sem eru margir hverjir mjög góðir. Fólk á ekki að horfa of stíft á námsbókina. Þess vegna væri hægt að kenna mikið til bara á Netinu,“ segir Erna. En hvað með talmál?„Talmál er mikilvægt. Það er þýðingarmeira núna en nokkru sinni fyrr. Til hvers að læra erlend mál ef maður getur svo ekkert sagt? Tungumál verður að vera lifandi og fólk á að geta látið í ljós óskir sínar og skoðanir í samskiptum við annað fólk. Þetta á auðvitað við um öll tungumál. Það er ekki hægt að bjóða nemendum upp á að læra erlent mál í mörg ár og að þeir geti svo ekki tjáð sig um einfalda hluti við innfædda. Það eru til margar góðar aðferðir til að láta nemendur tala. Ég legg áherslu á að láta alla nemendur segja eitthvað á dönsku í öllum tímum og notast einnig við alls konar talæfingar. Þeim mun betri sem nemendur eru í að tala því betri verða þeir um leið í öllum hinum færniþátt- Tungumálakennsla 16 Ég leyfi aldrei umræðu um að danska sé óþörf eða leiðinleg,“ segir Erna Jessen, „slíkar athugasemdir eru aðal óvinur dönskunnar. Það er mjög auðvelt að koma í veg fyrir svoleiðis tal þegar maður er sjálfur jákvæður gagnvart faginu.“

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.